Berki brugðið vegna ásakana um rógsherferð Helgu Guðrúnar Jakob Bjarnar og skrifa 16. febrúar 2021 13:59 Börkur vísar því alfarið á bug að frétt af meintum veiðiþjófnaði Ragnars Þórs sé undan hans rifjum runnin né heldur Helgu Guðrúnar, ef því er að skipta. Ægilegt sé að lenda í annarri eins hakkavél og Gunnar Smári sé. „Pældu í því hvernig það er að lenda í svona hakkavél eins og Gunnar Smári er,“ spyr Börkur Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður, rithöfundur og kennari með meiru. Börkur vísar því alfarið á bug að hann standi á bak við ætlaða „smear campaign“, eins og hann orðar það eða rógsherferð, gegn Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið einn þeirra sem grunaður er um veiðiþjófnað í Holtsá, sem er í landi Seðlabankans, með ólöglegri netaveiði. Ragnar Þór hefur greint frá því að hann ætli að stefna Fréttablaðinu vegna málsins og telur einsýnt að þetta sé liður í því að grafa undan sér vegna formannsslags í VR. Þá hefur hann kallað eftir staðfestingu frá lögreglu þess efnis að hann sé ekki sakborningur í málinu. Helga Guðrún Jónasdóttir stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn honum sitjandi formanni. Meint ófrægingarherferð Gunnar Smári Egilsson, hugmyndafræðingur Sósíalistaflokksins velkist ekki í vafa um að um þarna sé á ferðinni ófrægingarherferð í tengslum við valdabaráttu innan VR og það sem meira er, hann telur sig vera búinn að finna manninn sem stendur á bak við hana. „Hversu vitlaus getur ein kosningabarátta verið?“ spyr Gunnar Smári í stuttum pistli sem hann ritar á Facebooksíðu Sósíalistaflokksins. „Heimildir mínar segja að Börkur Gunnarsson, margreyndur kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins, stýri kosningabaráttu Helgu Guðrúnar Jónasdóttir í formannskosningunni í VR.“ Gunnar Smári gefur reyndar ekki mikið fyrir hæfileika Barkar á þessu sviði og segir hann meðal annars hafa verið kosningastjóra Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2010 þegar fylgi flokksins féll úr 42,9 prósenta fylgi 2006 niður í 33,6 prósent. Börkur kemur af fjöllum „Nú veit ég ekki hvort honum datt þessi vitleysa í hug, að reyna að blása upp einskonar kollumál í kringum Ragnar Þór, en Börkur ætti að þekkja þau mál, þegar Sjálfstæðisflokksmenn reyndu að grafa undan Hermanni Jónassyni á kreppuárunum.“ Börkur kom af fjöllum þegar Vísir bar þetta undir hann. Sagðist vissulega þekkja Helgu Guðrúnu, hún væri nágrannakona hans en hann væri enginn kosningastjóri. Hann starfaði sem kennari í fullu starfi. Og hafi fullan hug á að leggja henni lið. Gunnar Smári hefði getað beðið þangað til. Það væri ekkert batterí í kringum hana, kosningabaráttan væri sem stendur rekin við eldhúsborð hennar. Og hann sagðist ekki einu sinni vita um hvað málið snerist? Netaveiðar Ragnars Þórs? spyr Börkur forviða. Hinn grimmi Gunnar Smári „Þetta er pottþétt ekki undan hennar rifjum runnið,“ segir Börkur og spyr hvort blaðamaður Vísis sé ekki að djóka? „Helga Guðrún er ekki betur tengd í fjölmiðlum en svo að hún kemst ekki að til að fá viðtal og kynna áherslumál sín. Það eru nú öll tengsl hennar inní fjölmiða,“ segir Börkur og honum er augljóslega brugðið. Segir að framboð hennar sé einfaldlega þannig til komið að ýmsir telji VR á rangri leið undir stjórn Ragnars Þórs. „Svo eru kanónur eins og Gunnar Smári að „smear campaign-a“ hana! Hann lætur allt vaða. Kýlt og sprengjum kastað hægri vinstri. Ég hef alveg séð hvernig hann hefur leikið fólk,“ segir Börkur sem segist eiga erfitt með að skilja þessa grimmd og siðleysið sem felst í ásökunum sem þessum. Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Tengdar fréttir Ragnar Þór hvorki sakborningur né vitni í veiðiþjófnaðarmáli Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í rannsókn lögreglu á Suðurlandi á meintri ólöglegri netalögn, sem kærð hefur verið til embættisins. Hann krefst þess að Fréttablaðið dragi umfjöllun sína um málið tafarlaust til baka og biðji sig afsökunar. 16. febrúar 2021 12:11 Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11 Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Börkur vísar því alfarið á bug að hann standi á bak við ætlaða „smear campaign“, eins og hann orðar það eða rógsherferð, gegn Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Ragnar Þór Ingólfsson hafi verið einn þeirra sem grunaður er um veiðiþjófnað í Holtsá, sem er í landi Seðlabankans, með ólöglegri netaveiði. Ragnar Þór hefur greint frá því að hann ætli að stefna Fréttablaðinu vegna málsins og telur einsýnt að þetta sé liður í því að grafa undan sér vegna formannsslags í VR. Þá hefur hann kallað eftir staðfestingu frá lögreglu þess efnis að hann sé ekki sakborningur í málinu. Helga Guðrún Jónasdóttir stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn honum sitjandi formanni. Meint ófrægingarherferð Gunnar Smári Egilsson, hugmyndafræðingur Sósíalistaflokksins velkist ekki í vafa um að um þarna sé á ferðinni ófrægingarherferð í tengslum við valdabaráttu innan VR og það sem meira er, hann telur sig vera búinn að finna manninn sem stendur á bak við hana. „Hversu vitlaus getur ein kosningabarátta verið?“ spyr Gunnar Smári í stuttum pistli sem hann ritar á Facebooksíðu Sósíalistaflokksins. „Heimildir mínar segja að Börkur Gunnarsson, margreyndur kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins, stýri kosningabaráttu Helgu Guðrúnar Jónasdóttir í formannskosningunni í VR.“ Gunnar Smári gefur reyndar ekki mikið fyrir hæfileika Barkar á þessu sviði og segir hann meðal annars hafa verið kosningastjóra Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2010 þegar fylgi flokksins féll úr 42,9 prósenta fylgi 2006 niður í 33,6 prósent. Börkur kemur af fjöllum „Nú veit ég ekki hvort honum datt þessi vitleysa í hug, að reyna að blása upp einskonar kollumál í kringum Ragnar Þór, en Börkur ætti að þekkja þau mál, þegar Sjálfstæðisflokksmenn reyndu að grafa undan Hermanni Jónassyni á kreppuárunum.“ Börkur kom af fjöllum þegar Vísir bar þetta undir hann. Sagðist vissulega þekkja Helgu Guðrúnu, hún væri nágrannakona hans en hann væri enginn kosningastjóri. Hann starfaði sem kennari í fullu starfi. Og hafi fullan hug á að leggja henni lið. Gunnar Smári hefði getað beðið þangað til. Það væri ekkert batterí í kringum hana, kosningabaráttan væri sem stendur rekin við eldhúsborð hennar. Og hann sagðist ekki einu sinni vita um hvað málið snerist? Netaveiðar Ragnars Þórs? spyr Börkur forviða. Hinn grimmi Gunnar Smári „Þetta er pottþétt ekki undan hennar rifjum runnið,“ segir Börkur og spyr hvort blaðamaður Vísis sé ekki að djóka? „Helga Guðrún er ekki betur tengd í fjölmiðlum en svo að hún kemst ekki að til að fá viðtal og kynna áherslumál sín. Það eru nú öll tengsl hennar inní fjölmiða,“ segir Börkur og honum er augljóslega brugðið. Segir að framboð hennar sé einfaldlega þannig til komið að ýmsir telji VR á rangri leið undir stjórn Ragnars Þórs. „Svo eru kanónur eins og Gunnar Smári að „smear campaign-a“ hana! Hann lætur allt vaða. Kýlt og sprengjum kastað hægri vinstri. Ég hef alveg séð hvernig hann hefur leikið fólk,“ segir Börkur sem segist eiga erfitt með að skilja þessa grimmd og siðleysið sem felst í ásökunum sem þessum.
Kjaramál Félagasamtök Formannskjör í VR Tengdar fréttir Ragnar Þór hvorki sakborningur né vitni í veiðiþjófnaðarmáli Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í rannsókn lögreglu á Suðurlandi á meintri ólöglegri netalögn, sem kærð hefur verið til embættisins. Hann krefst þess að Fréttablaðið dragi umfjöllun sína um málið tafarlaust til baka og biðji sig afsökunar. 16. febrúar 2021 12:11 Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11 Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Ragnar Þór hvorki sakborningur né vitni í veiðiþjófnaðarmáli Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hefur hvorki stöðu sakbornings né vitnis í rannsókn lögreglu á Suðurlandi á meintri ólöglegri netalögn, sem kærð hefur verið til embættisins. Hann krefst þess að Fréttablaðið dragi umfjöllun sína um málið tafarlaust til baka og biðji sig afsökunar. 16. febrúar 2021 12:11
Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. 16. febrúar 2021 09:11
Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19