Heilbrigðisráðherra ræddi tillögur Þórólfs Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2021 10:19 Svandís Svavarsdóttir ræðir við blaðamenn að loknum fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í morgun. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin situr á reglulegum þriðjudagsfundi sínum í Ráðherrabústaðnum þar sem til umræðu er meðal annars nýtt minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis þar sem hann leggur til hertar aðgerðir á landamærunum vegna kórónuveirufaraldursins. Þórólfur skilaði minnisblaðinu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á sunnudag. Hann hefur ekki viljað gefa upp nákvæmlega í hverju tillögur hans felast en hefur þó einkum sagt þrennt koma til greina. Í fyrsta lagi mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. Í öðru lagi væri hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð frá komufarþegum og í þriðja lagi væri síðan hægt að skylda fólk í farsóttarhús ef vafi leikur á því að fólk muni halda sóttkví. Í minnisblaðinu er ekki að finna neinar tillögur varðandi frekari tilslakanir innanlands en á mánudaginn í síðustu viku tóku síðustu tilslakanir gildi. Þórólfur sagði í gær að berja þyrfti í brestina á landamærunum áður en farið væri í frekari afléttingar innanlands. Þá minnti hann jafnframt á að það tæki viku til tvær vikur fyrir áhrif eða afleiðingar tilslakana að koma fram. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu að fundi loknum og blaðamaður ræðir við Svandísi um tillögur Þórólfs. Uppfært klukkan 11:42 Að neðan má sjá viðtal við Svandísi að loknum fundi ríkisstjórnarinnar. Nánar má lesa um málið hér.
Þórólfur skilaði minnisblaðinu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á sunnudag. Hann hefur ekki viljað gefa upp nákvæmlega í hverju tillögur hans felast en hefur þó einkum sagt þrennt koma til greina. Í fyrsta lagi mætti skerpa á ýmsum verkferlum og sannreyna upplýsingar sem ferðamenn koma með; hvort þeir gefi upp rétt símanúmer, heimilisfang og svo framvegis. Í öðru lagi væri hægt að krefja fólk um neikvætt vottorð frá komufarþegum og í þriðja lagi væri síðan hægt að skylda fólk í farsóttarhús ef vafi leikur á því að fólk muni halda sóttkví. Í minnisblaðinu er ekki að finna neinar tillögur varðandi frekari tilslakanir innanlands en á mánudaginn í síðustu viku tóku síðustu tilslakanir gildi. Þórólfur sagði í gær að berja þyrfti í brestina á landamærunum áður en farið væri í frekari afléttingar innanlands. Þá minnti hann jafnframt á að það tæki viku til tvær vikur fyrir áhrif eða afleiðingar tilslakana að koma fram. Vísir verður í beinni útsendingu frá Tjarnargötu að fundi loknum og blaðamaður ræðir við Svandísi um tillögur Þórólfs. Uppfært klukkan 11:42 Að neðan má sjá viðtal við Svandísi að loknum fundi ríkisstjórnarinnar. Nánar má lesa um málið hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira