Hóta því að fangelsa mótmælendur í tuttugu ár Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2021 16:56 Herinn hefur lokað á internetið í Mjanmar vegna mótmæla gegn valdaráninu. EPA/LYNN BO BO Her Mjanmar hefur varað mótmælendur í landinu við því að þeir gætu verið dæmdir til tuttugu ára fangelsisvistar. Sömuleiðis gætu mótmælendur þurft að greiða háar sektir fyrir mótmæli gegn valdaráni hersins. Herinn lýsir þessum mótmælum þó á þann veg að verið sé að ýta undir hatur og fordóma gagnvart leiðtogum hersins og mótmælendur eru jafnvel sagðir vera að fremja landráð. Eins og fram kemur í frétt BBC hafa hundruð þúsund íbúa Mjanmar tekið þátt í mótmælum vegna valdaránsins á undanförnum vikum. Reuters segir að færri hafi tekið þátt í mótmælum í Mjanmar í dag, samhliða því að fjölmargir hermenn eru á götum borga landsins og á brynvörðum farartækjum. Mótmælendur krefjast þess meðal annars að Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, og öðrum kjörnum fulltrúum verði sleppt úr haldi. Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar frá 1. febrúar þegar herinn framdi valdarán. Sjá einnig: Beita skriðdrekum og byssukúlum í von um að bæla niður mótmælin Herinn hefur haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember. Engar sannanir varðandi þær ásakanir hafa þó verið opinberaðar og kosningastjórn landsins hefur hafnað þeim. Herinn stýrði Mjanmar í marga áratugi en árið 2011 fóru forsvarsmenn hersins að draga sig frá stjórnmálum. Suu Kyi varði nærri því fimmtán árum í stofufangelsi vegna viðleitni hennar til að koma hernum frá völdum. Mjanmar Tengdar fréttir Einn stærsti dagur mótmælanna í Mjanmar þrátt fyrir hótanir um handtökur Tugir þúsunda tóku þátt í fjöldamótmælum í Mjanmar, níunda daginn í röð, í nótt og í morgun. Í gær skrifaði herforinginn Min Aung Hlaing undir tilskipun sem takmarkar frelsi og réttarstöðu almennra borgara, auk þess sem löggæsluyfirvöldum var skipað að handtaka þekkta stjórnarandstæðinga tafarlaust. 14. febrúar 2021 10:32 Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57 Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Herinn lýsir þessum mótmælum þó á þann veg að verið sé að ýta undir hatur og fordóma gagnvart leiðtogum hersins og mótmælendur eru jafnvel sagðir vera að fremja landráð. Eins og fram kemur í frétt BBC hafa hundruð þúsund íbúa Mjanmar tekið þátt í mótmælum vegna valdaránsins á undanförnum vikum. Reuters segir að færri hafi tekið þátt í mótmælum í Mjanmar í dag, samhliða því að fjölmargir hermenn eru á götum borga landsins og á brynvörðum farartækjum. Mótmælendur krefjast þess meðal annars að Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörnum leiðtoga landsins, og öðrum kjörnum fulltrúum verði sleppt úr haldi. Suu Kyi hefur verið í haldi herforingjastjórnarinnar frá 1. febrúar þegar herinn framdi valdarán. Sjá einnig: Beita skriðdrekum og byssukúlum í von um að bæla niður mótmælin Herinn hefur haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað í kosningum sem haldnar voru í nóvember. Engar sannanir varðandi þær ásakanir hafa þó verið opinberaðar og kosningastjórn landsins hefur hafnað þeim. Herinn stýrði Mjanmar í marga áratugi en árið 2011 fóru forsvarsmenn hersins að draga sig frá stjórnmálum. Suu Kyi varði nærri því fimmtán árum í stofufangelsi vegna viðleitni hennar til að koma hernum frá völdum.
Mjanmar Tengdar fréttir Einn stærsti dagur mótmælanna í Mjanmar þrátt fyrir hótanir um handtökur Tugir þúsunda tóku þátt í fjöldamótmælum í Mjanmar, níunda daginn í röð, í nótt og í morgun. Í gær skrifaði herforinginn Min Aung Hlaing undir tilskipun sem takmarkar frelsi og réttarstöðu almennra borgara, auk þess sem löggæsluyfirvöldum var skipað að handtaka þekkta stjórnarandstæðinga tafarlaust. 14. febrúar 2021 10:32 Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57 Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01 Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Einn stærsti dagur mótmælanna í Mjanmar þrátt fyrir hótanir um handtökur Tugir þúsunda tóku þátt í fjöldamótmælum í Mjanmar, níunda daginn í röð, í nótt og í morgun. Í gær skrifaði herforinginn Min Aung Hlaing undir tilskipun sem takmarkar frelsi og réttarstöðu almennra borgara, auk þess sem löggæsluyfirvöldum var skipað að handtaka þekkta stjórnarandstæðinga tafarlaust. 14. febrúar 2021 10:32
Þekktir stjórnarandstæðingar verða handteknir Herforingjastjórn Mjamar felldi í dag lög úr gildi sem banna löggæsluyfirvöldum að handtaka grunaða og framkvæma leit á einkaeign án þess að fá til þess heimild frá dómstólum. Þá fyrirskipaði stjórnin að þekktir stjórnarandstæðingar verði handteknir. 13. febrúar 2021 21:57
Mannréttindaráðið fordæmir valdarán í Mjanmar Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag valdarán hersins í Mjanmar á sérstökum fundi sem Ísland lagði til að væri haldinn ásamt öðrum ríkjum. 12. febrúar 2021 19:01
Herforingjarnir beittir efnahagsþvingunum Joe Biden forseti Bandaríkjanna hefur undirritað tilskipun þess efnis að leiðtogar herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sem tóku völdin í landinu á dögunum verði beittir efnahagsþvingunum af hálfu Bandaríkjanna. 11. febrúar 2021 13:31