Solskjær gagnrýndi notkunina á VAR harkalega í viðtali eftir leik í kjölfar atviks þar sem Harry Maguire kallaði eftir vítaspyrnu.
Við endursýningu á atvikinu virtist Maguire þó klárlega vera rangstæður en það var ekki skoðað af VAR en engu að síður var ekki dæmd vítaspyrna.
„Þetta var brot og klárt víti en ég held að leikurinn hafi ekki átt að vera í gangi. Ég held að Harry hafi verið rangstæður. Sá sem var á VAR vaktinni hefur líklega verið sofandi,“ sagði Solskjær.
„Það er of mikið af svona atvikum. Eina vikuna er eitthvað brot og þá næstu er það sama ekki brot. Eina vikuna er dæmd vítaspyrna og þá næstu ekki fyrir sama brot,“ sagði Solskjær.