Enski landsliðsmaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar á þessari leiktíð. Á síðustu leiktíð var hann einn besti leikmaður deildarinnar en eftir meiðsli á kálfa í nóvember hefur Trent átt erfitt uppdráttar.
Fyrr á leiktíðinni tapaði Trent boltanum 38 sinnum í einum leik og skömmu síðar var svipað uppi á teningnum er hann tapaði boltanum 39 sinnum í leik gegn Southampton. Ekki voru tölurnar góðar úr tapleiknum í gær.
Trent tapaði nefnilega boltanum 45 sinnum á þeim níutíu mínútum plús sem hann spilaði en enginn leikmaður hefur tapað boltanum oftar í fimm stærstu deildum Evrópu. Trent tapaði boltanum í 35,2% skipta sem hann fékk boltann
Eftir tapið í gær er Liverpool í fjórða sætinu og er búið að missa af Manchester City sem er komið þrettán stigum á undan ríkjandi meisturunum. Liverpool spilar gegn Leipzig í vikunni í Meistaradeildinni áður en grannarnir í Everton bíða um næstu helgi.
Alexander-Arnold breaks unwanted Premier League record for the THIRD time this season https://t.co/RtGmDf02hn pic.twitter.com/Q1KW0nkRIZ
— Mirror Football (@MirrorFootball) February 13, 2021