Fáum fleiri bóluefnaskammta en gert var ráð fyrir Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. febrúar 2021 16:44 Evrópusambandið hefur gert viðbótarsamning við Pfizer. Vísir/vilhelm Evrópusambandið og bóluefnisframleiðandinn Pfizer hafa gert með sér viðbótarsamning um kaup á hið minnsta 200 milljón skömmtum af bóluefni, að því er fram kemur í norskum fjölmiðlum í dag. Þá er von á fleiri skömmtum til ríkja Evrópusambandsins frá AstraZeneca en búist var við. Ísland fær þar með fleiri bóluefnisskammta en áður var gert ráð fyrir. Bent Høie heilbrigðisráðherra Noregs sagði frá því á blaðamannafundi í dag að Evrópusambandið og Pfizer hefðu samið um kaup á 200 milljónum skömmtum af bóluefninu til viðbótar við skammtana sem þegar hefur verið samið um. Þá hefði verið samið um möguleika á kaupum á 100 milljón skömmtum ofan á það. Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs.EPA/Håkon Mosvold Larsen Noregur fái 2,24 milljónir skammta af þessum aukaskömmtum auk kaupréttar á 1,2 milljónum skammta. Høie gerði jafnframt ráð fyrir að af þessum viðbótarskömmtum kæmu 840 þúsund til Noregs strax í apríl, maí og júní. Auk þess hefði AstraZeneca tilkynnt að fyrirtækið gæti aukið framleiðslugetu sína um 50 prósent á sama tímabili. Þannig mætti samtals búast við 2,4 milljónum aukaskömmtum af bóluefni til Noregs miðað við það sem áður var gert ráð fyrir. Richard Bengström yfirmaður bólusetningarmála í Svíþjóð sagði í samtali við SVT í dag að Svíþjóð fái mun fleiri skammta frá AstraZeneca en áður var búist við; um 20 prósent fleiri skammta í mars og á öðrum ársfjórðungi verði skammtarnir 50 prósent fleiri en búist var við. Hann kvaðst vongóður um að búið yrði að bólusetja alla fullorðna Svía í sumar. Vita ekki hvað aukaskammtarnir verða margir Samkvæmt upplýsingum fá heilbrigðisráðuneytinu koma fleiri skammtar af bóluefni til Íslands vegna þessa samnings ESB en áður var gert ráð fyrir. Ekki hafi þó fengist staðfest hversu mikil aukningin verður. Ríkisútvarpið bendir á að Íslendingar fái 6,8 prósent af þeim fjölda skammta sem Norðmenn fá. Samkvæmt því ættu Íslendingar þannig að fá auka 57 þúsund skammta í apríl, maí og júní, sem duga fyrir rúmlega 28 þúsund manns. Alls yrðu aukaskammtarnir 340 þúsund talsins. Fram kemur í yfirliti yfir afhendingaráætlun bóluefna frá heilbrigðisráðuneytinu í gær að samningar Íslands við Pfizer, Moderna og AstraZeneca tryggi bóluefni fyrir 304 þúsund manns. Ekki lágu fyrir staðfestar afhendingaráætlanir til lengri tíma en út mars frá framleiðendunum þremur. Að því sögðu væri þó raunhæft að reikna með að afhending bóluefna aukist til muna strax á öðrum ársfjórðungi, þ.e. á tímabilinu apríl til júní. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58 Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11. febrúar 2021 15:55 Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11. febrúar 2021 14:32 Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11. febrúar 2021 12:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Bent Høie heilbrigðisráðherra Noregs sagði frá því á blaðamannafundi í dag að Evrópusambandið og Pfizer hefðu samið um kaup á 200 milljónum skömmtum af bóluefninu til viðbótar við skammtana sem þegar hefur verið samið um. Þá hefði verið samið um möguleika á kaupum á 100 milljón skömmtum ofan á það. Bent Høie, heilbrigðisráðherra Noregs.EPA/Håkon Mosvold Larsen Noregur fái 2,24 milljónir skammta af þessum aukaskömmtum auk kaupréttar á 1,2 milljónum skammta. Høie gerði jafnframt ráð fyrir að af þessum viðbótarskömmtum kæmu 840 þúsund til Noregs strax í apríl, maí og júní. Auk þess hefði AstraZeneca tilkynnt að fyrirtækið gæti aukið framleiðslugetu sína um 50 prósent á sama tímabili. Þannig mætti samtals búast við 2,4 milljónum aukaskömmtum af bóluefni til Noregs miðað við það sem áður var gert ráð fyrir. Richard Bengström yfirmaður bólusetningarmála í Svíþjóð sagði í samtali við SVT í dag að Svíþjóð fái mun fleiri skammta frá AstraZeneca en áður var búist við; um 20 prósent fleiri skammta í mars og á öðrum ársfjórðungi verði skammtarnir 50 prósent fleiri en búist var við. Hann kvaðst vongóður um að búið yrði að bólusetja alla fullorðna Svía í sumar. Vita ekki hvað aukaskammtarnir verða margir Samkvæmt upplýsingum fá heilbrigðisráðuneytinu koma fleiri skammtar af bóluefni til Íslands vegna þessa samnings ESB en áður var gert ráð fyrir. Ekki hafi þó fengist staðfest hversu mikil aukningin verður. Ríkisútvarpið bendir á að Íslendingar fái 6,8 prósent af þeim fjölda skammta sem Norðmenn fá. Samkvæmt því ættu Íslendingar þannig að fá auka 57 þúsund skammta í apríl, maí og júní, sem duga fyrir rúmlega 28 þúsund manns. Alls yrðu aukaskammtarnir 340 þúsund talsins. Fram kemur í yfirliti yfir afhendingaráætlun bóluefna frá heilbrigðisráðuneytinu í gær að samningar Íslands við Pfizer, Moderna og AstraZeneca tryggi bóluefni fyrir 304 þúsund manns. Ekki lágu fyrir staðfestar afhendingaráætlanir til lengri tíma en út mars frá framleiðendunum þremur. Að því sögðu væri þó raunhæft að reikna með að afhending bóluefna aukist til muna strax á öðrum ársfjórðungi, þ.e. á tímabilinu apríl til júní.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Tengdar fréttir Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58 Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11. febrúar 2021 15:55 Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11. febrúar 2021 14:32 Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11. febrúar 2021 12:34 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Fjórir greindust innanlands í gær Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Ekki hafa svo margir greinst með veiruna innanlands á einum sólarhring síðan þann 26. janúar. 12. febrúar 2021 10:58
Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. 11. febrúar 2021 15:55
Mæta í næstu sprautu eftir þrjá mánuði Tólf hundruð manns voru bólusettir með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins á Suðurlandsbraut í dag. Bólusetning gekk afar vel, að sögn framkvæmdastjóra hjúkrunar. 11. febrúar 2021 14:32
Flökkusögurnar og umræður um siðfræðilegar hliðar Pfizer-rannsóknarinnar komu Þórólfi á óvart Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að aldrei hafi neitt verið fast í hendi varðandi mögulega fjórðu fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins Pfizer hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. Enginn samningur var á borðinu, engin samningsdrög eða skuldbinding af hálfu Pfizer. 11. febrúar 2021 12:34