Donny var keyptur fyrir fjörutíu milljónir punda í sumar og byrjaði sinn ellefta leik í gær er Man. United vann 1-0 sigur á West Ham í framlengdum leik í enska bikarnum.
Hollendingurinn hefur ekki slegið í gegn það sem af, er langt í frá, og hann spilaði í 73 mínútur í gær áður en hann var tekinn af velli fyrri Bruno Ferandes.
„Þú hefur þá tilfinningu að þeir treysti honum ekki fyrir boltanum enn sem komið er,“ sagði Hughes í samtali við talkSPORT eftir leikinn.
Manchester United stars 'don't trust' Donny van de Beek, claims Mark Hughes https://t.co/0tJxiwPUwr
— MailOnline Sport (@MailSport) February 10, 2021
„Þegar leikmenn eins og Fred og Matic líta upp og sjá Rashford, Martial og Greenwood, sem er enn ungur en með mikla hæfileika, þá er eins og þeir kjósi þá frekar.“
„Van de Beek, ég hef ekki séð hann hreyfa sig vel, fara í litlu vasana á vellinum jafnvel þó að þú heldur að hans sé sá leikmaður.“
„Hann var vonbrigði, enn og aftur. Hann er að spila fyrir Manchester United. Risa félag og hann verður að sýna meira en hann er að sýna núna,“ bætti Hughes við.
Donny hefur einungis skorað eitt mark og lagt upp eitt í viðbót í sínum fyrstu 25 leikjum fyrir félagið.
Donny van de Beek didn't want his time to come 💔 pic.twitter.com/viPs68FGNx
— ESPN FC (@ESPNFC) February 9, 2021

Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.