Mikið hefur verið rætt og skrifað um vandræði Englandsmeistara Liverpool á þessari leiktíð og oftar en ekki er menn í framhaldinu að vísa til meiðsla og fjarvera miðvarðarins Virgil van Dijk. Það er þó kannski miklu frekar sóknin en vörnin sem er í vandræðum.
Það er síðan ekki bara Virgil van Dijk sem hefur misst mikið úr hjá Liverpool í titilvörninni í ensku úrvalsdeildinni. Gíneamaðurinn Naby Keita hefur aðeins spilað 7 af 23 deildarleikjum Liverpool á leiktíðinni eða bara þrjátíu prósent leikja í boði.
Tölfræðin sýnir það svart á hvítu að Liverpool liðið saknar Keita mjög mikið.
NEW: Klopp s praise for unbelievable Ilkay Gundogan is a positive sign for Naby Keita https://t.co/45DFJQvPjS
— This Is Anfield (@thisisanfield) February 6, 2021
Liverpool liðið hefur skorað 3,6 mörk að meðaltali í leik í leikjunum þar sem Naby Keita hefur verið í byrjunarliðinu.
Naby Keita hefur bara byrjað 30 prósent leikja Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni en liðið hefur skorað 25 af 44 mörkum sínum í þeim eða 57 prósent markanna.
Án Keita hefur Liverpool oftast spilað með mun passífari menn á miðjunni og það er aðeins að skila 1,2 mörkum að meðaltali í leik. Þungarokksleikstíll Jürgen Klopp þarf líklegra á meiri rokk og ról að halda inn á miðjunni.
Curtis Jones is the answer to Liverpool's Naby Keita problem https://t.co/oeCHvrc991
— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) February 9, 2021
Liverpool hefur náð í 86 prósent stiga í þeim leikjum sem Naby Keita hefur spilað en aðeins 46 prósent stiga eru í húsi í þeim leikjum þar sem Gíneamaðurinn hefur ekki verið til staðar.
Keita hefur ekki verið leikfær í vandræðum Liverpool að undanförnu og því verður aldrei sannað hvað hann hefði gert fyrir liðið í þeim leikjum. Það verður aftur á móti fróðlegt að sjá hvernig gengur þegar hann kemur aftur til baka. Keita er allur að braggast og ætti að koma til baka á næstunni.
Liverpool með Naby Keita í byrjunarliðinu
- 4-3 sigur á Leeds
- 2-0 sigur á Chelsea
- 3-1 sigur á Arsenal
- 2-7 tap fyrir Aston Villa
- 3-0 sigur á Leicester
- 4-0 sigur á Wolves
- 7-0 sigur á Crystal Palace
- Samtals: 6 sigrar og 25 mörk í 7 leikjum.
Stig í húsi:
- Liverpool með Keita: 86% (18 af 21)
- Liverpool án Keita: 46% (22 af 48)
Mörk skoruð að meðaltali
- Liverpool með Keita: 3,6 (25 í 7 leikjum)
- Liverpool án Keita: 1,2 (19 í 16 leikjum)
Nettó
- Liverpool með Keita: +14 í 7 leikjum
- Liverpool án Keita: +1 í 16 leikjum