„Fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum“ hafi tjáð sig um kjaftasögu Eiður Þór Árnason og Birgir Olgeirsson skrifa 9. febrúar 2021 22:15 Fjölmargar sögusagnir hafa verið uppi um samningaviðræður Íslendinga við Pfizer. Voru flestar þeirra á þá leið að búið væri að ganga frá samkomulagi við lyfjaframleiðandann og tryggja Íslendingum fleiri hundruð þúsund skammta af bóluefni við Covid-19 sem væri væntanlegt á allra næstu vikum. Síðdegis í dag kom svo í ljós að litlar líkur væru á því að Pfizer myndi ráðast í rannsóknarverkefni hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem var auk Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í forsvari fyrir Íslendinga í viðræðunum segist hafa haft gaman af mörgum þessara sögusagna en að eitt hafi staðið upp úr. „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hefðu fengið næg tækifæri til að tjá sig um verkefnið Vísar hann þar til greinar þriggja prófessora og tveggja dósenta í heimspeki sem var titluð „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Þar kölluðu heimspekingarnir eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórðu fasa rannsókn Pfizer og kölluðu eftir upplýstri umræðu um verkefnið. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ sagði meðal annars í greininni sem vakti nokkra athygli. Kári bendir á að ef rannsóknin yrði að veruleika þyrfti hún meðal annars að fara fyrir Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. „Þannig að þessi hópur heimspekinga hefði haft næg tækifæri til þess að tjá sig ef það hefði verið ráðist í þessa rannsókn en þeim fannst skynsamlegra að tjá sig um þetta á formi kjaftasögu því það er yfirleitt það sem Heimspekistofnun Háskóla Íslands fjallar um, það eru kjaftasögur,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem var auk Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í forsvari fyrir Íslendinga í viðræðunum segist hafa haft gaman af mörgum þessara sögusagna en að eitt hafi staðið upp úr. „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hefðu fengið næg tækifæri til að tjá sig um verkefnið Vísar hann þar til greinar þriggja prófessora og tveggja dósenta í heimspeki sem var titluð „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Þar kölluðu heimspekingarnir eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórðu fasa rannsókn Pfizer og kölluðu eftir upplýstri umræðu um verkefnið. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ sagði meðal annars í greininni sem vakti nokkra athygli. Kári bendir á að ef rannsóknin yrði að veruleika þyrfti hún meðal annars að fara fyrir Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. „Þannig að þessi hópur heimspekinga hefði haft næg tækifæri til þess að tjá sig ef það hefði verið ráðist í þessa rannsókn en þeim fannst skynsamlegra að tjá sig um þetta á formi kjaftasögu því það er yfirleitt það sem Heimspekistofnun Háskóla Íslands fjallar um, það eru kjaftasögur,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Sjá meira
„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07