„Fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum“ hafi tjáð sig um kjaftasögu Eiður Þór Árnason og Birgir Olgeirsson skrifa 9. febrúar 2021 22:15 Fjölmargar sögusagnir hafa verið uppi um samningaviðræður Íslendinga við Pfizer. Voru flestar þeirra á þá leið að búið væri að ganga frá samkomulagi við lyfjaframleiðandann og tryggja Íslendingum fleiri hundruð þúsund skammta af bóluefni við Covid-19 sem væri væntanlegt á allra næstu vikum. Síðdegis í dag kom svo í ljós að litlar líkur væru á því að Pfizer myndi ráðast í rannsóknarverkefni hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem var auk Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í forsvari fyrir Íslendinga í viðræðunum segist hafa haft gaman af mörgum þessara sögusagna en að eitt hafi staðið upp úr. „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hefðu fengið næg tækifæri til að tjá sig um verkefnið Vísar hann þar til greinar þriggja prófessora og tveggja dósenta í heimspeki sem var titluð „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Þar kölluðu heimspekingarnir eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórðu fasa rannsókn Pfizer og kölluðu eftir upplýstri umræðu um verkefnið. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ sagði meðal annars í greininni sem vakti nokkra athygli. Kári bendir á að ef rannsóknin yrði að veruleika þyrfti hún meðal annars að fara fyrir Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. „Þannig að þessi hópur heimspekinga hefði haft næg tækifæri til þess að tjá sig ef það hefði verið ráðist í þessa rannsókn en þeim fannst skynsamlegra að tjá sig um þetta á formi kjaftasögu því það er yfirleitt það sem Heimspekistofnun Háskóla Íslands fjallar um, það eru kjaftasögur,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem var auk Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í forsvari fyrir Íslendinga í viðræðunum segist hafa haft gaman af mörgum þessara sögusagna en að eitt hafi staðið upp úr. „Mér fannst hins vegar fyndnast og fáránlegast af öllu að heilt fótboltalið af heimspekingum fór að tjá sig um þessa tilraun í Fréttablaðinu í morgun. Var að tjá heimspekilegar vangaveltur um kjaftasögu. Mér finnst það vera svolítið met og finnst að þessi menn eigi skilið einhvers konar medalíu fyrir þetta,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Hefðu fengið næg tækifæri til að tjá sig um verkefnið Vísar hann þar til greinar þriggja prófessora og tveggja dósenta í heimspeki sem var titluð „Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland“. Þar kölluðu heimspekingarnir eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórðu fasa rannsókn Pfizer og kölluðu eftir upplýstri umræðu um verkefnið. „Á okkur leita í fyrsta lagi spurningar um vísindalegt gildi og hnattræna gagnsemi rannsóknarinnar. Er líklegt að hér verði aflað þekkingar sem muni hafa þýðingarmikið yfirfærslugildi fyrir þjóðir sem búa flestar við aðstæður sem eru gerólíkar okkar?“ sagði meðal annars í greininni sem vakti nokkra athygli. Kári bendir á að ef rannsóknin yrði að veruleika þyrfti hún meðal annars að fara fyrir Vísindasiðanefnd og Persónuvernd. „Þannig að þessi hópur heimspekinga hefði haft næg tækifæri til þess að tjá sig ef það hefði verið ráðist í þessa rannsókn en þeim fannst skynsamlegra að tjá sig um þetta á formi kjaftasögu því það er yfirleitt það sem Heimspekistofnun Háskóla Íslands fjallar um, það eru kjaftasögur,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37 Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
„Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið“ „Það hefði auðvitað verið frábært ef þetta hefði gengið en það lá alveg fyrir að það gæti farið allavega.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð sín við þeim fregnum að litlar líkur séu á því að lyfjaframleiðandinn Pfizer muni efna til fjórðu fasa rannsóknar á virkni bóluefnis fyrirtækisins hér á landi. 9. febrúar 2021 18:37
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07