Erum „fórnarlömb eigin árangurs“ Samúel Karl Ólason og Birgir Olgeirsson skrifa 9. febrúar 2021 18:01 Vísindamenn Pfizer töldu ekki nægilega mörg tilfelli Covid-19 til að hægt væri að kanna bæði bein og óbein áhrif bólusetninga hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir erfitt að deila við þá skoðun og að Íslendingar séu í raun fórnarlömb eigin velgengni. Kári, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, funduðu í dag með fulltrúum Pfizer um mögulega rannsókn á virkni bóluefna hér á landi. Í gegnum þá rannsókn hefði verið hægt að bólusetja Íslendinga tiltölulega fljótt. Í viðtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Kári að þegar viðræður við Pfizer hófust hafi smituðum hér á landi fjölgað um 20 til 25 manns á dag. Þá hafi forsvarsmenn Pfizer verið áhugasamir um tilraun og hægt hafi verið að réttlæta það að hleypa 500 þúsund skömmtum af bóluefni til landsins á þeim grundvelli að hægt væri að sækja þekkingu sem myndi gagnast um allan heim. Nú séu tilfelli fá, ef einhver, á degi hverju. „Það er því ólíklegt að hægt sé að nota þessa öguðu þjóð til að sækja nýja þekkingu sem lýtur að þessu bóluefni,“ sagði Kári. Kári segir hverfandi líkur á því að gerður verði samningur. Kári segist nú búast við því að mögulega verði Íslendingar búnir að ná svokölluðu hjarðónæmi seint í haust. Í það minnsta samkvæmt áætlun Evrópusambandsins, þar sem fram kemur að í lok september eigi að vera búið að bólusetja 200 þúsund Íslendinga. Með því að viðræðunum við Pfizer sé lokið séum við í svipaðri stöðu og aðrar þjóðir. Jafnvel betri, þar sem vel hafi gengið að verjast nýju kórónuveirunni hér á landi. „Við þurfum að geta horft framan í okkur sjálf og réttlætt það að taka inn bóluefni á undan öðrum. Réttlætingin var sú að það væri hægt að gera hér tilraun sem byggi til þekkingu sem nota mætti annarsstaðar í heiminum.“ segir Kári. „Ef það er ekki hægt, þá verðum við bara að sitja og bíða.“ Kári segir að fulltrúum Pfizer hafi einnig verið bent á aðrar rannsóknir sem hægt væri að gera hér á landi en erfitt að gera annarsstaðar. Þegar væri búið að vinna mikla vinnu hér á landi. Það hafi ekki dugað til þar sem ekki væri hægt að mæla áhrif bóluefnis á dreifingu faraldursins. „Það er ekki spurning um það að ef við hefðum haft svolítið fleiri tilfelli, þá hefði mátt sækja á undraskömmum tíma, ansi mikið innsæi inn í það hvernig svona bóluefni virkar. En svona er þetta,“ segir Kári. „Ég vona að þú gerir þér grein fyrir því að það væri heimskulegt að óska yfir okkur fleiri tilfellum. Við erum núna fórnarlömb eigin árangurs, sem er dálítið kaldranalegt en bara satt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Kári, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, funduðu í dag með fulltrúum Pfizer um mögulega rannsókn á virkni bóluefna hér á landi. Í gegnum þá rannsókn hefði verið hægt að bólusetja Íslendinga tiltölulega fljótt. Í viðtali við fréttastofu eftir fundinn sagði Kári að þegar viðræður við Pfizer hófust hafi smituðum hér á landi fjölgað um 20 til 25 manns á dag. Þá hafi forsvarsmenn Pfizer verið áhugasamir um tilraun og hægt hafi verið að réttlæta það að hleypa 500 þúsund skömmtum af bóluefni til landsins á þeim grundvelli að hægt væri að sækja þekkingu sem myndi gagnast um allan heim. Nú séu tilfelli fá, ef einhver, á degi hverju. „Það er því ólíklegt að hægt sé að nota þessa öguðu þjóð til að sækja nýja þekkingu sem lýtur að þessu bóluefni,“ sagði Kári. Kári segir hverfandi líkur á því að gerður verði samningur. Kári segist nú búast við því að mögulega verði Íslendingar búnir að ná svokölluðu hjarðónæmi seint í haust. Í það minnsta samkvæmt áætlun Evrópusambandsins, þar sem fram kemur að í lok september eigi að vera búið að bólusetja 200 þúsund Íslendinga. Með því að viðræðunum við Pfizer sé lokið séum við í svipaðri stöðu og aðrar þjóðir. Jafnvel betri, þar sem vel hafi gengið að verjast nýju kórónuveirunni hér á landi. „Við þurfum að geta horft framan í okkur sjálf og réttlætt það að taka inn bóluefni á undan öðrum. Réttlætingin var sú að það væri hægt að gera hér tilraun sem byggi til þekkingu sem nota mætti annarsstaðar í heiminum.“ segir Kári. „Ef það er ekki hægt, þá verðum við bara að sitja og bíða.“ Kári segir að fulltrúum Pfizer hafi einnig verið bent á aðrar rannsóknir sem hægt væri að gera hér á landi en erfitt að gera annarsstaðar. Þegar væri búið að vinna mikla vinnu hér á landi. Það hafi ekki dugað til þar sem ekki væri hægt að mæla áhrif bóluefnis á dreifingu faraldursins. „Það er ekki spurning um það að ef við hefðum haft svolítið fleiri tilfelli, þá hefði mátt sækja á undraskömmum tíma, ansi mikið innsæi inn í það hvernig svona bóluefni virkar. En svona er þetta,“ segir Kári. „Ég vona að þú gerir þér grein fyrir því að það væri heimskulegt að óska yfir okkur fleiri tilfellum. Við erum núna fórnarlömb eigin árangurs, sem er dálítið kaldranalegt en bara satt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07 Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. 9. febrúar 2021 17:07
Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16