Gestirnir komust yfir á þrettándu mínútu er Santi Mina skoraði en Luis Suarez, sem hefur verið funheitur fyrir Atletico, jafnaði fyrir hlé.
Aftur var Úrúgvæinn á ferðinni á fimmtu mínútu síðari hálfleiks og virtist vera að tryggja Atletico enn einn sigurinn í toppbaráttunni.
Suarez, eftir skiptin frá Barcelona í sumar, er með sextán mörk í sautján deildarleikjum.
Allt kom fyrir ekki og á 89. mínútu jafnaði Facundo Ferreyra metin fyrir Celta Vigo og lokatölur 2-2.
Atletico er með átta stiga forskot á toppi deildarinnar, á Real og Barcelona, en á einnig leik til góða. Celta er í tíunda sætinu með 26 stig.
A point each at the Wanda @Metropolitano.
— Atlético de Madrid (@atletienglish) February 8, 2021
🔴⚪ #AúpaAtleti | ⚽ #AtletiCelta pic.twitter.com/in8HNFOoB0

Spænski boltinn, La Liga, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. La Liga er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.