Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2021 18:45 Kim Kielsen á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Reykjavík sumarið 2019. Á sama tíma var Donald Trump Bandaríkjaforseti að óska eftir því að fá að kaupa Grænland. Egill Aðalsteinsson Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. Kim Kielsen forsætisráðherra lýsti því hins vegar yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn. Það yrði að vera ákvörðun þingsins hvort kosið yrði að nýju, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Vittus Qujaukitsoq, formaður Nunatta Qitornai, hins flokksins sem eftir situr í stjórninni, kvaðst þó búast við nýjum kosningum innan fárra vikna. Það flækir enn stöðuna að Erik Jensen, sem í nóvember felldi Kim Kielsen úr formannssæti Siumut-flokksins, er sjálfur byrjaður viðræður við stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Inuit Ataqatigiit, eða IA, um myndun nýrrar stjórnar, eftir að hafa mistekist að ná forsætisráðherrastólnum af Kim Kielsen. Siumut-flokkurinn er þannig klofinn í herðar niður vegna átaka þeirra Kims Kielsens og Eriks Jensens en innanflokksátök Siumut-flokksins er ein af ástæðunum sem formaður Demokraterne nefndi fyrir því að slíta stjórnarsamstarfinu, að því er KNR greinir frá. Hann nefndi einnig þá óvissu sem komin væri upp um námavinnslu við bæinn Narsaq vegna ágreinings innan Siumut-flokksins. Þar er áformað að vinna úran, zink og fjölda sjaldgæfra málma. Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Kim Kielsen forsætisráðherra lýsti því hins vegar yfir að stjórnin myndi sitja áfram sem minnihlutastjórn. Það yrði að vera ákvörðun þingsins hvort kosið yrði að nýju, að því er fram kemur í Sermitsiaq. Vittus Qujaukitsoq, formaður Nunatta Qitornai, hins flokksins sem eftir situr í stjórninni, kvaðst þó búast við nýjum kosningum innan fárra vikna. Það flækir enn stöðuna að Erik Jensen, sem í nóvember felldi Kim Kielsen úr formannssæti Siumut-flokksins, er sjálfur byrjaður viðræður við stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, Inuit Ataqatigiit, eða IA, um myndun nýrrar stjórnar, eftir að hafa mistekist að ná forsætisráðherrastólnum af Kim Kielsen. Siumut-flokkurinn er þannig klofinn í herðar niður vegna átaka þeirra Kims Kielsens og Eriks Jensens en innanflokksátök Siumut-flokksins er ein af ástæðunum sem formaður Demokraterne nefndi fyrir því að slíta stjórnarsamstarfinu, að því er KNR greinir frá. Hann nefndi einnig þá óvissu sem komin væri upp um námavinnslu við bæinn Narsaq vegna ágreinings innan Siumut-flokksins. Þar er áformað að vinna úran, zink og fjölda sjaldgæfra málma.
Grænland Norðurslóðir Tengdar fréttir Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00 Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. 24. janúar 2021 23:10
Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. 11. janúar 2021 12:14
Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. 30. nóvember 2020 00:00
Kim Kielsen myndar nýja landsstjórn á Grænlandi Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, kynnti nýja landsstjórn á fréttamannafundi í Nuuk í gær. Nýr flokkur, Demokraterne, gekk eftir nokkurra vikna viðræður til liðs við minnihlutastjórn Siumut-flokksins og Nunatta Qitornai-flokksins, sem þar með varð meirihlutastjórn. 30. maí 2020 08:10