Vatnsdeigsbollurnar hennar Evu Laufeyjar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 11:00 Matgæðingurinn Eva Laufey ætlar að hafa kennslu í vatnsdeigsbollugerð á Instagram um helgina. Eva Laufey Eva Laufey Kjaran tekur bolludeginum mjög alvarlega og í ár var hún byrjuð að plana fyllingar og skreytingar í janúar. Á sunnudaginn ætlar hún að gera sínar klassísku vatnsdeigsbollur í beinni á Instagram og geta áhugasamir fylgst með eða jafnvel bakað með henni á eigin heimili. Nánari upplýsingar má finna á Instagram síðunni @evalaufeykjaran. View this post on Instagram A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) Hér fyrir neðan má finna klassíska uppskrift af vatnsdeigsbollum frá Evu Laufey og myndband af aðferðinni er svo neðst í fréttinni. Þetta brot er úr þáttunum Í Eldhúsi Evu. Vatnsdeigsbollur 10 – 12 bollur 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur 110 g hveiti 3 stór egg Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. (blástur) Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 – 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur. Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman. Setjið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka með tveimur skeiðum. Bakið bollurnar í 25 – 30 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hæta á að bollurnar falli. Hugmyndir að fyllingum má finna hér fyrir neðan. Í uppáhaldi hjá Evu Laufey er jarðaberjafylling og nutellabananafylling.Eva Laufey Nutella – og bananarjómi Þetta er fyllingin sem þið óskið að taki aldrei enda, hún er of góð til að vera sönn. (en þetta er engu að síður sönn saga) 4 dl rjómi 1 banani 3 msk. Nutella Aðferð: Þeytið rjóma. Maukið banana og Nutella saman með töfrasprota eða stappið vel saman með gaffli. Blandið bananablöndunna varlega saman við rjómann með sleif. Jarðarberjafylling Klassísk og góð fylling sem fær mig til þess að fara aftur í tímann þegar ég var yngri og fékk pening hjá mömmu til þess að hlaupa út í bakarí og kaupa mér eina gómsæta bollu með dísætu bleiku kremi. Nostalgían í hámarki við hvern bita… 1 askja jarðarber (10 – 12 stk) 4 dl rjómi 2 tsk. flórsykur Aðferð: Maukið jarðarberin með töfrasprota eða með gaffli. Þeytið rjóma og sigtið flórsykur saman við í lokin Blandið jarðarberjamaukinu varlega saman við rjómablönduna með sleif. Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Eva Laufey Bolludagur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið
Á sunnudaginn ætlar hún að gera sínar klassísku vatnsdeigsbollur í beinni á Instagram og geta áhugasamir fylgst með eða jafnvel bakað með henni á eigin heimili. Nánari upplýsingar má finna á Instagram síðunni @evalaufeykjaran. View this post on Instagram A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) Hér fyrir neðan má finna klassíska uppskrift af vatnsdeigsbollum frá Evu Laufey og myndband af aðferðinni er svo neðst í fréttinni. Þetta brot er úr þáttunum Í Eldhúsi Evu. Vatnsdeigsbollur 10 – 12 bollur 100 g smjör 2 dl vatn 2 msk sykur 110 g hveiti 3 stór egg Aðferð: Hitið ofninn í 200°C. (blástur) Hitið vatn, smjör og sykur saman í potti og látið suðuna koma upp. (gott er að láta vatn, sykur og smjör sjóða vel saman í 2 – 3 mínútur áður en hveitið er sett út í. Setjið hveiti út í, hrærið saman og látið kólna í 4 mínútur. Takið pottinn af hitanum og setjið eggin út í eitt í einu, sláið vel saman á milli. Það er líka ágætt að setja deigið í hrærivélaskál og hræra þannig saman. Setjið í sprautupoka og sprautið bollunum á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað gera það líka með tveimur skeiðum. Bakið bollurnar í 25 – 30 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hæta á að bollurnar falli. Hugmyndir að fyllingum má finna hér fyrir neðan. Í uppáhaldi hjá Evu Laufey er jarðaberjafylling og nutellabananafylling.Eva Laufey Nutella – og bananarjómi Þetta er fyllingin sem þið óskið að taki aldrei enda, hún er of góð til að vera sönn. (en þetta er engu að síður sönn saga) 4 dl rjómi 1 banani 3 msk. Nutella Aðferð: Þeytið rjóma. Maukið banana og Nutella saman með töfrasprota eða stappið vel saman með gaffli. Blandið bananablöndunna varlega saman við rjómann með sleif. Jarðarberjafylling Klassísk og góð fylling sem fær mig til þess að fara aftur í tímann þegar ég var yngri og fékk pening hjá mömmu til þess að hlaupa út í bakarí og kaupa mér eina gómsæta bollu með dísætu bleiku kremi. Nostalgían í hámarki við hvern bita… 1 askja jarðarber (10 – 12 stk) 4 dl rjómi 2 tsk. flórsykur Aðferð: Maukið jarðarberin með töfrasprota eða með gaffli. Þeytið rjóma og sigtið flórsykur saman við í lokin Blandið jarðarberjamaukinu varlega saman við rjómablönduna með sleif.
Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Eva Laufey Bolludagur Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið