Jökull hvetur fólk til að reyna eins og það geti að tala um kvíðann Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 10:30 Jökull Andrésson er mættur aftur til Exeter City. Getty/Jacques Feeney „Það eru of margir þarna úti sem halda að það sé eitthvað slæmt að tala um vandamálin sín,“ segir markvörðurinn ungi Jökull Andrésson, sem verið hefur atvinnumaður í Englandi frá árinu 2018. Jökull, sem er 19 ára Mosfellingur, ver þessa dagana mark Execter City í ensku D-deildinni sem lánsmaður frá Reading. Jökull tók þátt í „Tími til að tala“-deginum í Bretlandi í gær, þar sem fólk var hvatt til að taka sér tíma og ræða um andlega heilsu. Hann sagðist sjálfur hafa glímt við kvíða alla sína ævi. Nauðsynlegt væri að reyna að tala um sín vandamál og að ef einhver þyrfti á spjalli að halda væri viðkomandi velkomið að hafa samband. This is something that I take very seriously, there is too many people out there that think talking about there problems is something bad, it can help you out so massively and I recommend to anyone to give it a go.. If anyone ever needs a chat, u can always contact me https://t.co/kDPtz4HGh5— Jökull Andrésson (@JokullAndresson) February 4, 2021 „Ég hef þurft að takast á við kvíða frá því að ég var mjög ungur. Besta leiðin mín til að takast á við kvíðann hefur alltaf verið að tala um hann. Að taka á þessu með opnum huga,“ segir Jökull í myndbandi sem birt er á samfélagsmiðlum Exeter. Tali við mömmu, pabba eða jafnvel hundinn sinn „Ég hef þurft að fara í gegnum alls konar meðferðir og hef talað við fjölda fólks, til að hjálpa mér, en það hjálpaði mér svo rosalega að tala um mín vandamál og hvernig mér liði. Þegar maður byrjar að tala um hlutina þá sér maður kannski að vandamálið er ekki eins stórt og maður hélt. Þegar maður glímir við kvíða og álag þá virðist allt miklu verra en það er,“ segir Jökull. „Það hafa allir sínar aðferðir til að takast á við hlutina. Mér finnst gott að tala um þá. Ég mæli með því við fólk sem glímir við kvíða eða þunglyndi, að reyna eins og það getur að tala um hlutina. Það má tala við hvern sem er. Það gæti verið mamma þín eða pabbi eða hundurinn þinn. Það skiptir ekki máli. Þegar þér tekst að tala um hlutina og hleypa tilfinningunum út, þá hjálpar það þér rosalega. Þetta tekur tíma en þetta snýst um að taka lítil skref,“ segir Jökull. Þeim sem telja að þeir þjáist af þunglyndi eða kvíða er bent á að tala við heimilislækni sinn eða panta tíma hjá sálfræðingi. Á vef Áttavitans má finna fleiri hagnýtar upplýsingar. Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira
Jökull, sem er 19 ára Mosfellingur, ver þessa dagana mark Execter City í ensku D-deildinni sem lánsmaður frá Reading. Jökull tók þátt í „Tími til að tala“-deginum í Bretlandi í gær, þar sem fólk var hvatt til að taka sér tíma og ræða um andlega heilsu. Hann sagðist sjálfur hafa glímt við kvíða alla sína ævi. Nauðsynlegt væri að reyna að tala um sín vandamál og að ef einhver þyrfti á spjalli að halda væri viðkomandi velkomið að hafa samband. This is something that I take very seriously, there is too many people out there that think talking about there problems is something bad, it can help you out so massively and I recommend to anyone to give it a go.. If anyone ever needs a chat, u can always contact me https://t.co/kDPtz4HGh5— Jökull Andrésson (@JokullAndresson) February 4, 2021 „Ég hef þurft að takast á við kvíða frá því að ég var mjög ungur. Besta leiðin mín til að takast á við kvíðann hefur alltaf verið að tala um hann. Að taka á þessu með opnum huga,“ segir Jökull í myndbandi sem birt er á samfélagsmiðlum Exeter. Tali við mömmu, pabba eða jafnvel hundinn sinn „Ég hef þurft að fara í gegnum alls konar meðferðir og hef talað við fjölda fólks, til að hjálpa mér, en það hjálpaði mér svo rosalega að tala um mín vandamál og hvernig mér liði. Þegar maður byrjar að tala um hlutina þá sér maður kannski að vandamálið er ekki eins stórt og maður hélt. Þegar maður glímir við kvíða og álag þá virðist allt miklu verra en það er,“ segir Jökull. „Það hafa allir sínar aðferðir til að takast á við hlutina. Mér finnst gott að tala um þá. Ég mæli með því við fólk sem glímir við kvíða eða þunglyndi, að reyna eins og það getur að tala um hlutina. Það má tala við hvern sem er. Það gæti verið mamma þín eða pabbi eða hundurinn þinn. Það skiptir ekki máli. Þegar þér tekst að tala um hlutina og hleypa tilfinningunum út, þá hjálpar það þér rosalega. Þetta tekur tíma en þetta snýst um að taka lítil skref,“ segir Jökull. Þeim sem telja að þeir þjáist af þunglyndi eða kvíða er bent á að tala við heimilislækni sinn eða panta tíma hjá sálfræðingi. Á vef Áttavitans má finna fleiri hagnýtar upplýsingar.
Enski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Sjá meira