Nýr loðnukvóti ávísun á yfir tíu milljarða króna gjaldeyristekjur Kristján Már Unnarsson skrifar 4. febrúar 2021 22:56 Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sigurjón Ólason Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnukvótinn tvöfaldist frá því sem áður var búið að gefa út, samkvæmt nýrri ráðgjöf sem birt var í kvöld. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf., segir varlega áætlað verðmæti þess sem fellur í hlut íslenskra skipa vel yfir tíu milljarðar króna í útflutningsverðmæti. Hafrannsóknastofnun leggur til að í stað 61 þúsund tonna verði leyfður loðnuafli á vertíðinni 127.300 tonn. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var áætlað að í hlut Íslendinga kæmu um það bil 70 þúsund tonn. Áætla má að norsk, grænlensk og færeysk skip fái tæp 60 þúsund tonn. „Við fögnum þessari aukningu og líka því sérstaklega að nú sé loksins búið að leyfa loðnuveiðar eftir tvö loðnuleysisár, þó að á sama tíma séum við með tárin í augunum yfir því hversu stór hluti loðnukvótans fer til annarra þjóða,“ segir Ægir Páll. -En hversu verðmæt eru þessi 70 þúsund tonn sem fara í íslensk skip? „Ég held að svona varlega áætlað gæti það verið vel yfir tíu milljarðar í útflutningsverðmæti.“ Uppsjávarveiðiskip Brims, Víkingur og Venus, hafa legið í Sundahöfn í Reykjavík meðan beðið hefur verið niðurstöðu fiskifræðinga.Arnar Halldórsson Uppsjávarveiðiskip Brims, Víkingur og Venus, hafa legið bundin við bryggju í Sundahöfn í Reykjavík undanfarnar tvær vikur. En þýðir þetta að þau fari strax til loðnuveiða á morgun? „Nei. Við munum meta það. Við munum leitast við að veiða kvótann okkar á þeim tíma sem loðnan er verðmætust og við munum meta það eftir markaðsaðstæðum og hrognafyllingu loðnunnar.“ -Er það þá kannski um miðjan febrúar? „Já, ég myndi áætla það. Innan tíu daga,“ svarar Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Akranes Vestmannaeyjar Hornafjörður Fjarðabyggð Múlaþing Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Hafrannsóknastofnun leggur til tvöföldun loðnukvótans Hafrannsóknastofnun birti nú í kvöld nýja ráðgjöf á loðnuveiðar á grundvelli þeirra upplýsinga sem fengust úr loðnuleitinni í síðustu viku. Samkvæmt henni ráðleggur stofnunin að loðnukvótinn rétt rúmlega tvöfaldist, hækki úr 61 þúsund tonnum, sem áður var búið að gefa út, upp í 127.300 tonn. 4. febrúar 2021 18:10 Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. 1. febrúar 2021 18:32 Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35 Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Hafrannsóknastofnun leggur til að í stað 61 þúsund tonna verði leyfður loðnuafli á vertíðinni 127.300 tonn. Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld var áætlað að í hlut Íslendinga kæmu um það bil 70 þúsund tonn. Áætla má að norsk, grænlensk og færeysk skip fái tæp 60 þúsund tonn. „Við fögnum þessari aukningu og líka því sérstaklega að nú sé loksins búið að leyfa loðnuveiðar eftir tvö loðnuleysisár, þó að á sama tíma séum við með tárin í augunum yfir því hversu stór hluti loðnukvótans fer til annarra þjóða,“ segir Ægir Páll. -En hversu verðmæt eru þessi 70 þúsund tonn sem fara í íslensk skip? „Ég held að svona varlega áætlað gæti það verið vel yfir tíu milljarðar í útflutningsverðmæti.“ Uppsjávarveiðiskip Brims, Víkingur og Venus, hafa legið í Sundahöfn í Reykjavík meðan beðið hefur verið niðurstöðu fiskifræðinga.Arnar Halldórsson Uppsjávarveiðiskip Brims, Víkingur og Venus, hafa legið bundin við bryggju í Sundahöfn í Reykjavík undanfarnar tvær vikur. En þýðir þetta að þau fari strax til loðnuveiða á morgun? „Nei. Við munum meta það. Við munum leitast við að veiða kvótann okkar á þeim tíma sem loðnan er verðmætust og við munum meta það eftir markaðsaðstæðum og hrognafyllingu loðnunnar.“ -Er það þá kannski um miðjan febrúar? „Já, ég myndi áætla það. Innan tíu daga,“ svarar Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Akranes Vestmannaeyjar Hornafjörður Fjarðabyggð Múlaþing Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Hafrannsóknastofnun leggur til tvöföldun loðnukvótans Hafrannsóknastofnun birti nú í kvöld nýja ráðgjöf á loðnuveiðar á grundvelli þeirra upplýsinga sem fengust úr loðnuleitinni í síðustu viku. Samkvæmt henni ráðleggur stofnunin að loðnukvótinn rétt rúmlega tvöfaldist, hækki úr 61 þúsund tonnum, sem áður var búið að gefa út, upp í 127.300 tonn. 4. febrúar 2021 18:10 Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. 1. febrúar 2021 18:32 Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35 Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Hafrannsóknastofnun leggur til tvöföldun loðnukvótans Hafrannsóknastofnun birti nú í kvöld nýja ráðgjöf á loðnuveiðar á grundvelli þeirra upplýsinga sem fengust úr loðnuleitinni í síðustu viku. Samkvæmt henni ráðleggur stofnunin að loðnukvótinn rétt rúmlega tvöfaldist, hækki úr 61 þúsund tonnum, sem áður var búið að gefa út, upp í 127.300 tonn. 4. febrúar 2021 18:10
Fyrstu loðnunni landað á Íslandi eftir þriggja ára hlé Grænlenska skipið Polar Amaroq landaði tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði um helgina. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár. Loðnan veiddist úr kvóta Grænlendinga á Íslandsmiðum. 1. febrúar 2021 18:32
Fundu loðnu mjög víða við landgrunnsbrúnina Umfangsmestu loðnuleit til þessa á Íslandsmiðum lýkur í kvöld þegar rannsóknarskipið Árni Friðriksson klárar síðasta leitarlegg sinn á Víkurál, syðst á Vestfjarðamiðum, djúpt vestur af Kollsvík. Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum stefna síðan öll til lands og tvö þegar lögst að bryggju. 30. janúar 2021 21:35
Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. 28. janúar 2021 21:45
Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02