Sportið í dag: Liverpool nær ekki að skapa neitt á móti svona liðum Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 08:01 Mohamed Salah og félagar hafa ekki verið á skotskónum á heimavelli undanfarið. Getty/John Powell „Þetta er eitthvað sem að [Jürgen] Klopp þarf að leysa og hann þarf að leysa það hratt,“ sagði Rikki G í Sportinu í dag þegar talið barst að Liverpool og tapinu gegn Brighton í vikunni. Liverpool hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð, gegn Burnley og Brighton, og ekki skorað á heimavelli í síðustu þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Næstu gestir eru úr toppliði Manchester City. „Það myndi koma mér núll á óvart ef að Liverpool myndi mæta og vinna Manchester City á sunnudaginn. Einfaldlega vegna þess að City mun koma framarlega á þá. Liverpool er í meiri vandræðum á móti liðum sem eru lakari, því þau eru bara farin að setjast til baka. Liverpool er í reitabolta í 90 mínútur fyrir utan teiginn, án þess nánast að skapa sér svo mikið sem færi,“ sagði Rikki. „Eru menn bara sprungnir?“ „Þó að Sadio Mané hafi ekki verið inni á vellinum þá voru fremstu þrír Salah, Firmino og Shaqiri. Þessir þrír eiga alveg að geta skapað eitthvað. Fyrir aftan þá eru James Milner, Thiago Alcantara og Wijnaldum. Þó að það vanti menn í Liverpool-liðið þá breytir það því ekki að það er eitthvað í gangi á móti svona liðum, sem leggjast algjörlega í vörn. Liverpool nær ekki að skapa á móti þeim,“ bætti Riki við. „Svo virðist bara vanta þessa orku og þennan kraft sem hefur einkennt leik liðsins á þessu langa „rönni“. Eru menn bara sprungnir?“ spurði Henry Birgir. „Þeir vinna Tottenham úti og West Ham úti en tapa svo fyrir Brighton heima. Þannig eru sigurleikirnir nánast fyrir bí,“ sagði Rikki. Hann sagði að vissulega væru meiðsli varnarmanna Liverpool erfið: „Liverpool er klárlega langóheppnasta liðið af öllum 20 liðum deildarinnar hvað varðar meiðsli og fjarveru leikmanna. Það er enginn að tala um neitt annað. Þeir eru ekki með hafsentalínu.“ Það afsaki þó ekki hve illa gangi að skora: „Þetta er eitthvað sem að Klopp þarf að leysa og hann þarf að gera það hratt. Hann gæti alveg unnið City í næsta leik en hvað ætlar hann svo að gera gegn Fulham og West Bromwich Albion til dæmis?“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræða um Liverpool hefst eftir 20 mínútur og 25 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira
Liverpool hefur nú tapað tveimur heimaleikjum í röð, gegn Burnley og Brighton, og ekki skorað á heimavelli í síðustu þremur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Næstu gestir eru úr toppliði Manchester City. „Það myndi koma mér núll á óvart ef að Liverpool myndi mæta og vinna Manchester City á sunnudaginn. Einfaldlega vegna þess að City mun koma framarlega á þá. Liverpool er í meiri vandræðum á móti liðum sem eru lakari, því þau eru bara farin að setjast til baka. Liverpool er í reitabolta í 90 mínútur fyrir utan teiginn, án þess nánast að skapa sér svo mikið sem færi,“ sagði Rikki. „Eru menn bara sprungnir?“ „Þó að Sadio Mané hafi ekki verið inni á vellinum þá voru fremstu þrír Salah, Firmino og Shaqiri. Þessir þrír eiga alveg að geta skapað eitthvað. Fyrir aftan þá eru James Milner, Thiago Alcantara og Wijnaldum. Þó að það vanti menn í Liverpool-liðið þá breytir það því ekki að það er eitthvað í gangi á móti svona liðum, sem leggjast algjörlega í vörn. Liverpool nær ekki að skapa á móti þeim,“ bætti Riki við. „Svo virðist bara vanta þessa orku og þennan kraft sem hefur einkennt leik liðsins á þessu langa „rönni“. Eru menn bara sprungnir?“ spurði Henry Birgir. „Þeir vinna Tottenham úti og West Ham úti en tapa svo fyrir Brighton heima. Þannig eru sigurleikirnir nánast fyrir bí,“ sagði Rikki. Hann sagði að vissulega væru meiðsli varnarmanna Liverpool erfið: „Liverpool er klárlega langóheppnasta liðið af öllum 20 liðum deildarinnar hvað varðar meiðsli og fjarveru leikmanna. Það er enginn að tala um neitt annað. Þeir eru ekki með hafsentalínu.“ Það afsaki þó ekki hve illa gangi að skora: „Þetta er eitthvað sem að Klopp þarf að leysa og hann þarf að gera það hratt. Hann gæti alveg unnið City í næsta leik en hvað ætlar hann svo að gera gegn Fulham og West Bromwich Albion til dæmis?“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræða um Liverpool hefst eftir 20 mínútur og 25 sekúndur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Jason Daði lagði upp gegn toppliðinu en Benoný haldið á bekknum Liverpool þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn botnliðinu Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu Finnur sig vel í hörkunni á Englandi: „Orðinn fullorðinn maður núna“ West Ham með dýrara lið en Barcelona og AC Milan Höjlund fékk óvænt hrós þrátt fyrir nítjánda markalausa leikinn í röð Sex leikja bann fyrir brotið á Mateta Segir að Amorim sé að „drukkna“ hjá United Ekki bara Liverpool þríeykið sem er að renna út á samning Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira