Adeleke Akinyemi baðst afsökunar á gjörðum sínum sem hann sagði að hafi komið til vegna misskilnings.
Akinyemi greindist með kórónuveiruna í janúar og átti að vera heima í einangrun. Hann mætti hins vegar í lyftingasal félagsins til að æfa með virkt smit.
Start-spiller beklager brudd på karanteneregler: Jeg misforsto https://t.co/pz3ZEVVKkq
— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) February 3, 2021
„Ég biðst afsökunar á því að hafa brotið sóttvarnarreglur með því að æfa á tíma þegar ég átti að vera í einangrun. Ég misskildi reglurnar og verð að taka ábyrgð á því sjálfur. Ég var þarna í góðri trú en því miður hugsaði ég ekki út í mögulegar afleiðingar fyrir mig og aðra. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Adeleke Akinyemi í yfirlýsingu á heimasíðu Start.
Adeleke Akinyemi er 22 ára gamall framherji en hann kom til félagsins frá lettneska félaginu Ventspils ári 2018 þar sem hann hafði skorað 13 mörk í 17 deildarleikjum það tímabil. Akinyemi spilaði bara þrjá deildarleiki með Start á síðustu leiktíð og var lánaður til HamKam í B-deildinni.
- Jeg er veldig lei meg
— IK Start (@ikstart) February 3, 2021
Uttalelse fra Adeleke Akinyemi etter brudd på karantenereglene. https://t.co/yr1s5w5jlo
Jóhannes Harðarson þjálfar Start liðið og hefði auðveldlega getað misst þarna marga leikmenn út á einu bretti. Það gerðist þó ekki sem betur fer því enginn af þeim sem notuðu lyftingasalinn á þessum tíma fengu kórónuveiruna.
Einn af þeim er íslenski leikmaður Guðmundur Andri Tryggvason sem spilar með Start liðinu.
„Þetta var óheppilegt mál og eitthvað sem við verðum að taka mjög alvarlega. Við höfum passað okkur að fylgja öllum reglum og leiðbeiningum í gegnum allan kórónuveirutímann en þetta er áminning til okkar um þá ábyrgð sem við höfum á þessum tíma,“ sagði Christopher MacConnacher, framkvæmdastjóri félagsins.