Klopp ræddi mögulegt kraftaverk, áföll og aðdáun sína á óvæntum tækifærum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2021 09:30 Jürgen Klopp hefur getað brosað aðeins meira í síðustu tveimur leikjum eftir slæmt gengi þar á undan. Leikmenn hans halda þó áfram að meiðast. Getty/Andrew Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var spurður út í stöðuna á hollenska miðverðinum Virgil van Dijk á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Endurhæfing Virgil van Dijk hefur gengið vel og það var orðrómur í gangi um að hann myndi ná að spila með Liverpool undir lok tímabilsins en hann sleit krossband í leik á móti Everton í október. Síðan þá hefur Klopp þurft að horfa á eftir hverjum lykilmanninum á fætur öðrum enda á meiðslalistanum. Nú síðast varð það ljóst að Joel Matip spilar ekki meira á leiktíðinni en auk Van Dijk þá hefur Joe Gomez líka verið lengi frá. Jürgen Klopp has confirmed that Virgil van Dijk will not play for Liverpool again this season barring a miracle and will incorporate new signings Ozan Kabak and Ben Davies into his plans as quickly as possible | @_pauljoyce Full story here: https://t.co/BlkR3sO4as pic.twitter.com/erJzJRffkG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 2, 2021 Fabinho er líka meiddur og því algjört miðvarðarhallæri. Liverpool keypti hins vegar Ben Davies frá Preston á lokadegi gluggans og fékk Tyrkjan Ozan Kabak á láni frá Schalke. Klopp sagðist hafa þurft þessa nýju menn því liðið væri nú aðeins einum meiðslum frá því að hafa engan til að spila í miðverðinum. Þýski knattspyrnustjórinn var síðan spurður út í stöðuna á Virgil van Dijk og hvort að hollenski miðvörðurinn verði á listanum yfir þá leikmenn sem Liverpool hafi heimild fyrir að nota á lokakaflanum. „Ef það er pláss fyrir hann, þá verður Virgil á þeim lista. Enginn læknir hefur sagt mér að það sé möguleiki á því að hann spili aftur á þessu tímabili. Ég vil ekki segja að það sé ómögulegt en það er ekki líklegt,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp on @VirgilvDijk:"If he is on the Champions League list it is only because we believe in miracles from time to time, that is it. I don't want to say it's impossible but it's not likely." pic.twitter.com/PmIgltxal8— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 2, 2021 „Ef að það er ekkert pláss á listanum þá þurftum við að taka ákvörðun. Ef hann verður með á leikmannalistanum þá er það bara af því að við erum að vonast eftir kraftaverki. Ekkert meira en það,“ sagði Klopp. Joel Matip meiddist á móti Tottenham og nú er ljóst að hann missir af restinni af tímabilinu. „Ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því. Það er ótrúlegt hvað þessir strákar hafa lent í. Þetta er mikið, mikið áfall fyrir okkur alla. Við erum ekki aðeins að missa leikmann af vellinum í þessa mánuði heldur erum við einnig að missa mann úr klefanum,“ sagði Klopp. „Þetta var mjög mikil óheppni. Tæklingin hans á Son Heung-Min var góð tækling og hann spilaði áfram. Svo þegar við ætluðum að teipa hann upp aftur þá bólgnaði ökklinn upp. Það er ekkert gott hægt að segja um það,“ sagði Klopp. 'Yesterday Preston, today Liverpool. You don't need to watch a Hollywood movie to see these type of stories. They happen in football as well'This is great from Jurgen Klopp on Ben Davies, and Ozan Kabak.... pic.twitter.com/5VBhwgGneM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) February 2, 2021 Það má búast við því að Davies og Kabak fái fyrsta tækifærið fljótlega en Klopp sagði þó að það væri ólíklegt að báðir myndu byrja á móti Brighton á Anfield í kvöld. „Ég er mikill aðdáandi óvæntra tækifæra og þetta er tækifæri fyrir þá báða sem og félagið. Við verðum að vera klókir og hugsa hratt því við spilum öðruvísi en Preston og Schalke. Þeir þurfa tíma sem við höfum ekki mikið af. Það væri ekki gott ef þeir þyrftu að byrja á morgun en ég held að við gefum þeim nokkra daga til viðbótar,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Endurhæfing Virgil van Dijk hefur gengið vel og það var orðrómur í gangi um að hann myndi ná að spila með Liverpool undir lok tímabilsins en hann sleit krossband í leik á móti Everton í október. Síðan þá hefur Klopp þurft að horfa á eftir hverjum lykilmanninum á fætur öðrum enda á meiðslalistanum. Nú síðast varð það ljóst að Joel Matip spilar ekki meira á leiktíðinni en auk Van Dijk þá hefur Joe Gomez líka verið lengi frá. Jürgen Klopp has confirmed that Virgil van Dijk will not play for Liverpool again this season barring a miracle and will incorporate new signings Ozan Kabak and Ben Davies into his plans as quickly as possible | @_pauljoyce Full story here: https://t.co/BlkR3sO4as pic.twitter.com/erJzJRffkG— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 2, 2021 Fabinho er líka meiddur og því algjört miðvarðarhallæri. Liverpool keypti hins vegar Ben Davies frá Preston á lokadegi gluggans og fékk Tyrkjan Ozan Kabak á láni frá Schalke. Klopp sagðist hafa þurft þessa nýju menn því liðið væri nú aðeins einum meiðslum frá því að hafa engan til að spila í miðverðinum. Þýski knattspyrnustjórinn var síðan spurður út í stöðuna á Virgil van Dijk og hvort að hollenski miðvörðurinn verði á listanum yfir þá leikmenn sem Liverpool hafi heimild fyrir að nota á lokakaflanum. „Ef það er pláss fyrir hann, þá verður Virgil á þeim lista. Enginn læknir hefur sagt mér að það sé möguleiki á því að hann spili aftur á þessu tímabili. Ég vil ekki segja að það sé ómögulegt en það er ekki líklegt,“ sagði Jürgen Klopp. Jurgen Klopp on @VirgilvDijk:"If he is on the Champions League list it is only because we believe in miracles from time to time, that is it. I don't want to say it's impossible but it's not likely." pic.twitter.com/PmIgltxal8— Anfield Watch (@AnfieldWatch) February 2, 2021 „Ef að það er ekkert pláss á listanum þá þurftum við að taka ákvörðun. Ef hann verður með á leikmannalistanum þá er það bara af því að við erum að vonast eftir kraftaverki. Ekkert meira en það,“ sagði Klopp. Joel Matip meiddist á móti Tottenham og nú er ljóst að hann missir af restinni af tímabilinu. „Ég á erfitt með að finna orðin til að lýsa því. Það er ótrúlegt hvað þessir strákar hafa lent í. Þetta er mikið, mikið áfall fyrir okkur alla. Við erum ekki aðeins að missa leikmann af vellinum í þessa mánuði heldur erum við einnig að missa mann úr klefanum,“ sagði Klopp. „Þetta var mjög mikil óheppni. Tæklingin hans á Son Heung-Min var góð tækling og hann spilaði áfram. Svo þegar við ætluðum að teipa hann upp aftur þá bólgnaði ökklinn upp. Það er ekkert gott hægt að segja um það,“ sagði Klopp. 'Yesterday Preston, today Liverpool. You don't need to watch a Hollywood movie to see these type of stories. They happen in football as well'This is great from Jurgen Klopp on Ben Davies, and Ozan Kabak.... pic.twitter.com/5VBhwgGneM— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) February 2, 2021 Það má búast við því að Davies og Kabak fái fyrsta tækifærið fljótlega en Klopp sagði þó að það væri ólíklegt að báðir myndu byrja á móti Brighton á Anfield í kvöld. „Ég er mikill aðdáandi óvæntra tækifæra og þetta er tækifæri fyrir þá báða sem og félagið. Við verðum að vera klókir og hugsa hratt því við spilum öðruvísi en Preston og Schalke. Þeir þurfa tíma sem við höfum ekki mikið af. Það væri ekki gott ef þeir þyrftu að byrja á morgun en ég held að við gefum þeim nokkra daga til viðbótar,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira