Liverpool hefur skorað tvö keimlík mörk á móti West Ham á síðustu árum og Twitter síða Liverpool sýndi fram það með skemmtilegum hætti hversu líka mörkin eru í raun.
Liverpool skipti úr vörn í sókn á ógnarhraða þegar Mohamed Salah kom liðinu í 2-0 á móti West Ham um helgina.
West Ham átti hornspyrnu en aðeins nokkrum sekúndum síðar lá boltinn í marki Lundúnaliðsins. Mohamed Salah skoraði markið eftir stoðsendingu frá Xherdan Shaqiri.
Í sömu viðureign liðanna fyrir rúmum þremur árum þá skoraði Mohamed Salah einmitt mjög líkt mark þá reyndar eftir stoðsendingu frá Sadio Mané. West Ham átti þá líka hornspyrnu en aðeins nokkrum sekúndum síðar þá lá boltinn í marki liðsins hinum megin á vellinum.
Twitter síða Liverpool áttaði sig á þessu og þetta sést ótrúlega vel þegar mörkin tvö eru borin saman eins og sjá má hér fyrir neðan.
From defence to attack in the blink of an eye at the @LondonStadium #CatchMoIfYouCan pic.twitter.com/Z0sVmb5eyL
— Liverpool FC (@LFC) February 1, 2021
Í báðum mörkunum á West Ham liðið horn og í báðum mörkum er Mohamed Salah búinn að skora í mark West Ham á innan við fimmtán sekúndum.