Hann mun skrifa undir stuttan samning við Everton en hann kemur frá Bournemouth. Núverandi samningur hans átti að renna út í sumar hjá B-deildarliðinu.
Everton mun borga litlar fimm milljónir punda fyrir Norðmanninn sem hefur viljað burt frá Bournemouth.
#EFC have signed Josh King from #AFCB on a short term deal till the end of the season.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 1, 2021
Paperwork has gone into the FA and the remaining formalities will be completed. #DeadlineDay
Norðmaðurinn var mikið í umræðunni síðasta sumar, eftir að Bournemouth féll úr deild þeira bestu, en hann tók í slaginn með Bournemouth í B-deildinni.
Hann hefur spilað tólf leiki fyrir Bournemouth í ensku B-deildinni á leiktíðinni þar sem þeir berjast um að komast á ný í ensku úrvalsdeildina.
King gat valið um Fulham og Everton á lokametrunum en nú renna öll vötn til Bítlaborgarinnar.
BREAKING: 🍒 #AFCB striker Joshua King has chosen to join #Everton. Will be a short term permanent deal, with the Cherries receiving up to £5m potentially. pic.twitter.com/DPpSvcs9eJ
— Kris Temple (@kristemple) February 1, 2021