Handjárnuðu níu ára stúlku og sprautuðu á hana piparúða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2021 19:28 Lögreglan í Rochester hefur verið gagnrýnd vegna málsins. Joshua Rashaad McFadden/Getty Lögreglan í Rochesterborg í New York-ríki birti í gær upptökur úr búkmyndavél eins lögreglumanna sinna, þar sem lögreglumenn sjást handjárna níu ára stúlku og beita á hana piparúða. Atvikið átti sér stað síðastliðinni föstudag. Í myndbandi af því sést hvernig lögreglumenn halda stúlkunni niðri til að handjárna hana. Á meðan grét stúlkan og kallaði á föður sinn. Þegar hún neitaði að setjast inn í lögreglubíl sprautaði annar lögreglumannanna piparúða í andlit hennar. Myndbandið, sem rétt er að vara viðkvæma lesendur við því að horfa á, má finna á YouTube-síðu lögregluumdæmisins. Þar heyrist annar lögreglumannanna segja stúlkunni, sem streittist á móti, að hún væri að haga sér „eins og barn.“ „Ég er barn,“ svaraði stúlkan þá til. Yfirmenn lögreglu lofa öllu fögru Á blaðamannafundi vegna málsins í gær hétu yfirmenn lögreglunnar auknu gagnsæi í störfum lögreglunnar. „Ég ætla ekki að standa hér og segja ykkur að það sé í lagi að beita piparúða á níu ára barn,“ sagði Cynthia Herriott-Sullivan, lögreglustjórinn í Rochester, á fundinum. Þá sagði borgarstjórinn Lovely Warren að málið væri einfaldlega óréttlætanlegt og að „eitthvað þyrfti að breytast.“ Á fundinum hvöttu bæði borgarstjórinn og lögreglustjórinn lögreglulið borgarinnar til þess að bregðast við útköllum af meiri samkennd, og sögðu lögregluþjóna þurfa meiri þjálfun í að draga úr spennu á vettvangi. Til þess þyrfti lögregluumdæmið að leita inn á við. Handjárnuðu stúlkuna því hún vildi ekki koma með þeim Samkvæmt aðstoðarlögreglustjóranum Andre Anderson, sem á blaðamannafundi gærdagsins rakti atburðarásina sem leiddi til þess að níu ára stúlka var handtekin og beitt piparúða, hafði lögreglunni borist tilkynning um heimiliserjur. Stúlkan hafi tjáð lögreglumönnum að hún hafi viljað valda sjálfri sér og móður sinni skaða. Stúlkan hafi síðan reynt að flýja lögreglumennina, sem hafi þá handjárnað hana. Hún hafi kallað í sífellu á föður sinn meðan hún lá í jörðinni handjárnuð. Stúlkan neitaði að fara inn í lögreglubíl án þess að sjá fyrst föður sinn. Þá er hún sögð hafa sparkað í lögreglumann. Lögreglumennirnir hafi þá reynt að fá stúlkuna til að róa sig, án árangurs. Þá hafi þeir tekið ákvörðun um að sprauta piparúða framan í hana. Stúlkan var flutt á spítala í kjölfarið og hefur síðan verið sleppt. Í myndbandinu sem lögreglan gaf út var búið að afmá andlit stúlkunnar og önnur persónugreinanleg einkenni. Lögreglan áður gagnrýnd fyrir harkaleg viðbrögð Á síðasta ári var lögreglan í Rochester harðlega gagnrýnd fyrir meðferð sína á Daniel Prude, svörtum manni sem kafnaði í vörslu lögreglu eftir að hetta var sett á höfuð hans og lögregla þrýsti honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude, sem átti við geðræn vandamál að stríða, hljóp nakinn eftir götum borgarinnar. Bróðir hans ákvað því að hringja í neyðarlínuna til þess að fá aðstoð. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í september í fyrra. Atvikið átti sér stað í mars en fjölskylda Prude opinberaði myndbönd af handtöku hans í september. Í kjölfarið var sjö lögregluþjónum sagt upp störfum. Þá voru stjórnendur innan lögreglunnar sakaðir um að hylma yfir með lögreglumönnunum sem báru ábyrgð, þar sem skráning lögreglu á andláti Prude sýndi í fyrstu að dánarorsökin væri ofneysla lyfja. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðastliðinni föstudag. Í myndbandi af því sést hvernig lögreglumenn halda stúlkunni niðri til að handjárna hana. Á meðan grét stúlkan og kallaði á föður sinn. Þegar hún neitaði að setjast inn í lögreglubíl sprautaði annar lögreglumannanna piparúða í andlit hennar. Myndbandið, sem rétt er að vara viðkvæma lesendur við því að horfa á, má finna á YouTube-síðu lögregluumdæmisins. Þar heyrist annar lögreglumannanna segja stúlkunni, sem streittist á móti, að hún væri að haga sér „eins og barn.“ „Ég er barn,“ svaraði stúlkan þá til. Yfirmenn lögreglu lofa öllu fögru Á blaðamannafundi vegna málsins í gær hétu yfirmenn lögreglunnar auknu gagnsæi í störfum lögreglunnar. „Ég ætla ekki að standa hér og segja ykkur að það sé í lagi að beita piparúða á níu ára barn,“ sagði Cynthia Herriott-Sullivan, lögreglustjórinn í Rochester, á fundinum. Þá sagði borgarstjórinn Lovely Warren að málið væri einfaldlega óréttlætanlegt og að „eitthvað þyrfti að breytast.“ Á fundinum hvöttu bæði borgarstjórinn og lögreglustjórinn lögreglulið borgarinnar til þess að bregðast við útköllum af meiri samkennd, og sögðu lögregluþjóna þurfa meiri þjálfun í að draga úr spennu á vettvangi. Til þess þyrfti lögregluumdæmið að leita inn á við. Handjárnuðu stúlkuna því hún vildi ekki koma með þeim Samkvæmt aðstoðarlögreglustjóranum Andre Anderson, sem á blaðamannafundi gærdagsins rakti atburðarásina sem leiddi til þess að níu ára stúlka var handtekin og beitt piparúða, hafði lögreglunni borist tilkynning um heimiliserjur. Stúlkan hafi tjáð lögreglumönnum að hún hafi viljað valda sjálfri sér og móður sinni skaða. Stúlkan hafi síðan reynt að flýja lögreglumennina, sem hafi þá handjárnað hana. Hún hafi kallað í sífellu á föður sinn meðan hún lá í jörðinni handjárnuð. Stúlkan neitaði að fara inn í lögreglubíl án þess að sjá fyrst föður sinn. Þá er hún sögð hafa sparkað í lögreglumann. Lögreglumennirnir hafi þá reynt að fá stúlkuna til að róa sig, án árangurs. Þá hafi þeir tekið ákvörðun um að sprauta piparúða framan í hana. Stúlkan var flutt á spítala í kjölfarið og hefur síðan verið sleppt. Í myndbandinu sem lögreglan gaf út var búið að afmá andlit stúlkunnar og önnur persónugreinanleg einkenni. Lögreglan áður gagnrýnd fyrir harkaleg viðbrögð Á síðasta ári var lögreglan í Rochester harðlega gagnrýnd fyrir meðferð sína á Daniel Prude, svörtum manni sem kafnaði í vörslu lögreglu eftir að hetta var sett á höfuð hans og lögregla þrýsti honum niður í götuna í tvær mínútur. Prude, sem átti við geðræn vandamál að stríða, hljóp nakinn eftir götum borgarinnar. Bróðir hans ákvað því að hringja í neyðarlínuna til þess að fá aðstoð. „Ég hringdi eftir hjálp fyrir bróður minn. Ekki svo hann yrði tekinn af lífi,“ sagði Joe, bróðir Prude, á blaðamannafundi í september í fyrra. Atvikið átti sér stað í mars en fjölskylda Prude opinberaði myndbönd af handtöku hans í september. Í kjölfarið var sjö lögregluþjónum sagt upp störfum. Þá voru stjórnendur innan lögreglunnar sakaðir um að hylma yfir með lögreglumönnunum sem báru ábyrgð, þar sem skráning lögreglu á andláti Prude sýndi í fyrstu að dánarorsökin væri ofneysla lyfja.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira