Mega hvorki spila á heimavelli né nota nýja íslenska leikmanninn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 15:45 Ingibjörg Sigurðardóttir fagnar bikarmeistaratitlinum á forsíðu Verdens Gang. Verdens Gang Ingibjörg Sigurðardóttir og félagar hjá Noregsmeisturum Vålerenga eru búnar að missa heimaleik sinn í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna kórónuveirunnar. Vålerenga mætir danska félaginu Bröndby í 32 liða úrslitum keppninnar og áttu leikirnir að fara fram í desember, einn á heimavelli Vålerenga og annar á heimavelli Bröndby. Það varð að fresta leikjunum þá vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í báðum löndum. Leikirnir voru fyrst settir báðir á í febrúar en nú er orðið ljóst að það mun bara fara fram einn leikur. Vålerenga getur ekki spilað leikinn á heimavelli sínum í Osló og hefur því orðið að gefa eftir heimaleikinn sinn. Það fer því bara fram einn leikur og hann verður spilaður á heimavelli danska félagsins í Kaupmannahöfn í næstu viku. Vålerenga reyndi líka án árangurs að fá undanþágu fyrir íslensku knattspyrnukonuna Amöndu Andradóttur sem kom til félagsins frá danska félaginu Nordsjælland á dögunum en hún verður ekki lögleg fyrr en 25. febrúar. Vålerenga hefur misst leikmenn úr meistaraliði sínu en getur ekki notað nýja leikmenn. Það má því helst enginn meiðast á næstunni ef liðið ætlar að eiga í lið á móti Bröndby. Da er det altså klart:16-delsfinalene spilles over ett oppgjør i Danmark! https://t.co/wHI2RmUTwL— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) February 1, 2021 „Í hinum fullkomnna heimi hefðum við spilað leikina heima og að heiman en það var ekki mögulegt núna. Við verðum því bara að undirbúa okkur undir þennan eina leik í Danmörku. Það kom á daginn að það væri ekki raunhæft að spila fyrri leikinn í Noregi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar,“ sagði Eli Landsem, íþróttastjóri Vålerenga á heimasíðu norska félagsins. Vålerenga reyndi eins og áður sagði að fá undanþágu fyrir Amöndu Andradóttur og þrjá aðra nýja leikmenn liðsins en hún fékkst ekki og því verður hópur norska liðsins þunnskipaður í þessum leik. „Sem betur fer eigum við sextán góða leikmenn sem eru tilbúnir í þennan leik og gætu komið okkur áfram í keppninni,“ sagði Landsem. Ingibjörg Sigurðardóttir fer þar fremst í flokki en hún átti frábær fyrsta tímabil með Vålerenga, vann tvöfalt og var kosin leikmaður ársins af norsku úrvalsdeildinni sjálfri. Nå er jeg veldig stolt over å bli en del av VålerengaVelkommen, Amanda https://t.co/gXCizsxVmz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 21, 2020 Norski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Vålerenga mætir danska félaginu Bröndby í 32 liða úrslitum keppninnar og áttu leikirnir að fara fram í desember, einn á heimavelli Vålerenga og annar á heimavelli Bröndby. Það varð að fresta leikjunum þá vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í báðum löndum. Leikirnir voru fyrst settir báðir á í febrúar en nú er orðið ljóst að það mun bara fara fram einn leikur. Vålerenga getur ekki spilað leikinn á heimavelli sínum í Osló og hefur því orðið að gefa eftir heimaleikinn sinn. Það fer því bara fram einn leikur og hann verður spilaður á heimavelli danska félagsins í Kaupmannahöfn í næstu viku. Vålerenga reyndi líka án árangurs að fá undanþágu fyrir íslensku knattspyrnukonuna Amöndu Andradóttur sem kom til félagsins frá danska félaginu Nordsjælland á dögunum en hún verður ekki lögleg fyrr en 25. febrúar. Vålerenga hefur misst leikmenn úr meistaraliði sínu en getur ekki notað nýja leikmenn. Það má því helst enginn meiðast á næstunni ef liðið ætlar að eiga í lið á móti Bröndby. Da er det altså klart:16-delsfinalene spilles over ett oppgjør i Danmark! https://t.co/wHI2RmUTwL— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) February 1, 2021 „Í hinum fullkomnna heimi hefðum við spilað leikina heima og að heiman en það var ekki mögulegt núna. Við verðum því bara að undirbúa okkur undir þennan eina leik í Danmörku. Það kom á daginn að það væri ekki raunhæft að spila fyrri leikinn í Noregi vegna útbreiðslu kórónuveirunnar,“ sagði Eli Landsem, íþróttastjóri Vålerenga á heimasíðu norska félagsins. Vålerenga reyndi eins og áður sagði að fá undanþágu fyrir Amöndu Andradóttur og þrjá aðra nýja leikmenn liðsins en hún fékkst ekki og því verður hópur norska liðsins þunnskipaður í þessum leik. „Sem betur fer eigum við sextán góða leikmenn sem eru tilbúnir í þennan leik og gætu komið okkur áfram í keppninni,“ sagði Landsem. Ingibjörg Sigurðardóttir fer þar fremst í flokki en hún átti frábær fyrsta tímabil með Vålerenga, vann tvöfalt og var kosin leikmaður ársins af norsku úrvalsdeildinni sjálfri. Nå er jeg veldig stolt over å bli en del av VålerengaVelkommen, Amanda https://t.co/gXCizsxVmz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) December 21, 2020
Norski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sport Fleiri fréttir „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira