Lára kveður skjáinn Jakob Bjarnar skrifar 1. febrúar 2021 15:48 Lára segir Ferðastiklurnar standa uppúr annars afskaplega lifandi tíma á fjölmiðlum. Lífið er núna, segir Lára sem útilokar ekki að hún komi einhvern tíma aftur nálægt fjölmiðlum en það verður ekki næstu árin. Svo mikið er víst. Lára Ómarsdóttir fréttamaður hefur sent félögum sínum á RÚV ohf kveðjupóst og tilkynnt að hún sé á förum. Lára hefur sagt upp á RÚV. Hún er að taka síðustu vaktina á fréttastofunni núna í dag. Henni bauðst óvænt starf sem er of spennandi að hafna. Eitthvað nýtt dæmi, krefjandi og lærdómsríkt. Svo segir í kveðjubréfi hennar og Lára segir að svona sé þetta, nákvæmlega, í samtali við Vísi. Hún segist ekki geta greint frá því að svo stöddu hvað hún er að fara að taka sér fyrir hendur. Hún þurfi að ganga frá einhverjum málum áður en hún getur gert það heyrinkunnugt. Lára hefur nú verið í tólf ár hjá RÚV, bæði á almennum fréttavöktum og í fréttaskýringaþættinum Kveik. „Það er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Lára þar sem hún er á leið uppá Hellisheiði. Sem verður síðasti vettvangur fréttamennsku hennar, í bili í það minnsta kosti. Lára, sem er afar vinsæll sjónvarpsmaður, á að baki langan feril í fjölmiðlum. Sem hófst á hinni sögufrægu NFS-sjónvarpsstöð árið 2005. „Svo þegar NFS var lagt niður var ég áfram á Stöð 2, kom svo aðeins við á Mogganum og 24 stundum. Svo lenti ég inn á RÚV í mars 2009. Og er eiginlega búin að gera allt sem mig hefur langað til þar.“ Gos og læti Spurð um hvað standi uppúr segir Lára það hljóti að vera þættirnir Ferðastiklur. „Að fá að fara um allt land, hitta fólk og vera í íslenskri náttúru. Það held ég að hljóti að standa upp úr. Þó margt annað hafi verið skemmtilegt. Það var svona mitt.“ Lára í Holuhrauni. Hún segir það hafa verið mikið ævintýri, að fjalla um það mikla gos.skáskot Lára segir að allt hafi verið jákvætt við þá dagskrárgerð, henni hafi alls staðar verið ótrúlega vel tekið. Hún nefnir einnig Holuhraunsgosið. Og öll þau skipti sem hún fór þangað. Það var mikið ævintýri. Lára fjallaði um gosið nánast áður en það hófst og þar til yfir lauk sem var um mánaðarmótin febrúar/mars 2015 en gosið hófst seint í ágúst 2014. „Eitt stærsta hraungos síðan land byggðist. Ég fór þangað margoft. Svo endað ég á því að gera með Ragnari Santos heimildarmynd um gosið, einstaklega gaman að vinna þetta allt saman. Svæðið norðan Vatnajökuls er flottasta og fallegasta svæði landsins og mér finnst alltaf gaman að koma þangað. Mikið ævintýri líka.“ Ofboðslega lifandi starf Lára segist vilja nefna það til viðbótar; allt þetta fólk sem hún hefur kynnst, unnið með og kynnst í gegnum þetta starf - ómetanlegt. „Þetta er mjög lifandi starf, ofsalega skemmtilegt fólk og mikið fjör í kringum þetta einhvern veginn, læti og hasar.“ Og þú munt þá væntanlega sakna þess? „Já, þetta verður allaveganna mikil breyting. En, mér finnst þetta samt frábært tækifæri til að prófa eitthvað annað og læra eitthvað nýtt. Ég þarf alltaf að vera að ögra mér. Það þýðir ekkert að vera hrædd við að taka skrefið, stundum bara að kýla á það. Lífið er núna,“ sagði Lára á leið uppá Hellisheiði. Vistaskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Lára hefur sagt upp á RÚV. Hún er að taka síðustu vaktina á fréttastofunni núna í dag. Henni bauðst óvænt starf sem er of spennandi að hafna. Eitthvað nýtt dæmi, krefjandi og lærdómsríkt. Svo segir í kveðjubréfi hennar og Lára segir að svona sé þetta, nákvæmlega, í samtali við Vísi. Hún segist ekki geta greint frá því að svo stöddu hvað hún er að fara að taka sér fyrir hendur. Hún þurfi að ganga frá einhverjum málum áður en hún getur gert það heyrinkunnugt. Lára hefur nú verið í tólf ár hjá RÚV, bæði á almennum fréttavöktum og í fréttaskýringaþættinum Kveik. „Það er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Lára þar sem hún er á leið uppá Hellisheiði. Sem verður síðasti vettvangur fréttamennsku hennar, í bili í það minnsta kosti. Lára, sem er afar vinsæll sjónvarpsmaður, á að baki langan feril í fjölmiðlum. Sem hófst á hinni sögufrægu NFS-sjónvarpsstöð árið 2005. „Svo þegar NFS var lagt niður var ég áfram á Stöð 2, kom svo aðeins við á Mogganum og 24 stundum. Svo lenti ég inn á RÚV í mars 2009. Og er eiginlega búin að gera allt sem mig hefur langað til þar.“ Gos og læti Spurð um hvað standi uppúr segir Lára það hljóti að vera þættirnir Ferðastiklur. „Að fá að fara um allt land, hitta fólk og vera í íslenskri náttúru. Það held ég að hljóti að standa upp úr. Þó margt annað hafi verið skemmtilegt. Það var svona mitt.“ Lára í Holuhrauni. Hún segir það hafa verið mikið ævintýri, að fjalla um það mikla gos.skáskot Lára segir að allt hafi verið jákvætt við þá dagskrárgerð, henni hafi alls staðar verið ótrúlega vel tekið. Hún nefnir einnig Holuhraunsgosið. Og öll þau skipti sem hún fór þangað. Það var mikið ævintýri. Lára fjallaði um gosið nánast áður en það hófst og þar til yfir lauk sem var um mánaðarmótin febrúar/mars 2015 en gosið hófst seint í ágúst 2014. „Eitt stærsta hraungos síðan land byggðist. Ég fór þangað margoft. Svo endað ég á því að gera með Ragnari Santos heimildarmynd um gosið, einstaklega gaman að vinna þetta allt saman. Svæðið norðan Vatnajökuls er flottasta og fallegasta svæði landsins og mér finnst alltaf gaman að koma þangað. Mikið ævintýri líka.“ Ofboðslega lifandi starf Lára segist vilja nefna það til viðbótar; allt þetta fólk sem hún hefur kynnst, unnið með og kynnst í gegnum þetta starf - ómetanlegt. „Þetta er mjög lifandi starf, ofsalega skemmtilegt fólk og mikið fjör í kringum þetta einhvern veginn, læti og hasar.“ Og þú munt þá væntanlega sakna þess? „Já, þetta verður allaveganna mikil breyting. En, mér finnst þetta samt frábært tækifæri til að prófa eitthvað annað og læra eitthvað nýtt. Ég þarf alltaf að vera að ögra mér. Það þýðir ekkert að vera hrædd við að taka skrefið, stundum bara að kýla á það. Lífið er núna,“ sagði Lára á leið uppá Hellisheiði.
Vistaskipti Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent