„Getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 08:43 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar að létta fyrr á samkomutakmörkunum en núgildandi reglugerð segir til um. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir til skoðunar hvort hægt sé að slaka fyrr á samkomutakmörkunum en gildistími núverandi reglugerðar segir til um sem er 17. febrúar. Hann gefur hvorki upp um í hverju slíkar tilslakanir gætu verið fólgnar né hvenær hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að tilslökunum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði stöðuna í kórónuveirufaraldrinum nokkuð góða hér á landi. Síðastliðna viku hafa aðeins tíu manns greinst með veiruna innanlands og voru þeir allir í sóttkví. Síðast greindist einstaklingur smitaður utan sóttkvíar þann 20. janúar. Í ljósi þessa er til skoðunar að létta á samkomutakmörkunum. „Við vitum hins vegar nákvæmlega ekki hvort veiran er einhvers staðar ennþá að leynast þarna úti í samfélaginu. Við sáum það í haust að það þurfti ekki nema eitt atvik eða tvö til þess að hleypa þessu af stað þannig að maður er svolítið brenndur af því,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á að það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir. Spurður hvort hann sæi fyrir sér einhverjar takmarkanir út árið kvaðst hann alveg sjá fyrir sér einhverjar takmarkanir. „Því eins og oft hefur komið fram þá á meðan veiran er að ganga alls staðar annars staðar og er á blússi þá er alltaf hætta á að hún komi hingað inn þannig að við þurfum að hafa einhverjar takmarkanir. Það er bara spurningin hvaða takmarkanir þurfum við að hafa. En ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú þessar einstaklingsbundnu sýkingavarnir sem skila okkur öllu. Við getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir; fólk passi sig á tveggja metra reglunni, noti grímur og eitthvað svona. Þannig að ég sé alveg fyrir mér að það geti verið eitthvað áfram og við getum slakað á á öðrum sviðum vonandi,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Hann gefur hvorki upp um í hverju slíkar tilslakanir gætu verið fólgnar né hvenær hann mun skila minnisblaði til heilbrigðisráðherra með tillögum að tilslökunum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði stöðuna í kórónuveirufaraldrinum nokkuð góða hér á landi. Síðastliðna viku hafa aðeins tíu manns greinst með veiruna innanlands og voru þeir allir í sóttkví. Síðast greindist einstaklingur smitaður utan sóttkvíar þann 20. janúar. Í ljósi þessa er til skoðunar að létta á samkomutakmörkunum. „Við vitum hins vegar nákvæmlega ekki hvort veiran er einhvers staðar ennþá að leynast þarna úti í samfélaginu. Við sáum það í haust að það þurfti ekki nema eitt atvik eða tvö til þess að hleypa þessu af stað þannig að maður er svolítið brenndur af því,“ sagði Þórólfur og lagði áherslu á að það þyrfti að fara mjög varlega í allar tilslakanir. Spurður hvort hann sæi fyrir sér einhverjar takmarkanir út árið kvaðst hann alveg sjá fyrir sér einhverjar takmarkanir. „Því eins og oft hefur komið fram þá á meðan veiran er að ganga alls staðar annars staðar og er á blússi þá er alltaf hætta á að hún komi hingað inn þannig að við þurfum að hafa einhverjar takmarkanir. Það er bara spurningin hvaða takmarkanir þurfum við að hafa. En ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú þessar einstaklingsbundnu sýkingavarnir sem skila okkur öllu. Við getum haft mjög frjálst líf hér innanlands þótt það séu einstaklingsbundnar takmarkanir; fólk passi sig á tveggja metra reglunni, noti grímur og eitthvað svona. Þannig að ég sé alveg fyrir mér að það geti verið eitthvað áfram og við getum slakað á á öðrum sviðum vonandi,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira