Bayern sektaði leikmann fyrir að fá sér nýtt húðflúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2021 10:00 Corentin Tolisso sýndi algjört hugsunarleysi og má ekki umgangast Bayern liðið á næstunni. Getty/Mario Hommes Franskur heimsmeistari varð að fá sér nýtt húðflúr í miðjum heimsfaraldri og yfirmenn hans voru allt annað en sáttir. Franski miðjumaðurinn Corentin Tolisso var hvergi sjáanlegur í leik Bayern München um helgina og það var aðeins honum sjálfum að kenna. Forráðamenn Bayern ákváðu að sekta leikmanninn og taka hann út úr hópnum fyrir leikinn á móti Hoffenheim í þýsku deildinni. *** BILDplus Inhalt *** Corona-Verstoß! - Bayern-Star lässt sich tätowieren https://t.co/UBLnVhFRoK #fcbayern #bayernmünchen #münchen— BILD FC Bayern (@BILD_Bayern) January 29, 2021 Franski heimsmeistarinn braut sóttvarnarreglur með því að „laumast út“ og fá sér nýtt húðflúr. Corentin Tolisso sýndi myndband af sér og nýja húðflúrinu á samfélagsmiðlum en tók það seinna út. Forráðamenn Bayern urðu þess hins vegar varir og brugðust skjótt við. „Við erum ánægð með að það geti hreinlega farið fram leikir í Bundesligunni í þessu ástandi. Þetta er ástand sem kallar á það að leikmenn, þjálfarar og starfsmenn passi upp á það að fylgja öllum sóttvarnarreglum,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, í yfirlýsingu. Bayern Munich midfielder Corentin Tolisso got a tattoo this week, breaking the DFL's hygiene concept in the process.Karl-Heinz Rummenigge: "We won t tolerate violations like this. We will hand Corentin Tolisso a heavy fine, which will be donated to charity."#FCBTSG pic.twitter.com/Bbf4vIj0y8— DW Sports (@dw_sports) January 30, 2021 „Corentin Tolisso hefur nú brotið þessar reglur þrátt fyrir að stjórnendur félagsins hafi farið skýrt og greinilega yfir þessar reglur með liðnu. Þetta er pirrandi og verður ekki umborið,“ sagði Rummenigge. Corentin Tolisso er 26 ára gamall. Hann hefur komið við sögu í átján leikjum á tímabilinu þar af tólf í þýsku deildinni. Hann skoraði eitt mark í þýska ofurbikarnum í lok september og annað mark í sigri á Atlético Madrid í Meistaradeildinni. Þýski boltinn Húðflúr Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Corentin Tolisso var hvergi sjáanlegur í leik Bayern München um helgina og það var aðeins honum sjálfum að kenna. Forráðamenn Bayern ákváðu að sekta leikmanninn og taka hann út úr hópnum fyrir leikinn á móti Hoffenheim í þýsku deildinni. *** BILDplus Inhalt *** Corona-Verstoß! - Bayern-Star lässt sich tätowieren https://t.co/UBLnVhFRoK #fcbayern #bayernmünchen #münchen— BILD FC Bayern (@BILD_Bayern) January 29, 2021 Franski heimsmeistarinn braut sóttvarnarreglur með því að „laumast út“ og fá sér nýtt húðflúr. Corentin Tolisso sýndi myndband af sér og nýja húðflúrinu á samfélagsmiðlum en tók það seinna út. Forráðamenn Bayern urðu þess hins vegar varir og brugðust skjótt við. „Við erum ánægð með að það geti hreinlega farið fram leikir í Bundesligunni í þessu ástandi. Þetta er ástand sem kallar á það að leikmenn, þjálfarar og starfsmenn passi upp á það að fylgja öllum sóttvarnarreglum,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, í yfirlýsingu. Bayern Munich midfielder Corentin Tolisso got a tattoo this week, breaking the DFL's hygiene concept in the process.Karl-Heinz Rummenigge: "We won t tolerate violations like this. We will hand Corentin Tolisso a heavy fine, which will be donated to charity."#FCBTSG pic.twitter.com/Bbf4vIj0y8— DW Sports (@dw_sports) January 30, 2021 „Corentin Tolisso hefur nú brotið þessar reglur þrátt fyrir að stjórnendur félagsins hafi farið skýrt og greinilega yfir þessar reglur með liðnu. Þetta er pirrandi og verður ekki umborið,“ sagði Rummenigge. Corentin Tolisso er 26 ára gamall. Hann hefur komið við sögu í átján leikjum á tímabilinu þar af tólf í þýsku deildinni. Hann skoraði eitt mark í þýska ofurbikarnum í lok september og annað mark í sigri á Atlético Madrid í Meistaradeildinni.
Þýski boltinn Húðflúr Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Sjá meira