Sérfræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2021 10:02 Frá Jökulsá á Fjöllum. LÖGREGLAN Á NORÐURLANDI EYSTRA Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann segir vatnshæðina hafa lækkað lítillega síðan þá. Hún standi í 526 sentimetrum. Varðandi framhaldið segir Einar að vatnsstaðan verði áfram há í ánni. Vel verði fylgst með stöðunni áfram með hjálp vatnshæðar- og óróamæla. „Við erum í beinum samskiptum við vaktmann vegagerðarinnar á vettvangi og miðlum upplýsingum til hans eins hratt og við fáum þær í hendur, meðan er opið yfir daginn,“ segir Einar en umferð um brúna yfir ánna er stýrt. Þá er vegurinn aðeins opinn í björtu, frá klukkan níu á daginn til klukkan sex að kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er unnt að fara um veg 85 á norðausturströndinni meðan lokað er. Norðausturland: Vegna aukinnar hættu á krapaflóði á þjóðvegi 1 við Jökulsá á Fjöllum verður vegurinn aðeins opinn í björtu, það er á milli kl. 09:00 og 18:00. Umferðarstýring er við brúna. Eftir lokun er hægt að fara um norðausturströndina (85) meðan þjónusta er. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 31, 2021 Veðurstofan hefur sent tvo sérfræðinga akandi norður í dag og segist Einar telja að þeir muni geta metið stöðuna í ánni í birtingu á morgun, mánudag. „Það verður frost á svæðinu næstu daga og það er viðbúið að það verði óbreytt ástand í ánni þessa viku og jafnvel næstu viku, jafnvel eitthvað lengur. Við verðum bara að fylgjast vel með og sjá hver þróunin verður,“ segir Einar að lokum. Hér að neðan má sjá myndband sem Viktor Einar Vilhelmsson tók við Jökulsá í gær og sendi fréttastofu. Veður Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hann segir vatnshæðina hafa lækkað lítillega síðan þá. Hún standi í 526 sentimetrum. Varðandi framhaldið segir Einar að vatnsstaðan verði áfram há í ánni. Vel verði fylgst með stöðunni áfram með hjálp vatnshæðar- og óróamæla. „Við erum í beinum samskiptum við vaktmann vegagerðarinnar á vettvangi og miðlum upplýsingum til hans eins hratt og við fáum þær í hendur, meðan er opið yfir daginn,“ segir Einar en umferð um brúna yfir ánna er stýrt. Þá er vegurinn aðeins opinn í björtu, frá klukkan níu á daginn til klukkan sex að kvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er unnt að fara um veg 85 á norðausturströndinni meðan lokað er. Norðausturland: Vegna aukinnar hættu á krapaflóði á þjóðvegi 1 við Jökulsá á Fjöllum verður vegurinn aðeins opinn í björtu, það er á milli kl. 09:00 og 18:00. Umferðarstýring er við brúna. Eftir lokun er hægt að fara um norðausturströndina (85) meðan þjónusta er. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 31, 2021 Veðurstofan hefur sent tvo sérfræðinga akandi norður í dag og segist Einar telja að þeir muni geta metið stöðuna í ánni í birtingu á morgun, mánudag. „Það verður frost á svæðinu næstu daga og það er viðbúið að það verði óbreytt ástand í ánni þessa viku og jafnvel næstu viku, jafnvel eitthvað lengur. Við verðum bara að fylgjast vel með og sjá hver þróunin verður,“ segir Einar að lokum. Hér að neðan má sjá myndband sem Viktor Einar Vilhelmsson tók við Jökulsá í gær og sendi fréttastofu.
Veður Náttúruhamfarir Norðurþing Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent