Mótið átti upphaflega að fara fram síðasta sumar en var frestað um eitt ár vegna faraldursins. Nú gæti löndunum verið fækkað úr tólf í fjórum en England, Portúgal, Þýskaland og Rússland eru taldir líklegir staðir.
Aleksander Ceferin forseti UEFA hefur hins vegar enn áhuga á að halda EM í borgunum tólf en þetta sagði hann eftir fund í dag. Ekki er talið að nánari ákvörðun um málið verði tekin fyrr en í fyrsta lagi í apríl.
Hann sagði hins vegar að UEFA þyrfti að vera tilbúið að hliðra til ef svo bæri undir. Allar tólf þjóðirnar segjast enn tilbúnar að halda mótið en stjórnvöld í einhverjum af löndunum tólf gætu stigið niður fæti er mótið nálgast.
Undanúrslitin og úrslitaleikurinn á að fara fram á Englandi og staða Englands hvað varðar bóluefni er sagt hjálpa Englendingum að geta tekist á við undanúrslitaleikina tvo og úrslitaleikinn.
Mótið fer fram 11. júní til 11. júlí.
UEFA could stage Euros in four countries if Covid rules scupper plan to host in 12 | @MattHughesDM https://t.co/7QN8qouKiy
— MailOnline Sport (@MailSport) January 29, 2021