Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 22:00 Bráðabirgðaniðurstöður á þriðju fasa rannsókn Novavax á bóluefni framleiðandans gegn Covid-19 benda til að efnið veiti um 90 prósenta vörn gegn veirunni. EPA/JIM LO SCALZO Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel. Tilkynnt var um niðurstöður rannsóknarinnar í kvöld en vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir því að óljóst hefur verið hvort bóluefni gegn Covid-19 veiti vörn gegn nokkrum nýjum afbrigðum veirunnar. Þá er einnig mikil þörf á að bóluefni afhendist hraðar en hingað til, en mikill framleiðsluvandi er hjá þeim lyfjaframleiðendum sem þegar hafa hafið afhendingar á bóluefnum. Fréttastofa AP greinir frá. Rannsóknin er enn í gangi en í henni taka 15 þúsund manns þátt á Bretlandi. Bráðabirgðaniðurstöður leiða það þó í ljós að hingað til hafa aðeins 62 af þessum 15 þúsund þátttakendum greinst smitaðir af veirunni og aðeins sex þeirra höfðu fengið bóluefnið en hinir höfðu fengið lyfleysu. Þátttakendurnir smituðust allir á tímabili þar sem mikil aukning var í kórónuveirusmitum á Bretlandi vegna útbreiðslu breska afbrigðis veirunnar sem virðist meira smitandi en önnur afbrigði. Þá sýna bráðabirgðarniðurstöður að helmingur þeirra þátttakenda sem greindust smitaðir hafi smitast af stökkbreytta afbrigðinu. Novavax heldur því fram að bóluefnið veiti nánast 96 prósenta vörn gegn eldri afbrigðum veirunnar og 86 prósenta vörn gegn breska afbrigði veirunnar. Vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna nýs afbrigðis veirunnar sem fyrst greindist í Suður-Afríku en það er talið meira smitandi og óljóst var hvort bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni verkuðu á afbrigðið. Niðurstöður annarrar rannsóknar á vegum Novavax gefur til kynna að bóluefnið verki ekki nærri eins vel gegn suðurafríska afbrigðinu eins og gegn hinu breska. Sú rannsókn var gerð í Suður-Afríku og var hluti þátttakenda HIV-jákvæður. Meðal HIV-jákvæðra þátttakenda virðist bóluefnið gefa 60 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu. Hjá öllum þátttakendum, þar á meðal þeirra sem ekki eru HIV-jákvæðir, virðist bóluefnið gefa um 49 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu að sögn Novavax. Samkvæmt nýjum rannsóknum virðast um 90 prósent einstaklinga sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku hafa smitast af suðurafríska afbrigðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47 Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46 Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Tilkynnt var um niðurstöður rannsóknarinnar í kvöld en vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir því að óljóst hefur verið hvort bóluefni gegn Covid-19 veiti vörn gegn nokkrum nýjum afbrigðum veirunnar. Þá er einnig mikil þörf á að bóluefni afhendist hraðar en hingað til, en mikill framleiðsluvandi er hjá þeim lyfjaframleiðendum sem þegar hafa hafið afhendingar á bóluefnum. Fréttastofa AP greinir frá. Rannsóknin er enn í gangi en í henni taka 15 þúsund manns þátt á Bretlandi. Bráðabirgðaniðurstöður leiða það þó í ljós að hingað til hafa aðeins 62 af þessum 15 þúsund þátttakendum greinst smitaðir af veirunni og aðeins sex þeirra höfðu fengið bóluefnið en hinir höfðu fengið lyfleysu. Þátttakendurnir smituðust allir á tímabili þar sem mikil aukning var í kórónuveirusmitum á Bretlandi vegna útbreiðslu breska afbrigðis veirunnar sem virðist meira smitandi en önnur afbrigði. Þá sýna bráðabirgðarniðurstöður að helmingur þeirra þátttakenda sem greindust smitaðir hafi smitast af stökkbreytta afbrigðinu. Novavax heldur því fram að bóluefnið veiti nánast 96 prósenta vörn gegn eldri afbrigðum veirunnar og 86 prósenta vörn gegn breska afbrigði veirunnar. Vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna nýs afbrigðis veirunnar sem fyrst greindist í Suður-Afríku en það er talið meira smitandi og óljóst var hvort bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni verkuðu á afbrigðið. Niðurstöður annarrar rannsóknar á vegum Novavax gefur til kynna að bóluefnið verki ekki nærri eins vel gegn suðurafríska afbrigðinu eins og gegn hinu breska. Sú rannsókn var gerð í Suður-Afríku og var hluti þátttakenda HIV-jákvæður. Meðal HIV-jákvæðra þátttakenda virðist bóluefnið gefa 60 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu. Hjá öllum þátttakendum, þar á meðal þeirra sem ekki eru HIV-jákvæðir, virðist bóluefnið gefa um 49 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu að sögn Novavax. Samkvæmt nýjum rannsóknum virðast um 90 prósent einstaklinga sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku hafa smitast af suðurafríska afbrigðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47 Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46 Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47
Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46
Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45