Magnús Magnússon framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum Eiður Þór Árnason skrifar 28. janúar 2021 12:15 Hagar reka meðal annars verslanir undir merkjum Bónuss, Hagkaups og Útilífs, auk þess að eiga Olís. Samsett Magnús Magnússon hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum og mun hefja störf þann 1. febrúar. Guðrún Eva Gunnarsdóttir mun samhliða því taka við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Haga. Fram kemur í tilkynningu frá smásölufyrirtækinu að Guðrún þekki vel til starfsins en hún gegndi stöðunni fram til ársins 2019. Hún hefur síðan þá starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar og samstæðu Haga. Framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar er ný staða innan Haga sem meðal annars ber ábyrgð á stefnumótun og eftirfylgni, viðskiptaþróun og rekstrargreiningum, þar með talið stuðningi við dótturfélög er varðar greiningar og umbótaverkefni. Að sögn Haga hefur mikil vinna hefur átt sér stað síðastliðna mánuði við skilgreiningu á áherslum í rekstri og stefnu fyrirtækisins til lengri tíma. Lykilverkefni framkvæmdastjóra stefnumótunar og rekstrar verður að styðja við framhald þessarar vinnu. Verið samstæðunni innan handar frá því í sumar Magnús hefur mikla reynslu af stefnumótun og almennum rekstri, bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur undanfarið ár starfað sem sjálfstæður ráðgjafi, eftir að hafa leitt stefnumótunarteymi Marel árin þar á undan. Þar áður starfaði Magnús sem ráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company þar sem Magnús aðstoðaði fjölda alþjóðlegra fyrirtækja með stefnumótun, rekstrarumbætur og stærri umbreytingar, og enn áður hjá hugbúnaðarfyrirtækinu AGR Dynamics. Magnús er með M.Eng. gráðu í iðnaðarverkfræði og aðgerðagreiningu frá UC Berkeley í Kaliforníu, og B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Finnur Oddsson, forstjóri Haga segir Magnús hafa starfað náið með Högum og dótturfélögum en hann hefur verið í hlutverki ráðgjafa frá því í sumar. „Magnús þekkir vel til allrar okkar starfsemi og þess sem framundan er og býr að dýrmætri reynslu úr fyrri störfum við að koma á breytingum sem skila viðskiptavinum og eigendum ávinningi. Við bjóðum Magnús sérstaklega velkominn í hópinn og væntum mikils af samstarfinu,” er haft eftir Finni í tilkynningu. Verslun Vistaskipti Tengdar fréttir „Núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits“ Særúnu Ósk Pálmadóttur hefur verið sagt upp störfum sem samskiptastjóri Haga en staða hennar hjá verslunarfyrirtækinu hefur verið lögð niður. Særún er um leið fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga en fyrir hennar tíð hafði enginn gegnt þeirri stöðu hjá smásölurisanum. 6. janúar 2021 11:31 Ráðningin til marks um aukna áherslu á stafræna þróun Eiður Eiðsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá verslunarfyrirtækinu Högum. 4. janúar 2021 15:36 Hagar reiða fram 315 milljónir vegna starfsloka Finns og Guðmundar Hagar gera ráð fyrir að starfslok tveggja stjórnenda hjá félaginu, þeirra Finns Árnasonar og Guðmundar Marteinssonar, muni kosta félagið um 314,5 milljónir króna 18. maí 2020 16:48 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá smásölufyrirtækinu að Guðrún þekki vel til starfsins en hún gegndi stöðunni fram til ársins 2019. Hún hefur síðan þá starfað sem framkvæmdastjóri rekstrar og samstæðu Haga. Framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar er ný staða innan Haga sem meðal annars ber ábyrgð á stefnumótun og eftirfylgni, viðskiptaþróun og rekstrargreiningum, þar með talið stuðningi við dótturfélög er varðar greiningar og umbótaverkefni. Að sögn Haga hefur mikil vinna hefur átt sér stað síðastliðna mánuði við skilgreiningu á áherslum í rekstri og stefnu fyrirtækisins til lengri tíma. Lykilverkefni framkvæmdastjóra stefnumótunar og rekstrar verður að styðja við framhald þessarar vinnu. Verið samstæðunni innan handar frá því í sumar Magnús hefur mikla reynslu af stefnumótun og almennum rekstri, bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur undanfarið ár starfað sem sjálfstæður ráðgjafi, eftir að hafa leitt stefnumótunarteymi Marel árin þar á undan. Þar áður starfaði Magnús sem ráðgjafi hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company þar sem Magnús aðstoðaði fjölda alþjóðlegra fyrirtækja með stefnumótun, rekstrarumbætur og stærri umbreytingar, og enn áður hjá hugbúnaðarfyrirtækinu AGR Dynamics. Magnús er með M.Eng. gráðu í iðnaðarverkfræði og aðgerðagreiningu frá UC Berkeley í Kaliforníu, og B.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Finnur Oddsson, forstjóri Haga segir Magnús hafa starfað náið með Högum og dótturfélögum en hann hefur verið í hlutverki ráðgjafa frá því í sumar. „Magnús þekkir vel til allrar okkar starfsemi og þess sem framundan er og býr að dýrmætri reynslu úr fyrri störfum við að koma á breytingum sem skila viðskiptavinum og eigendum ávinningi. Við bjóðum Magnús sérstaklega velkominn í hópinn og væntum mikils af samstarfinu,” er haft eftir Finni í tilkynningu.
Verslun Vistaskipti Tengdar fréttir „Núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits“ Særúnu Ósk Pálmadóttur hefur verið sagt upp störfum sem samskiptastjóri Haga en staða hennar hjá verslunarfyrirtækinu hefur verið lögð niður. Særún er um leið fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga en fyrir hennar tíð hafði enginn gegnt þeirri stöðu hjá smásölurisanum. 6. janúar 2021 11:31 Ráðningin til marks um aukna áherslu á stafræna þróun Eiður Eiðsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá verslunarfyrirtækinu Högum. 4. janúar 2021 15:36 Hagar reiða fram 315 milljónir vegna starfsloka Finns og Guðmundar Hagar gera ráð fyrir að starfslok tveggja stjórnenda hjá félaginu, þeirra Finns Árnasonar og Guðmundar Marteinssonar, muni kosta félagið um 314,5 milljónir króna 18. maí 2020 16:48 Mest lesið Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
„Núna get ég allavega verslað í Krónunni án samviskubits“ Særúnu Ósk Pálmadóttur hefur verið sagt upp störfum sem samskiptastjóri Haga en staða hennar hjá verslunarfyrirtækinu hefur verið lögð niður. Særún er um leið fyrsti og síðasti samskiptastjóri Haga en fyrir hennar tíð hafði enginn gegnt þeirri stöðu hjá smásölurisanum. 6. janúar 2021 11:31
Ráðningin til marks um aukna áherslu á stafræna þróun Eiður Eiðsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá verslunarfyrirtækinu Högum. 4. janúar 2021 15:36
Hagar reiða fram 315 milljónir vegna starfsloka Finns og Guðmundar Hagar gera ráð fyrir að starfslok tveggja stjórnenda hjá félaginu, þeirra Finns Árnasonar og Guðmundar Marteinssonar, muni kosta félagið um 314,5 milljónir króna 18. maí 2020 16:48