Við segjum einnig frá þróuninni í kórónuveirufaraldrinum og heyrum hvað þingmenn höfðu að segja um nýjustu skýrslu Transparency International en þar lendir Ísland í sautjánda sæti þegar kemur að spillingu í löndum heims.
Þá ræðum við einnig við forstjóra Orkuveitunnar um afléttingu trúnaðar á orkusölusamningi við Norðurál og fjöllum um gagnýni Eflingar á Kópavogsbæ en Efling segir bæinn ekki fylgja gerðum kjarasamningi þegar kemur að styttingu vinnuvikunnar.