Evrópusambandið biðlar til AstraZeneca að standa við gefin loforð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. janúar 2021 18:05 AstraZeneca mun ekki afhenda Evrópusambandinu þá bóluefnaskammta sem samið var um að yrðu afhentir á fyrsta ársfjórðungi þess árs, ef ekkert breytist. Evrópusambandið hefur kallað eftir því að lyfjaframleiðandinn afhendi sambandinu skammta sem framleiddir hafa verið á Bretlandi. Vísir/EPA Evrópusambandið hefur biðlað til lyfjaframleiðandans AstraZeneca að afhenda því fleiri skammta af bóluefni framleiðandans við Covid-19 en ætlað er. Fyrirtækið er sagt ekki geta afhent skammtana sem samningar segja til um vegna vandræða við framleiðslu. AstraZeneca er sagt hafa tilkynnt Evrópusambandinu í síðustu viku að sambandinu yrðu afhentir 60% færri skammtar en samningar segja til um á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ástæðan er sögð framleiðsluvandi í verksmiðjum fyrirtækisins í Evrópu, en sambandið hefur kallað eftir því að því verði afhentir skammtar sem framleiddir eru á Bretlandi. Evrópusambandið og AstraZeneca munu funda á næstu dögum vegna málsins. Evrópusambandið greindi þó frá því í dag að lyfjaframleiðandinn hafi hætt við fundinn en AstraZeneca hefur síðan þá mótmælt því og sagt að fulltrúar þess muni sitja fundinn. AstraZeneca er ekki eini bóluefnaframleiðandinn sem hefur þurft að fresta afhendingu bóluefnaskammta, en Pfizer og BioNTech hefur einnig þurft að fresta afhendingu vegna framleiðsluvanda. Pfizer og BioNTech munu þó leysa framleiðsluvandann í samstarfi við franska lyfjaframleiðandann Sanofi, sem hefur boðið framleiðendunum afnot af verksmiðju þess í Frankfurt. Sanofi mun í sínum húsakynnum framleiða um 125 milljón bóluefnaskammta og hefst framleiðslan þar í júlí. Stella Kyriakides, heilbrigðismálastjóri ESB, sagði á blaðamannafundi í dag að nauðsynlegt værri að verksmiðjur AstraZeneca á Bretlandi framleiddu bóluefni fyrir sambandið. Það væri hluti af samning lyfjaframleiðandans við Evrópusambandið og þyrfti hann að standa við skuldbindingar sínar. „Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins eru sammála því að AstraZeneca verði að standa við gefin loforð samkvæmt okkar samningum,“ sagði hún á fundinum. Evrópusambandið Bólusetningar Tengdar fréttir Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24 Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
AstraZeneca er sagt hafa tilkynnt Evrópusambandinu í síðustu viku að sambandinu yrðu afhentir 60% færri skammtar en samningar segja til um á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ástæðan er sögð framleiðsluvandi í verksmiðjum fyrirtækisins í Evrópu, en sambandið hefur kallað eftir því að því verði afhentir skammtar sem framleiddir eru á Bretlandi. Evrópusambandið og AstraZeneca munu funda á næstu dögum vegna málsins. Evrópusambandið greindi þó frá því í dag að lyfjaframleiðandinn hafi hætt við fundinn en AstraZeneca hefur síðan þá mótmælt því og sagt að fulltrúar þess muni sitja fundinn. AstraZeneca er ekki eini bóluefnaframleiðandinn sem hefur þurft að fresta afhendingu bóluefnaskammta, en Pfizer og BioNTech hefur einnig þurft að fresta afhendingu vegna framleiðsluvanda. Pfizer og BioNTech munu þó leysa framleiðsluvandann í samstarfi við franska lyfjaframleiðandann Sanofi, sem hefur boðið framleiðendunum afnot af verksmiðju þess í Frankfurt. Sanofi mun í sínum húsakynnum framleiða um 125 milljón bóluefnaskammta og hefst framleiðslan þar í júlí. Stella Kyriakides, heilbrigðismálastjóri ESB, sagði á blaðamannafundi í dag að nauðsynlegt værri að verksmiðjur AstraZeneca á Bretlandi framleiddu bóluefni fyrir sambandið. Það væri hluti af samning lyfjaframleiðandans við Evrópusambandið og þyrfti hann að standa við skuldbindingar sínar. „Öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins eru sammála því að AstraZeneca verði að standa við gefin loforð samkvæmt okkar samningum,“ sagði hún á fundinum.
Evrópusambandið Bólusetningar Tengdar fréttir Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24 Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37 Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Heltust úr bóluefnalestinni en rétta nú fram hjálparhönd Franska lyfjafyrirtækið Sanofi hyggst aðstoða lyfjafyrirtækið Pfizer við framleiðslu á hundrað milljón skömmtum af bóluefni þess síðarnefnda gegn kórónuveirunni. Fyrstu Pfizer-skammtarnir frá Sanofi eru þó ekki væntanlegir fyrr en í júlí. 26. janúar 2021 23:24
Segja fréttir um takmarkaða virkni byggja á mistúlkun gagna Þýska heilbrigðisráðuneytið og AstraZeneca hafna fréttum þess efnis að bóluefni lyfjafyrirtækisins gegn Covid-19 virki ekki eins og áður hafði verið talað um. Forsvarsmenn AstraZeneca segja fréttirnar „fullkomlega rangar“ en samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu er um að ræða mistúlkun á gögnum. 26. janúar 2021 19:37
Segja bóluefni AstraZeneca ekki virka fyrir 65 ára og eldri Bóluefni AstraZeneca er sagt ekki munu fá markaðsleyfi í Evrópu til bólusetningar þeirra sem eru 65 ára og eldri. Ástæðan mun vera sú að bóluefnið tryggi eldra fólki ekki næga vörn gegn sjúkdómnum. Þessum fullyrðingum neitar aftur á móti AstraZeneca. 25. janúar 2021 23:44