Björn í eitt besta lið Noregs því að peningar tala Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2021 13:00 Björn Bergmann Sigurðarson er á leið í eitt besta lið Noregs eftir stutta dvöl hjá Lilleström. mynd/lsk.no Knattspyrnumaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson er á leið til síns gamla félags Molde frá Lilleström ef fað líkum lætur, þrátt fyrir að hafa sýnt því mikinn áhuga að vera áfram hjá Lilleström. „Ég fékk tilboð sem ég gat ekki hafnað,“ segir Björn. Það er norski miðillinn Romsdals Budstikke sem greinir frá þessu og hefur eftir Birni að félögin séu nú að komast að samkomulagi um kaupverð. Björn hafnaði tilboði frá Molde á mánudaginn og var viss um að hann yrði áfram hjá Lilleström, sem vann sig upp í norsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Molde varð í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og forráðamenn félagsins voru staðráðnir í að fá Björn: „Þeir spurðu hvað þyrfti til að ég kæmi. Ég sagði hvað ég vildi og þeir sögðu já,“ sagði Björn og fór ekki leynt með það að launakjör hefðu ráðið því að hann samþykkti tilboð Molde: „Ég hef haft áhuga á að vera í Lilleström en ég á í mesta lagi 2-3 ár eftir af fótboltaferlinum og verð að hugsa líka um sjálfan mig. Þegar ég fæ tilboð sem færir mér meiri peninga þá er það eitthvað sem ég verð að skora, burtséð frá því hversu vel mér líður hér hjá félaginu,“ sagði Björn. Varð Noregsmeistari með Molde og raðaði inn mörkum Björn varð norskur meistari með Molde 2014 og síðar markakóngur liðsins með 17 mörk 2017, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Hann lék með Lilleström á árunum 2009-2012, var að láni hjá Molde frá Wolves árið 2014 og kom svo aftur til Molde og lék með liðinu 2016-2017. Eftir að hafa verið í Rússlandi og á Kýpur sneri hann svo á ný til Noregs í fyrrahaust, til Lilleström, og gerði samning sem gilti til loka síðasta árs. Fresturinn til að skrá leikmenn í Evrópukeppni rennur út 31. janúar. Ætli Molde sér að nýta krafta Björns í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Hoffenheim í febrúar, þarf því að ganga frá félagaskiptum fyrir þann tíma. Norski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Það er norski miðillinn Romsdals Budstikke sem greinir frá þessu og hefur eftir Birni að félögin séu nú að komast að samkomulagi um kaupverð. Björn hafnaði tilboði frá Molde á mánudaginn og var viss um að hann yrði áfram hjá Lilleström, sem vann sig upp í norsku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. Molde varð í 2. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og forráðamenn félagsins voru staðráðnir í að fá Björn: „Þeir spurðu hvað þyrfti til að ég kæmi. Ég sagði hvað ég vildi og þeir sögðu já,“ sagði Björn og fór ekki leynt með það að launakjör hefðu ráðið því að hann samþykkti tilboð Molde: „Ég hef haft áhuga á að vera í Lilleström en ég á í mesta lagi 2-3 ár eftir af fótboltaferlinum og verð að hugsa líka um sjálfan mig. Þegar ég fæ tilboð sem færir mér meiri peninga þá er það eitthvað sem ég verð að skora, burtséð frá því hversu vel mér líður hér hjá félaginu,“ sagði Björn. Varð Noregsmeistari með Molde og raðaði inn mörkum Björn varð norskur meistari með Molde 2014 og síðar markakóngur liðsins með 17 mörk 2017, undir stjórn Ole Gunnar Solskjær. Hann lék með Lilleström á árunum 2009-2012, var að láni hjá Molde frá Wolves árið 2014 og kom svo aftur til Molde og lék með liðinu 2016-2017. Eftir að hafa verið í Rússlandi og á Kýpur sneri hann svo á ný til Noregs í fyrrahaust, til Lilleström, og gerði samning sem gilti til loka síðasta árs. Fresturinn til að skrá leikmenn í Evrópukeppni rennur út 31. janúar. Ætli Molde sér að nýta krafta Björns í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, þar sem liðið mætir Hoffenheim í febrúar, þarf því að ganga frá félagaskiptum fyrir þann tíma.
Norski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira