Meira en 100 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 08:16 Myndin er tekin við bólusetningu í Washington-ríki í Bandaríkjunum. Bandaríkin eru það land sem hefur farið verst út úr faraldrinum í heiminum; hvergi hafa fleiri smitast eða dáið. Getty/David Ryder Fjöldi þeirra sem greinst hefur smitaður af kórónuveirunni á heimsvísu er nú kominn yfir 100 milljónir manna, að því er fram kemur hjá Reuters fréttastofunni. Er þar vísað í eigin talningu fréttastofunnar en tölfræði Johns Hopkins-háskólans vegna Covid-19 sýnir einnig meira en 100 milljónir greindra smita á heimsvísu. Þetta þýðir að nærri 1,3 prósent mannkyns hefur smitast af veirunni. Þá hafa rúmlega 2,1 milljónir manna látist af völdum Covid-19. Dánartíðnin er 2,1 prósent samkvæmt greiningu Reuters. Ein manneskja hefur smitast á 7,7 sekúndna fresti á jörðinni frá upphafi þessa árs og dagleg tilfelli eru rúmlega 660 þúsund. Verst er ástandið í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi, Rússlandi og í Bretlandi en smitaðir í þessum fimm löndum eru rúmur helmingur allra þeirra sem hafa smitast í heildina. Þessar fimm þjóðir eru þó aðeins 28 prósent af heildarfjölda mannskyns. Tölfræðin sýnir að faraldurinn er á miklu flugi; það tók ellefu mánuði uns 50 milljónir greindust smitaðar en aðeins þrjá mánuði uns sú tala var komin upp í 100 milljónir. Ef litið er nánar til Bandaríkjanna þá hefur fjórðungur allra greindra kórónuveirusmita á heimsvísu greinst þar í landi. Bandaríska þjóðin telur um 330 milljónir eða um fjögur prósent mannkyns. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna í Bandaríkjunum, alls meira en 25 milljónir, og hvergi hafa fleiri látist vegna Covid-19 eða tæplega 425 þúsund manns. Það eru tvisvar sinnum fleiri dauðsföll en í Brasilíu sem er það land þar sem næstflestir hafa látist úr Covid-19. Staðan er einnig slæm í Evrópu. Eins og staðan er nú greinist að meðaltali ein milljón nýsmitaðra yfir fjögurra daga tímabil og nærri þrjátíu milljónir hafa látið lífið. Bretland varð í gær fimmta ríki heims, og fyrsta Evrópuríkið, þar sem meira en hundrað þúsund hafa látist vegna Covid-19. Áður höfðu yfir hundrað þúsund látist í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Er þar vísað í eigin talningu fréttastofunnar en tölfræði Johns Hopkins-háskólans vegna Covid-19 sýnir einnig meira en 100 milljónir greindra smita á heimsvísu. Þetta þýðir að nærri 1,3 prósent mannkyns hefur smitast af veirunni. Þá hafa rúmlega 2,1 milljónir manna látist af völdum Covid-19. Dánartíðnin er 2,1 prósent samkvæmt greiningu Reuters. Ein manneskja hefur smitast á 7,7 sekúndna fresti á jörðinni frá upphafi þessa árs og dagleg tilfelli eru rúmlega 660 þúsund. Verst er ástandið í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi, Rússlandi og í Bretlandi en smitaðir í þessum fimm löndum eru rúmur helmingur allra þeirra sem hafa smitast í heildina. Þessar fimm þjóðir eru þó aðeins 28 prósent af heildarfjölda mannskyns. Tölfræðin sýnir að faraldurinn er á miklu flugi; það tók ellefu mánuði uns 50 milljónir greindust smitaðar en aðeins þrjá mánuði uns sú tala var komin upp í 100 milljónir. Ef litið er nánar til Bandaríkjanna þá hefur fjórðungur allra greindra kórónuveirusmita á heimsvísu greinst þar í landi. Bandaríska þjóðin telur um 330 milljónir eða um fjögur prósent mannkyns. Hvergi í heiminum hafa fleiri greinst með veiruna í Bandaríkjunum, alls meira en 25 milljónir, og hvergi hafa fleiri látist vegna Covid-19 eða tæplega 425 þúsund manns. Það eru tvisvar sinnum fleiri dauðsföll en í Brasilíu sem er það land þar sem næstflestir hafa látist úr Covid-19. Staðan er einnig slæm í Evrópu. Eins og staðan er nú greinist að meðaltali ein milljón nýsmitaðra yfir fjögurra daga tímabil og nærri þrjátíu milljónir hafa látið lífið. Bretland varð í gær fimmta ríki heims, og fyrsta Evrópuríkið, þar sem meira en hundrað þúsund hafa látist vegna Covid-19. Áður höfðu yfir hundrað þúsund látist í Bandaríkjunum, Brasilíu, Indlandi og Mexíkó. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira