Segir kenningu um nafnið Thymele vera skáldfræði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. janúar 2021 21:56 Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Egill Aðalsteinsson Rannsóknarprófessor við Árnastofnun segir nýja kenningu þess efnis að fyrsta nafn Íslands hafi verið Thymele en ekki Thule aðeins skemmtilega hugdettu í ætt við skáldfræði. Hann segir þó almennt orðið viðurkennt meðal fræðimanna að Thule sé Ísland. Breskur prófessor hefur varpað fram þeirri tilgátu að fyrsta nafn Íslands hafi ekki verið Thule heldur hafi gríski sæfarinn Pýþeas gefið eyjunni nafnið Thymele, sem þýðir altari á forngrísku. Á Árnastofnun kaupir Gísli Sigurðsson ekki þessa kenningu. „Getur verið ágæt hugdetta og skemmtilegt viðfangsefni í einhverskonar skáldfræðum. En mjög erfitt að höndla það sem fræðilega hugmynd, finnst mér,“ segir Gísli í fréttum Stöðvar 2. Hugmynd Bretans breyti því engu um Íslandssöguna. „Þetta er svona meira í ætt við hugdettufræði þar sem manni dettur eitthvað skemmtilegt í hug til að skýra eitthvað torskilið.“ Sæfarinn Píþeas er sagður hafa siglt frá grísku nýlendunni Massalíu og fundið óbyggða eyju norðan Bretlands í kringum árið 325 fyrir Krist.Stöð 2/Landnemarnir. Upphaflegt rit Pýþeasar um siglingu hans frá Miðjarðarhafi og norður fyrir Bretland á fjórðu öld fyrir Krist er glatað en leiðarlýsing hans til eyjunnar Thule er til í endursögnum frá fyrstu öldum eftir Krist. Rit Barry Cunliffe um leiðangur Pýþeasar.Penguin Gísli segir fræðimenn almennt á því að átt sé við Ísland og nefnir sérstaklega Barry Cunliffe, höfund bókarinnar „The Extraordinary Voyage of Pytheas the Greek“, þar sem frásögnin um Thule er krufin. „Það er alveg ótvíræð niðurstaða í þessu riti að það komi ekkert annað til greina heldur en Ísland í því. Það segir okkur að sjálfsögðu ekki að það hafi verið reglulegar ferðir hingað eða að hér hafi sest nokkur maður að. Það er allt annað ferli sem fer af stað miklu síðar.“ Viðtekin söguskoðun er að norrænir víkingar hafi fyrst kynnst Íslandi fyrir um 1.200 árum. Miðað við frásögn Pýþeasar var gríski sæfarinn hér á ferð um 1.200 árum á undan Ingólfi Arnarsyni. Vitneskjan um Ísland virðist þannig hafa verið til miklu lengur en margir hafa ímyndað sér. „Ég held að þessu hugmynd hafi verið mjög lengi á lofti, að Thule sé Ísland. Við erum kannski að einfalda um of ef við höldum að Ísland hafi „uppgötvast“ um 870. Það var alls ekki svo. Það var þekkt land löngu fyrr,“ segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2011 um elsta ritaða heiti í norrænum texta á þjóðinni sem byggði Ísland: Menning Handritasafn Árna Magnússonar Landnemarnir Grikkland Íslensk fræði Tengdar fréttir Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. 20. janúar 2021 23:23 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Breskur prófessor hefur varpað fram þeirri tilgátu að fyrsta nafn Íslands hafi ekki verið Thule heldur hafi gríski sæfarinn Pýþeas gefið eyjunni nafnið Thymele, sem þýðir altari á forngrísku. Á Árnastofnun kaupir Gísli Sigurðsson ekki þessa kenningu. „Getur verið ágæt hugdetta og skemmtilegt viðfangsefni í einhverskonar skáldfræðum. En mjög erfitt að höndla það sem fræðilega hugmynd, finnst mér,“ segir Gísli í fréttum Stöðvar 2. Hugmynd Bretans breyti því engu um Íslandssöguna. „Þetta er svona meira í ætt við hugdettufræði þar sem manni dettur eitthvað skemmtilegt í hug til að skýra eitthvað torskilið.“ Sæfarinn Píþeas er sagður hafa siglt frá grísku nýlendunni Massalíu og fundið óbyggða eyju norðan Bretlands í kringum árið 325 fyrir Krist.Stöð 2/Landnemarnir. Upphaflegt rit Pýþeasar um siglingu hans frá Miðjarðarhafi og norður fyrir Bretland á fjórðu öld fyrir Krist er glatað en leiðarlýsing hans til eyjunnar Thule er til í endursögnum frá fyrstu öldum eftir Krist. Rit Barry Cunliffe um leiðangur Pýþeasar.Penguin Gísli segir fræðimenn almennt á því að átt sé við Ísland og nefnir sérstaklega Barry Cunliffe, höfund bókarinnar „The Extraordinary Voyage of Pytheas the Greek“, þar sem frásögnin um Thule er krufin. „Það er alveg ótvíræð niðurstaða í þessu riti að það komi ekkert annað til greina heldur en Ísland í því. Það segir okkur að sjálfsögðu ekki að það hafi verið reglulegar ferðir hingað eða að hér hafi sest nokkur maður að. Það er allt annað ferli sem fer af stað miklu síðar.“ Viðtekin söguskoðun er að norrænir víkingar hafi fyrst kynnst Íslandi fyrir um 1.200 árum. Miðað við frásögn Pýþeasar var gríski sæfarinn hér á ferð um 1.200 árum á undan Ingólfi Arnarsyni. Vitneskjan um Ísland virðist þannig hafa verið til miklu lengur en margir hafa ímyndað sér. „Ég held að þessu hugmynd hafi verið mjög lengi á lofti, að Thule sé Ísland. Við erum kannski að einfalda um of ef við höldum að Ísland hafi „uppgötvast“ um 870. Það var alls ekki svo. Það var þekkt land löngu fyrr,“ segir Gísli Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Árnastofnun. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá frétt frá árinu 2011 um elsta ritaða heiti í norrænum texta á þjóðinni sem byggði Ísland:
Menning Handritasafn Árna Magnússonar Landnemarnir Grikkland Íslensk fræði Tengdar fréttir Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. 20. janúar 2021 23:23 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari. 20. janúar 2021 23:23