Robertson reyndi að öskra Greenwood úr jafnvægi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2021 09:30 Tilraun Andys Robertson til að taka Mason Greenwood á taugum heppnaðist ekki. Andy Robertson greip til nokkuð óhefðbundis bragðs til að koma í veg fyrir að Mason Greenwood skoraði í leik Manchester United og Liverpool í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í gær. United vann leikinn, 3-2. Liverpool komst yfir á 18. mínútu með marki Mohameds Salah. Sex mínútum síðar slapp Greenwood í gegnum vörn Englandsmeistaranna eftir sendingu frá Marcus Rashford. Robertson var á hælunum á Greenwood og reyndi í örvæntingu sinni að öskra á hann til að koma honum úr jafnvægi. Það hafði ekki tilætluð áhrif því Greenwood skoraði og jafnaði í 1-1. Uppátæki Robertsons sást í endursýningu og vakti mikla athygli netverja. Andy Robertson screaming at Mason Greenwood to try and put him off scoring. We've all done it pic.twitter.com/XVoCRKH5B5— ESPN FC (@ESPNFC) January 24, 2021 Greenwood lét sér ekki nægja að skora jöfnunarmark United heldur lagði hann einnig upp annað mark liðsins fyrir Rashford. Bruno Fernandes skoraði svo sigurmark Rauðu djöflanna með skoti beint úr aukaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Liverpool hefur gengið illa það sem af er ári en eini sigur liðsins eftir að árið 2021 gekk í garð var gegn mjög ungu liði Aston Villa í 3. umferð bikarkeppninnar. Næsti leikur Liverpool er gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudaginn. Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær ánægður með að Man Utd hafi loks unnið á eigin forsendum Ole Gunnar Solskjær var hæstánægður með 3-2 sigur sinna manna gegn Liverpool í FA-bikarnum í dag. 24. janúar 2021 21:15 Liverpool aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit FA-bikarsins síðan Klopp tók við Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 3-2 gegn Manchester United í fjórðu umferð FA-bikarsins [32-liða úrslitum] í dag. Það þýðir að Liverpool hefur aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit keppninnar á þeim sex árum sem Jürgen Klopp hefur stýrt liðinu. 24. janúar 2021 20:00 Bruno Fernandes skaut Man United áfram | Sjáðu mörkin Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik. 24. janúar 2021 19:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Liverpool komst yfir á 18. mínútu með marki Mohameds Salah. Sex mínútum síðar slapp Greenwood í gegnum vörn Englandsmeistaranna eftir sendingu frá Marcus Rashford. Robertson var á hælunum á Greenwood og reyndi í örvæntingu sinni að öskra á hann til að koma honum úr jafnvægi. Það hafði ekki tilætluð áhrif því Greenwood skoraði og jafnaði í 1-1. Uppátæki Robertsons sást í endursýningu og vakti mikla athygli netverja. Andy Robertson screaming at Mason Greenwood to try and put him off scoring. We've all done it pic.twitter.com/XVoCRKH5B5— ESPN FC (@ESPNFC) January 24, 2021 Greenwood lét sér ekki nægja að skora jöfnunarmark United heldur lagði hann einnig upp annað mark liðsins fyrir Rashford. Bruno Fernandes skoraði svo sigurmark Rauðu djöflanna með skoti beint úr aukaspyrnu tólf mínútum fyrir leikslok. Liverpool hefur gengið illa það sem af er ári en eini sigur liðsins eftir að árið 2021 gekk í garð var gegn mjög ungu liði Aston Villa í 3. umferð bikarkeppninnar. Næsti leikur Liverpool er gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudaginn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Solskjær ánægður með að Man Utd hafi loks unnið á eigin forsendum Ole Gunnar Solskjær var hæstánægður með 3-2 sigur sinna manna gegn Liverpool í FA-bikarnum í dag. 24. janúar 2021 21:15 Liverpool aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit FA-bikarsins síðan Klopp tók við Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 3-2 gegn Manchester United í fjórðu umferð FA-bikarsins [32-liða úrslitum] í dag. Það þýðir að Liverpool hefur aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit keppninnar á þeim sex árum sem Jürgen Klopp hefur stýrt liðinu. 24. janúar 2021 20:00 Bruno Fernandes skaut Man United áfram | Sjáðu mörkin Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik. 24. janúar 2021 19:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Solskjær ánægður með að Man Utd hafi loks unnið á eigin forsendum Ole Gunnar Solskjær var hæstánægður með 3-2 sigur sinna manna gegn Liverpool í FA-bikarnum í dag. 24. janúar 2021 21:15
Liverpool aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit FA-bikarsins síðan Klopp tók við Englandsmeistarar Liverpool töpuðu 3-2 gegn Manchester United í fjórðu umferð FA-bikarsins [32-liða úrslitum] í dag. Það þýðir að Liverpool hefur aðeins einu sinni komist í 16-liða úrslit keppninnar á þeim sex árum sem Jürgen Klopp hefur stýrt liðinu. 24. janúar 2021 20:00
Bruno Fernandes skaut Man United áfram | Sjáðu mörkin Manchester United vann 3-2 sigur á erkifjendum sínum í Liverpool er liðin mættust á Old Trafford í 4. umferð FA-bikarsins í dag. Varamaðurinn Bruno Fernandes reyndist hetja heimamanna í mögnuðum fótboltaleik. 24. janúar 2021 19:00