Yfir sjötíu snjóflóð á tíu dögum: „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. janúar 2021 22:05 Óvissustig er enn í gildi á Vestfjörðum og á Norðurlandi vegna snjóflóðahættu. Mynd úr safni. Vísir/Samúel Karl Skráð hafa verið 72 snjóflóð hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands síðustu tíu dag. Þar af hafa fallið 33 á Vestfjörðum, 27 á Norðausturlandi og níu á Norðvesturlandi þegar þetta er skrifað en snjóflóðahrina hefur staðið yfir á Vestfjörðum og á Norðurlandi síðan á mánudaginn. Ríflega tuttugu þessara snjóflóða féllu síðasta sólarhringinn. Snjóflóð féll til að mynda yfir Flateyrarveg síðdegis í dag. „Það eru ansi mörg flóð sem hafa fallið í þessari hrinu núna, bæði á Norðurlandi og á Vestfjörðum,“ segir Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum ennþá, aflétting á rýmingum á Flateyri í dag, það er ennþá hættustig í gildi á Ísafirði, þar er sem sagt iðnaðarreitur sem verður endurskoðaður í fyrramálið og það er óvissustig á Norðurlandi áfram en rýmingu á Siglufirði var aflétt í dag.“ Viðbúið er að einhver snjóflóðahætta verði áfram viðloðandi næstu tvo dagana eða svo og fólki því ráðlagt að fylgjast reglulega með stöðunni. „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina á báðum stöðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Og það eru einhver óvenjuleg flóð sem hafa fallið eins og þetta á skíðasvæðinu á Siglufirði sem er stórt og tekur þarna skíðaskála sem reyndar var á skilgreindu hættusvæði. En það hefur í rauninni ekki verið svo mikið aftaka veður í þessari hrinu, heldur er þetta afleiðing af langvarandi snjósöfnun í éljagangi og skafrenningi og í marga daga í svipaðri vindátt,“ útskýrir Harpa. Í flestum tilfellum hafa snjóflóð fallið fjarri byggð og samgöngumannvirkjum en í nokkrum tilfellum hefur flóð fallið yfir veg eða nálægt byggð. „Það hafa fallið flóð yfir Flateyrarveg, núna síðast bara seinni partinn í dag og hann er lokaður. Það féllu flóð í hrinunni yfir veginn um Súðavíkurhlíð en það er búið að opna þar. Það hefur fallið flóð yfir veginn um Eyrarhlíð sem er á milli Ísafjarðar og Hnífsdals en síðast í gær eða í nótt féll flóð þar. Það hafa fallið flóð yfir Ólafsfjarðarveg og svo á Austfjörðum eða á Austurlandi kom líka flóð inn á veginn um Fagradal en það var frekar lítið,“ nefnir Harpa sem dæmi. Þá féllu snjóflóð ofan við Flateyri í morgun og líklega annað í gær sem ekki féllu á varnargarðana en annað þeirra rann meðfram honum. „Annars hafa þau verið auðvitað, fyrir utan flóðið sem féll á skíðasvæðið á Siglufirði í upphafi hrinunnar, þá hefur ekki orðið tjón nema í Skagafirðinum þar sem féll flóð á hross og kofa,“ nefnir Harpa ennfremur. Þá sé möguleiki að flóð hafi fallið í skógrækt. „Þetta eru ansi mörg flóð í heildina.“ Á vef Veðurstofunnar má nálgast snjóflóðaspá sem uppfærð er reglulega og nálgast nauðsynlegar og hjálplegar upplýsingar og tilkynningar vegna snjóflóða á Íslandi. Á korti á vef Veðurstofunnar má sjá hvernig snjóflóð eru flokkuð í nokkra flokka eftir stærð. „Þessar stærðir eru svona eyðileggingarmáttur í flóðunum, en miðað við það að það væri bíll eða hús eða eitthvað þar sem að flóð falla. Oftast eru þau bara uppi í fjalli en þau geta alveg verið stór. Það getur alveg verið stærð þrjú sem að ógnar engu. Þetta er bara hugsað þannig að ef að eitthvað yrði að vegi þessa flóðs þá gæti þetta gerst. Eitt er þá eitthvað sem að ógnar ekki fólki, nema ef einhver myndi falla fram af klettum eða eitthvað þannig, tvö er eitthvað sem getur grafið mann eða ógnað skíðamanni til dæmis og þrjú er þá eitthvað sem getur eyðilagt bíl eða hús eða eitthvað þannig og fjögur er svo orðið ansi stórt,“ útskýrir Harpa. Náttúruhamfarir Veður Almannavarnir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
„Það eru ansi mörg flóð sem hafa fallið í þessari hrinu núna, bæði á Norðurlandi og á Vestfjörðum,“ segir Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. „Það er óvissustig á norðanverðum Vestfjörðum ennþá, aflétting á rýmingum á Flateyri í dag, það er ennþá hættustig í gildi á Ísafirði, þar er sem sagt iðnaðarreitur sem verður endurskoðaður í fyrramálið og það er óvissustig á Norðurlandi áfram en rýmingu á Siglufirði var aflétt í dag.“ Viðbúið er að einhver snjóflóðahætta verði áfram viðloðandi næstu tvo dagana eða svo og fólki því ráðlagt að fylgjast reglulega með stöðunni. „Þetta er dálítið kröftug snjóflóðahrina á báðum stöðum, á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga. Og það eru einhver óvenjuleg flóð sem hafa fallið eins og þetta á skíðasvæðinu á Siglufirði sem er stórt og tekur þarna skíðaskála sem reyndar var á skilgreindu hættusvæði. En það hefur í rauninni ekki verið svo mikið aftaka veður í þessari hrinu, heldur er þetta afleiðing af langvarandi snjósöfnun í éljagangi og skafrenningi og í marga daga í svipaðri vindátt,“ útskýrir Harpa. Í flestum tilfellum hafa snjóflóð fallið fjarri byggð og samgöngumannvirkjum en í nokkrum tilfellum hefur flóð fallið yfir veg eða nálægt byggð. „Það hafa fallið flóð yfir Flateyrarveg, núna síðast bara seinni partinn í dag og hann er lokaður. Það féllu flóð í hrinunni yfir veginn um Súðavíkurhlíð en það er búið að opna þar. Það hefur fallið flóð yfir veginn um Eyrarhlíð sem er á milli Ísafjarðar og Hnífsdals en síðast í gær eða í nótt féll flóð þar. Það hafa fallið flóð yfir Ólafsfjarðarveg og svo á Austfjörðum eða á Austurlandi kom líka flóð inn á veginn um Fagradal en það var frekar lítið,“ nefnir Harpa sem dæmi. Þá féllu snjóflóð ofan við Flateyri í morgun og líklega annað í gær sem ekki féllu á varnargarðana en annað þeirra rann meðfram honum. „Annars hafa þau verið auðvitað, fyrir utan flóðið sem féll á skíðasvæðið á Siglufirði í upphafi hrinunnar, þá hefur ekki orðið tjón nema í Skagafirðinum þar sem féll flóð á hross og kofa,“ nefnir Harpa ennfremur. Þá sé möguleiki að flóð hafi fallið í skógrækt. „Þetta eru ansi mörg flóð í heildina.“ Á vef Veðurstofunnar má nálgast snjóflóðaspá sem uppfærð er reglulega og nálgast nauðsynlegar og hjálplegar upplýsingar og tilkynningar vegna snjóflóða á Íslandi. Á korti á vef Veðurstofunnar má sjá hvernig snjóflóð eru flokkuð í nokkra flokka eftir stærð. „Þessar stærðir eru svona eyðileggingarmáttur í flóðunum, en miðað við það að það væri bíll eða hús eða eitthvað þar sem að flóð falla. Oftast eru þau bara uppi í fjalli en þau geta alveg verið stór. Það getur alveg verið stærð þrjú sem að ógnar engu. Þetta er bara hugsað þannig að ef að eitthvað yrði að vegi þessa flóðs þá gæti þetta gerst. Eitt er þá eitthvað sem að ógnar ekki fólki, nema ef einhver myndi falla fram af klettum eða eitthvað þannig, tvö er eitthvað sem getur grafið mann eða ógnað skíðamanni til dæmis og þrjú er þá eitthvað sem getur eyðilagt bíl eða hús eða eitthvað þannig og fjögur er svo orðið ansi stórt,“ útskýrir Harpa.
Náttúruhamfarir Veður Almannavarnir Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira