De Bruyne meiddist í læri snemma í seinni hálfleik í sigrinum gegn Aston Villa á miðvikudagskvöld. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, staðfesti á blaðamannafundi í dag að belgíski miðjumaðurinn, sem kjörinn var besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, yrði frá keppni næstu 4-6 vikurnar.
City leikur gegn Cheltenham í enska bikarnum á morgun og á svo fyrir höndum leiki við WBA, Sheffield United og Burnley áður en við taka stórleikir við Liverpool 7. febrúar, Tottenham 13. febrúar og Arsenal 21. febrúar.
Hugsanlegt er að De Bruyne verði klár í slaginn gegn Arsenal, eða þá í Meistaradeildarleiknum við Borussia Mönchengladbach þremur dögum síðar. Hann ætti að minnsta kosti að vera kominn á ferðina þegar City mætir Manchester United 6. mars.