Erkifjendurnir mætast í annað sinn á viku og bjóða vonandi upp á betri leik en síðast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2021 09:01 Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, reynir skot að marki Liverpool í leik liðanna fyrir viku. Fabinho er til varnar. getty/Paul Greenwood Erkifjendurnir Manchester United og Liverpool mætast í annað sinn á viku þegar þeir eigast við í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Það fennti fljótt yfir leik liðanna á Anfield í ensku úrvalsdeildinni fyrir viku. Ekkert mark var skorað í leik sem var í daufari kantinum. Þetta var þriðja markalausa jafnteflið í síðustu sjö leikjum United og Liverpool. Ýmislegt hefur gerst á þessum stutta tíma sem er liðinn frá leiknum á Anfield síðasta sunnudag. United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri á Fulham á miðvikudaginn. Degi síðar töpuðu Englandsmeistarar Liverpool fyrir Burnley, 0-1, á heimavelli. Þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 68 leikjum, eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace 23. apríl 2017. Markaleysi meistaranna Liverpool hefur ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð og 438 mínútur eru liðnar frá síðasta marki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Það gerði Sadio Mané gegn West Brom 27. desember. United hefur aftur á móti verið á góðri siglingu og er taplaust í þrettán deildarleikjum í röð; unnið átta og gert þrjú jafntefli. United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjörtíu stig, sex stigum á undan Liverpool sem er í 4. sætinu. Daufir í stóru leikjunum United hefur ekki gengið vel í leikjunum gegn stóru liðunum á þessu tímabili. Eftir 1-6 tapið fyrir Tottenham hefur Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, sett öryggið á oddinn í stærstu leikjunum og United hefur ekki skorað í þeim síðan Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu gegn Tottenham. United gerði markalaust jafntefli við Chelsea og Manchester City og tapaði fyrir Arsenal í deildinni og laut svo í lægra haldi fyrir City í undanúrslitum enska deildabikarsins. Síðan Jürgen Klopp tók við Liverpool haustið 2015 hefur hann gert liðið að Englandsmeisturum og komið því í úrslit Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og deildabikarsins. Gengið í bikarkeppninni hefur hins vegar ekki verið merkilegt. Ekki komist lengra en í sextán liða úrslit Undir stjórn Klopps hefur Liverpool aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit bikarkeppninnar. Raunar hefur Liverpool ekki náð góðum árangri í bikarnum síðan liðið varð bikarmeistari 2006. United hefur aftur á móti alltaf komist að minnsta kosti í átta liða úrslit bikarkeppninnar frá tímabilinu 2014-15. United varð síðast bikarmeistari 2016. Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Það fennti fljótt yfir leik liðanna á Anfield í ensku úrvalsdeildinni fyrir viku. Ekkert mark var skorað í leik sem var í daufari kantinum. Þetta var þriðja markalausa jafnteflið í síðustu sjö leikjum United og Liverpool. Ýmislegt hefur gerst á þessum stutta tíma sem er liðinn frá leiknum á Anfield síðasta sunnudag. United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri á Fulham á miðvikudaginn. Degi síðar töpuðu Englandsmeistarar Liverpool fyrir Burnley, 0-1, á heimavelli. Þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 68 leikjum, eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace 23. apríl 2017. Markaleysi meistaranna Liverpool hefur ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð og 438 mínútur eru liðnar frá síðasta marki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Það gerði Sadio Mané gegn West Brom 27. desember. United hefur aftur á móti verið á góðri siglingu og er taplaust í þrettán deildarleikjum í röð; unnið átta og gert þrjú jafntefli. United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjörtíu stig, sex stigum á undan Liverpool sem er í 4. sætinu. Daufir í stóru leikjunum United hefur ekki gengið vel í leikjunum gegn stóru liðunum á þessu tímabili. Eftir 1-6 tapið fyrir Tottenham hefur Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, sett öryggið á oddinn í stærstu leikjunum og United hefur ekki skorað í þeim síðan Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu gegn Tottenham. United gerði markalaust jafntefli við Chelsea og Manchester City og tapaði fyrir Arsenal í deildinni og laut svo í lægra haldi fyrir City í undanúrslitum enska deildabikarsins. Síðan Jürgen Klopp tók við Liverpool haustið 2015 hefur hann gert liðið að Englandsmeisturum og komið því í úrslit Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og deildabikarsins. Gengið í bikarkeppninni hefur hins vegar ekki verið merkilegt. Ekki komist lengra en í sextán liða úrslit Undir stjórn Klopps hefur Liverpool aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit bikarkeppninnar. Raunar hefur Liverpool ekki náð góðum árangri í bikarnum síðan liðið varð bikarmeistari 2006. United hefur aftur á móti alltaf komist að minnsta kosti í átta liða úrslit bikarkeppninnar frá tímabilinu 2014-15. United varð síðast bikarmeistari 2016. Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira