Erkifjendurnir mætast í annað sinn á viku og bjóða vonandi upp á betri leik en síðast Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. janúar 2021 09:01 Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, reynir skot að marki Liverpool í leik liðanna fyrir viku. Fabinho er til varnar. getty/Paul Greenwood Erkifjendurnir Manchester United og Liverpool mætast í annað sinn á viku þegar þeir eigast við í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í dag. Það fennti fljótt yfir leik liðanna á Anfield í ensku úrvalsdeildinni fyrir viku. Ekkert mark var skorað í leik sem var í daufari kantinum. Þetta var þriðja markalausa jafnteflið í síðustu sjö leikjum United og Liverpool. Ýmislegt hefur gerst á þessum stutta tíma sem er liðinn frá leiknum á Anfield síðasta sunnudag. United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri á Fulham á miðvikudaginn. Degi síðar töpuðu Englandsmeistarar Liverpool fyrir Burnley, 0-1, á heimavelli. Þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 68 leikjum, eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace 23. apríl 2017. Markaleysi meistaranna Liverpool hefur ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð og 438 mínútur eru liðnar frá síðasta marki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Það gerði Sadio Mané gegn West Brom 27. desember. United hefur aftur á móti verið á góðri siglingu og er taplaust í þrettán deildarleikjum í röð; unnið átta og gert þrjú jafntefli. United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjörtíu stig, sex stigum á undan Liverpool sem er í 4. sætinu. Daufir í stóru leikjunum United hefur ekki gengið vel í leikjunum gegn stóru liðunum á þessu tímabili. Eftir 1-6 tapið fyrir Tottenham hefur Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, sett öryggið á oddinn í stærstu leikjunum og United hefur ekki skorað í þeim síðan Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu gegn Tottenham. United gerði markalaust jafntefli við Chelsea og Manchester City og tapaði fyrir Arsenal í deildinni og laut svo í lægra haldi fyrir City í undanúrslitum enska deildabikarsins. Síðan Jürgen Klopp tók við Liverpool haustið 2015 hefur hann gert liðið að Englandsmeisturum og komið því í úrslit Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og deildabikarsins. Gengið í bikarkeppninni hefur hins vegar ekki verið merkilegt. Ekki komist lengra en í sextán liða úrslit Undir stjórn Klopps hefur Liverpool aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit bikarkeppninnar. Raunar hefur Liverpool ekki náð góðum árangri í bikarnum síðan liðið varð bikarmeistari 2006. United hefur aftur á móti alltaf komist að minnsta kosti í átta liða úrslit bikarkeppninnar frá tímabilinu 2014-15. United varð síðast bikarmeistari 2016. Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira
Það fennti fljótt yfir leik liðanna á Anfield í ensku úrvalsdeildinni fyrir viku. Ekkert mark var skorað í leik sem var í daufari kantinum. Þetta var þriðja markalausa jafnteflið í síðustu sjö leikjum United og Liverpool. Ýmislegt hefur gerst á þessum stutta tíma sem er liðinn frá leiknum á Anfield síðasta sunnudag. United tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 0-1 útisigri á Fulham á miðvikudaginn. Degi síðar töpuðu Englandsmeistarar Liverpool fyrir Burnley, 0-1, á heimavelli. Þetta var fyrsta tap Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í 68 leikjum, eða síðan liðið tapaði fyrir Crystal Palace 23. apríl 2017. Markaleysi meistaranna Liverpool hefur ekki skorað í fjórum deildarleikjum í röð og 438 mínútur eru liðnar frá síðasta marki liðsins í ensku úrvalsdeildinni. Það gerði Sadio Mané gegn West Brom 27. desember. United hefur aftur á móti verið á góðri siglingu og er taplaust í þrettán deildarleikjum í röð; unnið átta og gert þrjú jafntefli. United er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fjörtíu stig, sex stigum á undan Liverpool sem er í 4. sætinu. Daufir í stóru leikjunum United hefur ekki gengið vel í leikjunum gegn stóru liðunum á þessu tímabili. Eftir 1-6 tapið fyrir Tottenham hefur Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, sett öryggið á oddinn í stærstu leikjunum og United hefur ekki skorað í þeim síðan Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnu gegn Tottenham. United gerði markalaust jafntefli við Chelsea og Manchester City og tapaði fyrir Arsenal í deildinni og laut svo í lægra haldi fyrir City í undanúrslitum enska deildabikarsins. Síðan Jürgen Klopp tók við Liverpool haustið 2015 hefur hann gert liðið að Englandsmeisturum og komið því í úrslit Meistaradeildarinnar, Evrópudeildarinnar og deildabikarsins. Gengið í bikarkeppninni hefur hins vegar ekki verið merkilegt. Ekki komist lengra en í sextán liða úrslit Undir stjórn Klopps hefur Liverpool aldrei komist lengra en í sextán liða úrslit bikarkeppninnar. Raunar hefur Liverpool ekki náð góðum árangri í bikarnum síðan liðið varð bikarmeistari 2006. United hefur aftur á móti alltaf komist að minnsta kosti í átta liða úrslit bikarkeppninnar frá tímabilinu 2014-15. United varð síðast bikarmeistari 2016. Leikur Manchester United og Liverpool hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Sjá meira