Welcome to The Arsenal, @MatyRyan!
— Arsenal (@Arsenal) January 22, 2021
The @Socceroos keeper joins us on loan from @OfficialBHAFC until the end of the season
Ryan hefur verið aðalmarkvörður Brighton undanfarin ár en missti sæti sitt í byrjunarliði liðsins á þessu tímabili.
Hinn 28 ára Ryan hefur leikið 58 leiki fyrir ástralska landsliðið og lék með því á HM 2014 og 2018.
Ryan kemur í stað Matts Macey sem fór til Hibernian í Skotlandi í síðustu viku. Gera má ráð fyrir því að Rúnar Alex verði núna þriðji markvörður Arsenal á eftir Bernd Leno og Ryan.
Ástralinn er stuðningsmaður Arsenal og var því afar ánægður að ganga í raðir félagsins eins og hann greindi frá á Twitter í dag.
Signing for the club you grew up supporting as a kid @Arsenal
— Maty Ryan (@MatyRyan) January 22, 2021
Buzzing to be beginning this new chapter and will give everything I ve got to contribute to the first club I ever loved. pic.twitter.com/IUohEjFKVK
Næsti leikur Arsenal er gegn Southampton í 4. umferð ensku bikarkeppninnar á morgun. Arsenal hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum í öllum keppnum og gert eitt jafntefli.