„Hélt við værum örugg undir snjóflóðavarnargarðinum“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. janúar 2021 19:00 Íbúi sem þurfti ásamt fjölskyldu sinni að yfirgefa heimili sitt á Siglufirði í gær vegna snjóflóðahættu segist undrandi því snjóflóðagarður sé við húsið. Greinilegt sé að verið sé að endurmeta snjóflóðavarnir á svæðinu. Talið er að altjón hafi orðið á skíðasvæði Siglfirðinga í snjóflóði í gær en lyftan virðist hafa sloppið. Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá. Enn er því í gildi rýming syðst í bænum síðan í gærvegna snjóflóðahættu frá Ytrastrengsgili. Dagný Sif Stefánsdóttir sem er borin og barnsfædd á Siglufirði hefur ekki áður lent í því. Dagný Sif Stefánsdóttir þurfti að fara frá heimili sínu ásamt þremur börnum og eiginmanni í gær vegna snjóflóðahættu. Hún veit ekki hvenær þau fá að fara heim.Vísir „Ég var mjög hissa þegar við fjölskyldan vorum beðin um að rýma húsið vegna snjóflóðahættu, þetta hefur alltaf verið talið öruggasta svæðið út snjóflóðavarnargarðinum hér rétt fyrir ofan okkur og ég hélt við værum örugg undir honum. Það getur verið að eftir snjóflóðin á Flateyri í fyrra þar sem þau fóru yfir snjóflóðavarnargarð hafi viðmiðum verið breytt alls staðar á landinu. Við fengum tvo tíma til að pakka niður en við erum hjón með þrjú börn þannig að þetta var svolítið stress. Við erum heppin og fórum yfir til mömmu og pabba sem búa í bænum og aðrir íbúar fengu líka inni hjá fólki í bænum. Við vitum ekki hvað rýmingin muni standa lengi en það er vond spá framyfir helgi,“ segir Dagný. Talið er að snjóflóðið sem féll á skíðasvæði Siglfirðinga í gær hafi fallið annað hvort frá Illviðrishnjúk eða Grashólabrúnum. „Við höfum vegna ekki komist á staðinn vegna veðurs og færðar en af myndum að sjá þá virðist þetta vera altjón á skíðaskála og mannvirkjum í kring. Þá er snjótroðarinn örugglega líka skemmdur. Skíðalyftan virðist hins vegar hafa sloppið,“ segir Elías Pétursson bæjarstjóri á Siglufirði. Bæjarstjórinn segir að sveitastjórnin hafi lengi óskað eftir því frá Ofanflóðasjóði að skíðasvæðið yrði fært af núverandi hættusvæði en ekkert gengið. Búið sé að teikna nýtt skíðasvæði á öruggu svæði þannig að sveitarfélaginu hafi ekki verið neitt að vanbúnaði að byrja á framkvæmdum þar. Eins og sjá má var eyðileggingin í kjölfar flóðsins mikil.DJI Reykjavík/Sigurður Þór Helgason „Nú þegar öll mannvirki og búnaður á svæðinu virðist ónýtur er maður svekktur að ekki hafi verið byrjað á framkvæmdum á nýju svæði,“ segir Elías. Þó nokkrir hópar höfðu bókað sig í skíðaferðir á Siglufirði um helgina og pantað sér hótelgistingu en ekkert verður af því. Siglufjarðarvegur er lokaður og Ólafsfjarðarmúli sem var opnaður um stund í dag lokar í kvöld klukkan átta. Samtals lokuðust þessir vegir næstum 80 sinnum á síðasta ári. Bæjarstjórinn segir ófremdarástand í vegamálum á svæðinu. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir „Mig grunar að þessar lokanir á vegum og einangrun og þjónustuleysi sem því fylgir séu samfélaginu hér og atvinnulífinu einna erfiðast. Við höfum til að mynda þurft að fá björgunarsveitir síðustu sólahringa til að sækja lyf og póst fyrir okkur. Þá er búið að byggja hér upp heilsársferðaþjónustu en þegar innviðirnir eru ekki fyrir hendi eins og góðar samgöngur getur það verið erfitt að halda slíkri þjónustu úti. Það er nauðsynlegt að bæta úr þessu og þá væri best að gera hér jarðgöng,“ segir Elías. Veðurspáin fyrir næsta sólahring er svipuð og verið hefur en á vef Veðurstofunnar kemur fram: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur, ekki síst á Tröllaskaga. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum. Náttúruhamfarir Almannavarnir Fjallabyggð Tengdar fréttir Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn. 21. janúar 2021 14:14 Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá. Enn er því í gildi rýming syðst í bænum síðan í gærvegna snjóflóðahættu frá Ytrastrengsgili. Dagný Sif Stefánsdóttir sem er borin og barnsfædd á Siglufirði hefur ekki áður lent í því. Dagný Sif Stefánsdóttir þurfti að fara frá heimili sínu ásamt þremur börnum og eiginmanni í gær vegna snjóflóðahættu. Hún veit ekki hvenær þau fá að fara heim.Vísir „Ég var mjög hissa þegar við fjölskyldan vorum beðin um að rýma húsið vegna snjóflóðahættu, þetta hefur alltaf verið talið öruggasta svæðið út snjóflóðavarnargarðinum hér rétt fyrir ofan okkur og ég hélt við værum örugg undir honum. Það getur verið að eftir snjóflóðin á Flateyri í fyrra þar sem þau fóru yfir snjóflóðavarnargarð hafi viðmiðum verið breytt alls staðar á landinu. Við fengum tvo tíma til að pakka niður en við erum hjón með þrjú börn þannig að þetta var svolítið stress. Við erum heppin og fórum yfir til mömmu og pabba sem búa í bænum og aðrir íbúar fengu líka inni hjá fólki í bænum. Við vitum ekki hvað rýmingin muni standa lengi en það er vond spá framyfir helgi,“ segir Dagný. Talið er að snjóflóðið sem féll á skíðasvæði Siglfirðinga í gær hafi fallið annað hvort frá Illviðrishnjúk eða Grashólabrúnum. „Við höfum vegna ekki komist á staðinn vegna veðurs og færðar en af myndum að sjá þá virðist þetta vera altjón á skíðaskála og mannvirkjum í kring. Þá er snjótroðarinn örugglega líka skemmdur. Skíðalyftan virðist hins vegar hafa sloppið,“ segir Elías Pétursson bæjarstjóri á Siglufirði. Bæjarstjórinn segir að sveitastjórnin hafi lengi óskað eftir því frá Ofanflóðasjóði að skíðasvæðið yrði fært af núverandi hættusvæði en ekkert gengið. Búið sé að teikna nýtt skíðasvæði á öruggu svæði þannig að sveitarfélaginu hafi ekki verið neitt að vanbúnaði að byrja á framkvæmdum þar. Eins og sjá má var eyðileggingin í kjölfar flóðsins mikil.DJI Reykjavík/Sigurður Þór Helgason „Nú þegar öll mannvirki og búnaður á svæðinu virðist ónýtur er maður svekktur að ekki hafi verið byrjað á framkvæmdum á nýju svæði,“ segir Elías. Þó nokkrir hópar höfðu bókað sig í skíðaferðir á Siglufirði um helgina og pantað sér hótelgistingu en ekkert verður af því. Siglufjarðarvegur er lokaður og Ólafsfjarðarmúli sem var opnaður um stund í dag lokar í kvöld klukkan átta. Samtals lokuðust þessir vegir næstum 80 sinnum á síðasta ári. Bæjarstjórinn segir ófremdarástand í vegamálum á svæðinu. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir „Mig grunar að þessar lokanir á vegum og einangrun og þjónustuleysi sem því fylgir séu samfélaginu hér og atvinnulífinu einna erfiðast. Við höfum til að mynda þurft að fá björgunarsveitir síðustu sólahringa til að sækja lyf og póst fyrir okkur. Þá er búið að byggja hér upp heilsársferðaþjónustu en þegar innviðirnir eru ekki fyrir hendi eins og góðar samgöngur getur það verið erfitt að halda slíkri þjónustu úti. Það er nauðsynlegt að bæta úr þessu og þá væri best að gera hér jarðgöng,“ segir Elías. Veðurspáin fyrir næsta sólahring er svipuð og verið hefur en á vef Veðurstofunnar kemur fram: Norðan 10-18 m/s og skafrenningur eða éljagangur, ekki síst á Tröllaskaga. Skyggni mjög lítið á köflum og aksturrsskilyrði erfið, einkum á fjallvegum.
Náttúruhamfarir Almannavarnir Fjallabyggð Tengdar fréttir Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46 Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn. 21. janúar 2021 14:14 Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35 Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Sjá meira
Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. 21. janúar 2021 17:46
Líklega altjón á skíðasvæðinu á Siglufirði Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, fundaði með forsvarsmönnum skíðasvæðisins á Siglufirði í morgun. Snjóflóð skall á skíðaskálann í gærmorgun og hreif skálann af grunni sínum. Elías segir í samtali við fréttastofu að líklega sé um altjón á skíðasvæðinu að ræða. Skíðalyftan hafi þó sloppið fyrir horn. 21. janúar 2021 14:14
Níu fjölskyldur á Siglufirði mega ekki snúa aftur heim strax Ástandið er óbreytt á Norðurlandi hvað snjóflóðahættu varðar og því mun rýming níu húsa á Siglufirði vara áfram, í það minnsta um stundarsakir. 21. janúar 2021 12:35
Köldu norðlægu áttirnar ekkert að gefa eftir Köldu norðlægu áttirnar með ofankomu fyrir norðan og austan eru ekkert að fara að gefa eftir næstu daga. Einna helst er að sjá að hiti nái að skríða yfir frostmark syðst á landinu. 21. janúar 2021 07:41