Rýming áfram í gildi og samgöngur takmarkaðar vegna snjóflóðahættu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. janúar 2021 17:46 Eins og sjá má var eyðileggingin í kjölfar flóðsins mikil. DJI Reykjavík/Sigurður Þór Helgason Rýming verður áfram í gildi á Siglufirði í dag og verður hún endurmetin síðdegis á morgun. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, í samtali við fréttastofu. Tekin var ákvörðun um að rýma níu hús í kjölfar snjóflóðs sem féll á skíðasvæðinu á Siglufirði í gær og olli því meðal annars að skíðaskálinn á svæðinu færðist úr stað. Enn er talin hætta á snjóflóðum. „Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá,“ segir Víðir. Hann segir þó að engin flóð hafi fallið nálægt byggð, svo vitað sé. Athuganir á því standa yfir. Víðir segir þá að fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín muni gefast kostur á að fara og sækja helstu nauðsynjar. Það fái þó ekki að dveljast heima í nótt. „Veðurspáin er reyndar ágæt næstu tíu, tólf klukkutímana. Það er reiknað með að íbúar fái að fara heim til þess að sækja nauðsynjar en fá ekki að dvelja þar í nótt.“ Víðir ítrekar að snjóflóðahætta sé á vegum nálægt Siglufirði og því sé umferð þar um takmörkuð. „Veginum um Ólafsfjarðarmúla verður lokað klukkan átta í kvöld og það verður truflun á samgöngum meðan þetta ástand varir, má búast við,“ segir Víðir og vill brýna fyrir fólki að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Snjóflóðahætta sé viðvarandi bæði á Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla. Uppfært klukkan 17:59: Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum og lögreglunni á Norðurlandi eystra verður varðskipið Týr úti fyrir Eyjafirði, til taks meðan hættuástand varir. Fjallabyggð Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Tekin var ákvörðun um að rýma níu hús í kjölfar snjóflóðs sem féll á skíðasvæðinu á Siglufirði í gær og olli því meðal annars að skíðaskálinn á svæðinu færðist úr stað. Enn er talin hætta á snjóflóðum. „Það féll flóð í Héðinsfirði í dag og fleira bendir til þess að snjóflóðahætta sé yfirvofandi enn þá,“ segir Víðir. Hann segir þó að engin flóð hafi fallið nálægt byggð, svo vitað sé. Athuganir á því standa yfir. Víðir segir þá að fólki sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín muni gefast kostur á að fara og sækja helstu nauðsynjar. Það fái þó ekki að dveljast heima í nótt. „Veðurspáin er reyndar ágæt næstu tíu, tólf klukkutímana. Það er reiknað með að íbúar fái að fara heim til þess að sækja nauðsynjar en fá ekki að dvelja þar í nótt.“ Víðir ítrekar að snjóflóðahætta sé á vegum nálægt Siglufirði og því sé umferð þar um takmörkuð. „Veginum um Ólafsfjarðarmúla verður lokað klukkan átta í kvöld og það verður truflun á samgöngum meðan þetta ástand varir, má búast við,“ segir Víðir og vill brýna fyrir fólki að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Snjóflóðahætta sé viðvarandi bæði á Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla. Uppfært klukkan 17:59: Samkvæmt tilkynningu frá Almannavörnum og lögreglunni á Norðurlandi eystra verður varðskipið Týr úti fyrir Eyjafirði, til taks meðan hættuástand varir.
Fjallabyggð Almannavarnir Veður Náttúruhamfarir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira