Biður fólk að hætta að senda tölvupósta til að komast ofar í forgangsröðun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. janúar 2021 12:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir biðlar til fólks að hætta að senda embætti landlæknis og sóttvarnalæknis tölvupósta með óskum um að komast framar í forgangsröðun í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Slíkt skapi aðeins óþarfa álag á starfsfólk og leiði ekki til neins. „Það er rétt að ítreka enn og aftur að í forgangi eru núna þeir sem eru í mestri áhættu að smitast af Covid-19 og einnig þeir sem eru eldri en sjötugir en þeir eru líklegastir til að fá alvarlega Covid-19-sýkingu eða alvarlegar afleiðingar af henni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þessir forgangshópar samanstandi líklega af um 40 þúsund einstaklingum. Líklega verði ekki hægt að byrja að bólusetja næsta forgangshóp fyrr en í fyrsta lagi í marsmánuði en sá hópur samanstendur af fólki undir sjötugu með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig þýðir lítið að vera að krefja okkur um nákvæma tímasetningu um bólusetningu á þessari stundu hjá öðrum forgangshópum. Það helgast hreinlega af því að við vitum ekki hvenær eða hversu mikið af bóluefni við fáum,“ sagði Þórólfur. Reyna útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er Vonir standi til að í febrúar verði byrjað að dreifa bóluefni frá AstraZeneca og nokkru síðar bóluefninu frá Janssen/Johnson &Johnson. Þannig gætu bólusetningar gengið hraðar fyrir sig en lýst var hér að framan. Þórólfur bað fólk að endingu um að hætta að óska eftir því að komast framar í forgangsröðunina. Slíkt skapaði óþarfa álag á starfsfólk embættisins. „Ég vil biðla til fólks að láta vera að senda okkur pósta sem ætlað er að koma því framar í forgangsröðun bólusetninga. Það mun ekki leiða til neins nema valda okkur vinnuálagi við að svara. Ef við hins vegar myndum verða við öllum þessum beiðnum myndi það verða til þess að okkar viðkvæmasta fólk myndi færast neðar í forgangsröðunina. Við reynum að útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er, samkvæmt fyrirliggjandi plani, þó auðvitað sé hægt að gagnrýna einstaka ákvarðanir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
„Það er rétt að ítreka enn og aftur að í forgangi eru núna þeir sem eru í mestri áhættu að smitast af Covid-19 og einnig þeir sem eru eldri en sjötugir en þeir eru líklegastir til að fá alvarlega Covid-19-sýkingu eða alvarlegar afleiðingar af henni,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þessir forgangshópar samanstandi líklega af um 40 þúsund einstaklingum. Líklega verði ekki hægt að byrja að bólusetja næsta forgangshóp fyrr en í fyrsta lagi í marsmánuði en sá hópur samanstendur af fólki undir sjötugu með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma. „Þannig þýðir lítið að vera að krefja okkur um nákvæma tímasetningu um bólusetningu á þessari stundu hjá öðrum forgangshópum. Það helgast hreinlega af því að við vitum ekki hvenær eða hversu mikið af bóluefni við fáum,“ sagði Þórólfur. Reyna útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er Vonir standi til að í febrúar verði byrjað að dreifa bóluefni frá AstraZeneca og nokkru síðar bóluefninu frá Janssen/Johnson &Johnson. Þannig gætu bólusetningar gengið hraðar fyrir sig en lýst var hér að framan. Þórólfur bað fólk að endingu um að hætta að óska eftir því að komast framar í forgangsröðunina. Slíkt skapaði óþarfa álag á starfsfólk embættisins. „Ég vil biðla til fólks að láta vera að senda okkur pósta sem ætlað er að koma því framar í forgangsröðun bólusetninga. Það mun ekki leiða til neins nema valda okkur vinnuálagi við að svara. Ef við hins vegar myndum verða við öllum þessum beiðnum myndi það verða til þess að okkar viðkvæmasta fólk myndi færast neðar í forgangsröðunina. Við reynum að útdeila bóluefnum eins réttlátt og hægt er, samkvæmt fyrirliggjandi plani, þó auðvitað sé hægt að gagnrýna einstaka ákvarðanir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira