„Smitskömm er óþörf og getur jafnvel valdið skaða“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. janúar 2021 19:00 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn veltir fyrir sér hvort að smitskömm geri það að verkum að fólk gefi smitrakningateymi ekki nægjanlegar upplýsingar. Það sé engin ástæða til að hafa hana og afar mikilvægt að gefa greinargóðar upplýsingar. Vísir/Vilhelm Það tekur smitrakningateymi lengri tíma nú en í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins að ná utan um smit og smitkeðjur en áður. Aðstoðaryfirlögregluþjónn veltir fyrir sér hvort smitskömm sé meiri nú en þá. Rögnvaldur Ólafsson brýndi fyrir fólki að gefa smitrakningarteymi ítarlegar upplýsingar um ferðir sínar ef það greinist með kórónuveirusmit. Það sé afar mikilvægt því þannig sé hægt að koma í veg fyrir að smit berist áfram út í þjóðfélagið. Það hafi hins vegar borið á því að fólk sé ekki að gefa eins greinargóðar upplýsingar um ferðir sínar og áður. „Það tekur núna lengri tíma en áður að ná utan um smit og smitkeðjur og við höfum velt fyrir okkur hvort að um smitskömm sé að ræða. Þá höfum við fundið að fólk veigri sér við að nefna að hafa verið á tilteknum stöðum af ótta við að senda fólk í sóttkví. Við hvetjum fólk til að halda alls ekki aftur að slíkum upplýsingum. Við þurfum að vera í samskiptum við alla þá sem voru innan ákveðinna marka frá smituðum einstakling. Ég ítreka eftir sem áður að það er engin ástæða til að hafa smitskömm. Hún er óþörf og getur jafnvel valdið skaða haldi fólk upplýsingum eftir. Það geta allir lent í því að smitast af veirunni,“ segir Rögnvaldur. Aðspurður um hvort að smitrakningarappið sem margir hafa í símum sínum virki ekki til að bæta við upplýsingum segir Rögnvaldur. „Smitrakningarappið bætir ekki miklu við þær upplýsingar sem við fáum frá fólki. Það sýnir t.d. ekki hverjir voru í kringum viðkomandi. Best væri ef það væri með bluetooth-tengingu sem tengdist þá sjálkrafa við aðra síma þannig að hægt væri að fá upplýsingar um hverjir voru nálægt viðkomandi. Það er verið að ræða við Google og aðra samfélagsrisa um hvort hægt sé að bæta við þessari lausn,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00 Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Rögnvaldur Ólafsson brýndi fyrir fólki að gefa smitrakningarteymi ítarlegar upplýsingar um ferðir sínar ef það greinist með kórónuveirusmit. Það sé afar mikilvægt því þannig sé hægt að koma í veg fyrir að smit berist áfram út í þjóðfélagið. Það hafi hins vegar borið á því að fólk sé ekki að gefa eins greinargóðar upplýsingar um ferðir sínar og áður. „Það tekur núna lengri tíma en áður að ná utan um smit og smitkeðjur og við höfum velt fyrir okkur hvort að um smitskömm sé að ræða. Þá höfum við fundið að fólk veigri sér við að nefna að hafa verið á tilteknum stöðum af ótta við að senda fólk í sóttkví. Við hvetjum fólk til að halda alls ekki aftur að slíkum upplýsingum. Við þurfum að vera í samskiptum við alla þá sem voru innan ákveðinna marka frá smituðum einstakling. Ég ítreka eftir sem áður að það er engin ástæða til að hafa smitskömm. Hún er óþörf og getur jafnvel valdið skaða haldi fólk upplýsingum eftir. Það geta allir lent í því að smitast af veirunni,“ segir Rögnvaldur. Aðspurður um hvort að smitrakningarappið sem margir hafa í símum sínum virki ekki til að bæta við upplýsingum segir Rögnvaldur. „Smitrakningarappið bætir ekki miklu við þær upplýsingar sem við fáum frá fólki. Það sýnir t.d. ekki hverjir voru í kringum viðkomandi. Best væri ef það væri með bluetooth-tengingu sem tengdist þá sjálkrafa við aðra síma þannig að hægt væri að fá upplýsingar um hverjir voru nálægt viðkomandi. Það er verið að ræða við Google og aðra samfélagsrisa um hvort hægt sé að bæta við þessari lausn,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00 Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21 Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Apple og Google hanna búnað sem tilkynnir um hættu á smiti Tæknirisarnir Apple og Google munu leiða saman hesta sína í því skyni að þróa hugbúnað sem lætur fólk vita ef það hefur verið nálægt einhverjum sem smitaður er af kórónuveirunni. 10. apríl 2020 23:00
Nærri því 75.000 skráð sig í rakningaforritið Viðtökur Íslendinga á smitrakningasmáforriti sem embætti landlæknis gaf út í gær hafa verið framar vonum embættisins, að sögn landlæknis. Nærri því 75.000 manns hafa nú sótt sér smáforritið sem á að auðvelda smitrakningateymum að rekja ferðir fólks sem greinist með kórónuveiruna. 3. apríl 2020 15:21
Telur að rakningarforritið komi sterkt inn á lokametrunum Alma Möller landlæknir hvetur enn þá sem ekki hafa náð sér í smitrakningarforrit til landlæknisins til þess að gera það. Það geti komið sterkt inn nú þegar smitum fer fækkandi og þegar slakað verði á klónni hvað varðar takmörkunum á samkomum 16. apríl 2020 15:39