Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2021 12:30 Einstaklingar úr elstu aldurshópum verða bólusettir í þessari viku. Vísir/Vilhelm Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Einstaklingar í elstu aldurshópum landsins fá skammtana og sömuleiðis þá skammta sem berast næstu vikurnar. Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrir sprautu sína í bólusetningu vegna Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og komið að síðari sprautunni. Um var að ræða fólk í fyrstu forgangshópum sem er framlínustarfsfólk og einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Á myndinni að neðan má sjá forgangsröðunina. Svona lítur forgangsröðunin út samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. Fólk sem er sjötíu ára og eldra fær þær bólusetningar sem fram undan eru næstu vikurnar. Samkvæmt dreifingaráætlun lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðungi og því er ekki talið líklegt að aðrir verði bólusettir fyrr en eftir mars. Næsti hópur á eftir einstaklingum sjötíu ára og eldri verða einstaklingar sextíu ára og eldri með undirliggjandi sjúkdóma. Í framhaldinu verður farið áfram niður forgangslistann. Þórólfur Guðnason tjáði fréttastofu þann 6. janúar að yngra fólk í áhættuhópum yrði varla bólusett fyrr en eftir mars. Samkvæmt dreifingaráætlun Pfizer var von á 3000 skömmtum til Íslands á viku næstu vikurnar. Fram kom á föstudaginn á vef Lýðheilsustofnunar Noregs að von væri á færri skömmtum af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer til Evrópu frá og með þessari viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun væri að ræða. Þar sagði einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. Þórólfur ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er ekki ljóst hvaða áhrif þetta hefur hér, við vitum að við fáum umræddan skammt í næstu viku eins og talað var um en eftir það er ekki alveg ljóst þannig að við eigum eftir að fá betri fregnir af því en þetta helgast af því að þeir eru að breyta ferlunum en síðan ætla þeir að vinna það upp aftur. Jafnvel í mars munu þeir geta bætt fyrir þetta tapaða magn sem þeir áætla fram að því.“ Hvað býstu við mörgum skömmtum frá Pfizer fram til mars? „Út mars erum við að tala um að í heildina verðum við búin að fá um 50 þúsund skammta, við erum búin að fá 10 þúsund skammta nú þegar þannig að ég býst við því og vona að það standist.“ 1200 skammtar af bóluefni frá Moderna kom til landsins í síðustu viku en ekkert liggur fyrir um frekara bóluefni þaðan að svo stöddu. Von er á niðurstöðu sérfræðingahóps Lyfjastofnunar Evrópu varðandi bóluefni AstraZeneca þann 29. janúar að sögn Þórólfs. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við getum ekki farið að slaka á meira núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga. 18. janúar 2021 08:01 Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu. 15. janúar 2021 21:50 Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Einstaklingar í elstu aldurshópum landsins fá skammtana og sömuleiðis þá skammta sem berast næstu vikurnar. Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrir sprautu sína í bólusetningu vegna Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og komið að síðari sprautunni. Um var að ræða fólk í fyrstu forgangshópum sem er framlínustarfsfólk og einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Á myndinni að neðan má sjá forgangsröðunina. Svona lítur forgangsröðunin út samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. Fólk sem er sjötíu ára og eldra fær þær bólusetningar sem fram undan eru næstu vikurnar. Samkvæmt dreifingaráætlun lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðungi og því er ekki talið líklegt að aðrir verði bólusettir fyrr en eftir mars. Næsti hópur á eftir einstaklingum sjötíu ára og eldri verða einstaklingar sextíu ára og eldri með undirliggjandi sjúkdóma. Í framhaldinu verður farið áfram niður forgangslistann. Þórólfur Guðnason tjáði fréttastofu þann 6. janúar að yngra fólk í áhættuhópum yrði varla bólusett fyrr en eftir mars. Samkvæmt dreifingaráætlun Pfizer var von á 3000 skömmtum til Íslands á viku næstu vikurnar. Fram kom á föstudaginn á vef Lýðheilsustofnunar Noregs að von væri á færri skömmtum af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer til Evrópu frá og með þessari viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun væri að ræða. Þar sagði einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. Þórólfur ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er ekki ljóst hvaða áhrif þetta hefur hér, við vitum að við fáum umræddan skammt í næstu viku eins og talað var um en eftir það er ekki alveg ljóst þannig að við eigum eftir að fá betri fregnir af því en þetta helgast af því að þeir eru að breyta ferlunum en síðan ætla þeir að vinna það upp aftur. Jafnvel í mars munu þeir geta bætt fyrir þetta tapaða magn sem þeir áætla fram að því.“ Hvað býstu við mörgum skömmtum frá Pfizer fram til mars? „Út mars erum við að tala um að í heildina verðum við búin að fá um 50 þúsund skammta, við erum búin að fá 10 þúsund skammta nú þegar þannig að ég býst við því og vona að það standist.“ 1200 skammtar af bóluefni frá Moderna kom til landsins í síðustu viku en ekkert liggur fyrir um frekara bóluefni þaðan að svo stöddu. Von er á niðurstöðu sérfræðingahóps Lyfjastofnunar Evrópu varðandi bóluefni AstraZeneca þann 29. janúar að sögn Þórólfs.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við getum ekki farið að slaka á meira núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga. 18. janúar 2021 08:01 Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu. 15. janúar 2021 21:50 Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44 Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Við getum ekki farið að slaka á meira núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga. 18. janúar 2021 08:01
Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu. 15. janúar 2021 21:50
Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44