„Við getum ekki farið að slaka á meira núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2021 08:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, óttast það helst að fólk fari nú að sleppa fram af sér beislinu og að það komi bakslag í faraldurinn. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga. Núverandi reglugerð gildir til 17. febrúar og vonar Þórólfur að ekki þurfi að herða neitt á aðgerðum fyrir þann tíma. „Við getum ekki farið að slaka á meira núna. Nú þurfum við aðeins að halda út, við þurfum að halda áfram að bólusetja, við erum byrjaðir og erum að halda áfram núna í vikunni,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Tæplega 5000 manns, framlínustarfsmenn í heilbrigðiskerfinu og íbúar á hjúkrunarheimilum, fá seinni bólusetningu í þessari viku. Þá kemur ný sending af bóluefni Pfizer í vikunni og þá verður byrjað að bólusetja aðra eldri borgara. Þórólfur vildi ekki tjá sig um það hvað við þyrftum að halda núverandi reglur lengi út heldur vísaði í gildistíma reglugerðarinnar. „Vonandi helst það. Það sem að ég er kannski hræddastur við er að menn fari að sleppa fram af sér beislinu, við förum að fá bakslag og þurfum að fara að herða. Það er það skelfilegasta sem gæti gerst. Þess vegna erum við alltaf að brýna fólk að passa sig áfram jafnvel þótt staðan sé svona góð. Við erum ennþá með smit úti í samfélaginu og veiran er bara að lúra og bíða eftir rétta tækifærinu til að geta sprottið fram. Hún hefur ekki gert það ennþá og vonandi gerir hún það ekki en það er það sem við erum hræddari við þangað til við fáum útbreiddari bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Núverandi reglugerð gildir til 17. febrúar og vonar Þórólfur að ekki þurfi að herða neitt á aðgerðum fyrir þann tíma. „Við getum ekki farið að slaka á meira núna. Nú þurfum við aðeins að halda út, við þurfum að halda áfram að bólusetja, við erum byrjaðir og erum að halda áfram núna í vikunni,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Tæplega 5000 manns, framlínustarfsmenn í heilbrigðiskerfinu og íbúar á hjúkrunarheimilum, fá seinni bólusetningu í þessari viku. Þá kemur ný sending af bóluefni Pfizer í vikunni og þá verður byrjað að bólusetja aðra eldri borgara. Þórólfur vildi ekki tjá sig um það hvað við þyrftum að halda núverandi reglur lengi út heldur vísaði í gildistíma reglugerðarinnar. „Vonandi helst það. Það sem að ég er kannski hræddastur við er að menn fari að sleppa fram af sér beislinu, við förum að fá bakslag og þurfum að fara að herða. Það er það skelfilegasta sem gæti gerst. Þess vegna erum við alltaf að brýna fólk að passa sig áfram jafnvel þótt staðan sé svona góð. Við erum ennþá með smit úti í samfélaginu og veiran er bara að lúra og bíða eftir rétta tækifærinu til að geta sprottið fram. Hún hefur ekki gert það ennþá og vonandi gerir hún það ekki en það er það sem við erum hræddari við þangað til við fáum útbreiddari bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira