Hegðun fólks hættulegri en breska afbrigðið Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2021 14:29 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Hegðun fólks í faraldri er mun hættulegri en breska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu. Síðastliðið haust glímdu Íslendingar við afbrigði veirunnar sem barst til landsins með frönskum ferðamönnum og var ráðandi í faraldrinum hér á landi um nokkurt skeið. Í raðgreiningu á afbrigðinu var það nefnt „bláa veiran“ og voru uppi grunsemdir um að þetta afbrigði smitaðist hraðar á milli manna. Til dæmis nefndi Alma Möller landlæknir þann möguleika á upplýsingafundi almannavarna í október og sömuleiðis Kári sjálfur síðastliðið haust. Kári segir í dag að engar staðfestingar hafi fengist um það hvort „franska afbrigðið“ hafi verið meira smitandi en önnur afbrigði og eftir standi grunurinn einn. Staðreyndin sé sú að Bláa veiran náði bólfestu hér á landi þegar samfélagið var mun opnara en það er í dag. Breska afbrigðið er sagt smitast hraðar á milli fólks en ekki valda alvarlegri einkennum en fyrri afbrigði kórónuveirunnar. Kári bendir á að það sem stuðli að mestri útbreiðslu veirunnar sé hegðun fólks, og slíkt skipti mestu máli þegar kemur að útbreiðslu faraldursins. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til hafa nægt til að halda þessu breska afbrigði í skefjum,“ segir Kári. Á fimmta tug hafa greinst með breska afbrigðið á landamærunum og nokkrir innanlands sem allir voru í tengslum við fólk sem hafði greinst á landamærunum. Breska afbrigðið hefur því enn ekki sést í tengslum við samfélagssmit. Niðurstaðan sé því sú að þó breska afbrigðið smitist hraðar á milli manna þá sé það hegðun fólks sem ráði mestu um hversu útbreiddur faraldurinn sé að mati Kára. „Við stefnum að því að halda smitstuðli veirunnar undir einum þrátt fyrir engar takmarkanir á hegðun fólks,“ segir Kári en það gerum við best að hans mati með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum og bólusetningum við veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Síðastliðið haust glímdu Íslendingar við afbrigði veirunnar sem barst til landsins með frönskum ferðamönnum og var ráðandi í faraldrinum hér á landi um nokkurt skeið. Í raðgreiningu á afbrigðinu var það nefnt „bláa veiran“ og voru uppi grunsemdir um að þetta afbrigði smitaðist hraðar á milli manna. Til dæmis nefndi Alma Möller landlæknir þann möguleika á upplýsingafundi almannavarna í október og sömuleiðis Kári sjálfur síðastliðið haust. Kári segir í dag að engar staðfestingar hafi fengist um það hvort „franska afbrigðið“ hafi verið meira smitandi en önnur afbrigði og eftir standi grunurinn einn. Staðreyndin sé sú að Bláa veiran náði bólfestu hér á landi þegar samfélagið var mun opnara en það er í dag. Breska afbrigðið er sagt smitast hraðar á milli fólks en ekki valda alvarlegri einkennum en fyrri afbrigði kórónuveirunnar. Kári bendir á að það sem stuðli að mestri útbreiðslu veirunnar sé hegðun fólks, og slíkt skipti mestu máli þegar kemur að útbreiðslu faraldursins. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til hafa nægt til að halda þessu breska afbrigði í skefjum,“ segir Kári. Á fimmta tug hafa greinst með breska afbrigðið á landamærunum og nokkrir innanlands sem allir voru í tengslum við fólk sem hafði greinst á landamærunum. Breska afbrigðið hefur því enn ekki sést í tengslum við samfélagssmit. Niðurstaðan sé því sú að þó breska afbrigðið smitist hraðar á milli manna þá sé það hegðun fólks sem ráði mestu um hversu útbreiddur faraldurinn sé að mati Kára. „Við stefnum að því að halda smitstuðli veirunnar undir einum þrátt fyrir engar takmarkanir á hegðun fólks,“ segir Kári en það gerum við best að hans mati með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum og bólusetningum við veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30
Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17