„Getur engin farið á klúbbinn á laugardagskvöldi en við skemmtum okkur á vellinum í staðinn“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. janúar 2021 22:45 Hart barist undir körfunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Hildur Björg Kjartansdóttir átti ágætan leik í kvöld fyrir Val gegn Haukum en hún setti niður ellefu stig og tók þar að auki sex fráköst í tíu stiga sigri á Ásvöllum. Hildur Björg Kjartansdóttir átti ágætan leik í kvöld gegn Haukum en hún setti niður 11 stig og tók þar að auki 6 fráköst í 10 stiga sigri á Ásvöllum. „Ég er mjög glöð að vinna hérna, gegn sterku liði. Þetta byrjaði svolítið flatt hjá okkur í dag og það vantaði smá gleði. Það sagði einhver inn í klefa að nú væri laugardagskvöld og það getur enginn farið á klúbbinn en við getum verið hér að spila þannig að við verðum að hafa aðeins meira gaman af þessu,“ sagði Hildur í viðtali eftir leik. Valur var með yfirhöndina framan af og leiddi leikinn allan fyrri hálfleikinn en þær hleyptu Haukum inn í leikinn í síðari hálfleik og Haukarnir náðu að komast yfir í fjórða leikhluta. Aðspurð um breytinguna á Valsliðinu frá fyrri og seinni hálfleik svaraði Hildur, „Við leyfðum þeim að fara í taugarnar á okkur, þær voru að ýta vel í okkur og við að leyfa þeim að ýta okkur úr stöðunum. Við þurfum bara að hugsa um okkur og spila okkar leik og halda áfram.“ Það hefur verið rætt og ritað um að hléið sem gert var á deildinni vegna heimsfaraldursins hafi hjálpað Valsliðinu vel í því að endurheimta leikmenn sína úr meiðslum og fleira. Hildur er nokkuð sammála því. „Þetta hentaði allavegana ágætlega fyrir mig og Helenu og Ásta er kominn aftur. Ég fékk að jafna mig í friði með brotinn putta og Helena eignaðist sitt barn. Þetta hentaði þannig alveg ágætlega þó það verði mikið álag núna. Við erum samt fyrst og fremst ánægðar að vera byrjaðar aftur,“ svaraði Hildur. Valsliðið er búið að sigra báða leiki sína eftir hlé og næstu fórnarlömb eru Snæfellingar sem koma í heimsókn á Hlíðarenda á miðvikudag og Hildur segir Valsliðið halda ótrautt áfram „Við stefnum alltaf á sigur. Við fögnum í kvöld og erum glaðar að hafa unnið hér en á morgun undirbúum við næsta leik,“ sagði Hildur að lokum. Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Hildur Björg Kjartansdóttir átti ágætan leik í kvöld gegn Haukum en hún setti niður 11 stig og tók þar að auki 6 fráköst í 10 stiga sigri á Ásvöllum. „Ég er mjög glöð að vinna hérna, gegn sterku liði. Þetta byrjaði svolítið flatt hjá okkur í dag og það vantaði smá gleði. Það sagði einhver inn í klefa að nú væri laugardagskvöld og það getur enginn farið á klúbbinn en við getum verið hér að spila þannig að við verðum að hafa aðeins meira gaman af þessu,“ sagði Hildur í viðtali eftir leik. Valur var með yfirhöndina framan af og leiddi leikinn allan fyrri hálfleikinn en þær hleyptu Haukum inn í leikinn í síðari hálfleik og Haukarnir náðu að komast yfir í fjórða leikhluta. Aðspurð um breytinguna á Valsliðinu frá fyrri og seinni hálfleik svaraði Hildur, „Við leyfðum þeim að fara í taugarnar á okkur, þær voru að ýta vel í okkur og við að leyfa þeim að ýta okkur úr stöðunum. Við þurfum bara að hugsa um okkur og spila okkar leik og halda áfram.“ Það hefur verið rætt og ritað um að hléið sem gert var á deildinni vegna heimsfaraldursins hafi hjálpað Valsliðinu vel í því að endurheimta leikmenn sína úr meiðslum og fleira. Hildur er nokkuð sammála því. „Þetta hentaði allavegana ágætlega fyrir mig og Helenu og Ásta er kominn aftur. Ég fékk að jafna mig í friði með brotinn putta og Helena eignaðist sitt barn. Þetta hentaði þannig alveg ágætlega þó það verði mikið álag núna. Við erum samt fyrst og fremst ánægðar að vera byrjaðar aftur,“ svaraði Hildur. Valsliðið er búið að sigra báða leiki sína eftir hlé og næstu fórnarlömb eru Snæfellingar sem koma í heimsókn á Hlíðarenda á miðvikudag og Hildur segir Valsliðið halda ótrautt áfram „Við stefnum alltaf á sigur. Við fögnum í kvöld og erum glaðar að hafa unnið hér en á morgun undirbúum við næsta leik,“ sagði Hildur að lokum.
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum