„Getur engin farið á klúbbinn á laugardagskvöldi en við skemmtum okkur á vellinum í staðinn“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. janúar 2021 22:45 Hart barist undir körfunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Hildur Björg Kjartansdóttir átti ágætan leik í kvöld fyrir Val gegn Haukum en hún setti niður ellefu stig og tók þar að auki sex fráköst í tíu stiga sigri á Ásvöllum. Hildur Björg Kjartansdóttir átti ágætan leik í kvöld gegn Haukum en hún setti niður 11 stig og tók þar að auki 6 fráköst í 10 stiga sigri á Ásvöllum. „Ég er mjög glöð að vinna hérna, gegn sterku liði. Þetta byrjaði svolítið flatt hjá okkur í dag og það vantaði smá gleði. Það sagði einhver inn í klefa að nú væri laugardagskvöld og það getur enginn farið á klúbbinn en við getum verið hér að spila þannig að við verðum að hafa aðeins meira gaman af þessu,“ sagði Hildur í viðtali eftir leik. Valur var með yfirhöndina framan af og leiddi leikinn allan fyrri hálfleikinn en þær hleyptu Haukum inn í leikinn í síðari hálfleik og Haukarnir náðu að komast yfir í fjórða leikhluta. Aðspurð um breytinguna á Valsliðinu frá fyrri og seinni hálfleik svaraði Hildur, „Við leyfðum þeim að fara í taugarnar á okkur, þær voru að ýta vel í okkur og við að leyfa þeim að ýta okkur úr stöðunum. Við þurfum bara að hugsa um okkur og spila okkar leik og halda áfram.“ Það hefur verið rætt og ritað um að hléið sem gert var á deildinni vegna heimsfaraldursins hafi hjálpað Valsliðinu vel í því að endurheimta leikmenn sína úr meiðslum og fleira. Hildur er nokkuð sammála því. „Þetta hentaði allavegana ágætlega fyrir mig og Helenu og Ásta er kominn aftur. Ég fékk að jafna mig í friði með brotinn putta og Helena eignaðist sitt barn. Þetta hentaði þannig alveg ágætlega þó það verði mikið álag núna. Við erum samt fyrst og fremst ánægðar að vera byrjaðar aftur,“ svaraði Hildur. Valsliðið er búið að sigra báða leiki sína eftir hlé og næstu fórnarlömb eru Snæfellingar sem koma í heimsókn á Hlíðarenda á miðvikudag og Hildur segir Valsliðið halda ótrautt áfram „Við stefnum alltaf á sigur. Við fögnum í kvöld og erum glaðar að hafa unnið hér en á morgun undirbúum við næsta leik,“ sagði Hildur að lokum. Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Hildur Björg Kjartansdóttir átti ágætan leik í kvöld gegn Haukum en hún setti niður 11 stig og tók þar að auki 6 fráköst í 10 stiga sigri á Ásvöllum. „Ég er mjög glöð að vinna hérna, gegn sterku liði. Þetta byrjaði svolítið flatt hjá okkur í dag og það vantaði smá gleði. Það sagði einhver inn í klefa að nú væri laugardagskvöld og það getur enginn farið á klúbbinn en við getum verið hér að spila þannig að við verðum að hafa aðeins meira gaman af þessu,“ sagði Hildur í viðtali eftir leik. Valur var með yfirhöndina framan af og leiddi leikinn allan fyrri hálfleikinn en þær hleyptu Haukum inn í leikinn í síðari hálfleik og Haukarnir náðu að komast yfir í fjórða leikhluta. Aðspurð um breytinguna á Valsliðinu frá fyrri og seinni hálfleik svaraði Hildur, „Við leyfðum þeim að fara í taugarnar á okkur, þær voru að ýta vel í okkur og við að leyfa þeim að ýta okkur úr stöðunum. Við þurfum bara að hugsa um okkur og spila okkar leik og halda áfram.“ Það hefur verið rætt og ritað um að hléið sem gert var á deildinni vegna heimsfaraldursins hafi hjálpað Valsliðinu vel í því að endurheimta leikmenn sína úr meiðslum og fleira. Hildur er nokkuð sammála því. „Þetta hentaði allavegana ágætlega fyrir mig og Helenu og Ásta er kominn aftur. Ég fékk að jafna mig í friði með brotinn putta og Helena eignaðist sitt barn. Þetta hentaði þannig alveg ágætlega þó það verði mikið álag núna. Við erum samt fyrst og fremst ánægðar að vera byrjaðar aftur,“ svaraði Hildur. Valsliðið er búið að sigra báða leiki sína eftir hlé og næstu fórnarlömb eru Snæfellingar sem koma í heimsókn á Hlíðarenda á miðvikudag og Hildur segir Valsliðið halda ótrautt áfram „Við stefnum alltaf á sigur. Við fögnum í kvöld og erum glaðar að hafa unnið hér en á morgun undirbúum við næsta leik,“ sagði Hildur að lokum.
Dominos-deild kvenna Valur Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira