Breiðablik vann öruggan fimmtán stiga sigur eftir að hafa leitt með átta stigum í leikhléi. Lokatölur 58-73 fyrir Breiðablik.
Jessica Loera var stigahæst í Kópavogsliðinu með sextán stig en Isabella Ósk Sigurðardóttir var óstöðvandi undir körfunni þar sem hún reif niður hvorki meira né minna en 22 fráköst í leiknum, auk þess að skora níu stig.
Annika Holopainen atkvæðamest í liði KR með 20 stig.