Þá fjöllum við um stöðu kórónuveirufaraldursins en enginn greindist með veiruna innanlands í gær, í fyrsta sinn í fjóra mánuði. Sóttvarnalæknir segir allt velta á landamærunum.
Ónotatilfinning gerði vart við sig hjá Seyðfirðingum sem þurftu að yfirgefa hús sín í gær. Úrkoman olli þó ekki usla í dag.
Þá tökum við stöðuna á yfirlögregluþjóni á Keflavíkurflugvelli en vel gekk að framfylgja skimunarskyldu á vellinum í dag. Ekki þarf lengur að tala fólk til svo það fari í skimun.