Biden vill bæta í bólusetningar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. janúar 2021 07:57 Joe Biden í gær. AP/Matt Slocum Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, lofaði í gær að undir hans stjórn myndu bandarísk stjórnvöld bæta í bólusetningar við kórónuveirunni. Hyggst Biden láta fjölga bólusetningarstöðum og auka birgðir af bóluefni til þess að tryggja að markmið hans um að hundrað milljónir Bandaríkjamanna verði bólusettar á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Sum velta fyrir sér hvort við séum að teygja okkur of langt. Leyfið mér að vera alveg skýr, ég er sannfærður um að við getum gert þetta,“ sagði Biden í ræðu í gær. Í fyrradag kynnti Biden 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka sem ætlað er að örva efnahag Bandaríkjanna og draga úr áfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Faraldurinn hefur komið einna verst niður á Bandaríkjunum en í engu öðru ríki heims hafa fleiri greinst með Covid-19. Um 400 milljarðar dollara af 1.900 eiga að fara í verkefni sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar eða minnka skaðann sem af henni hlýst. Þannig verður peningunum varið í að koma upp fjöldabólusetningarstöðvum, bæta smitrakningu og auka raðgreiningargetu, svo eitthvað sé nefnt. Sagðist Biden handviss um að mögulegt væri að ráðast í verkið af fullum krafti en ítrekaði þó að Bandaríkjaþing þyrfti að samþykkja ráðstöfunina. Demókrataflokkurinn, flokkur Bidens, er með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá biðlaði Biden til fólks að sýna áfram varúð og sinna persónubundnum smitvörnum, nota grímur, forðast mannamót og stunda reglulegan handþvott. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Hyggst Biden láta fjölga bólusetningarstöðum og auka birgðir af bóluefni til þess að tryggja að markmið hans um að hundrað milljónir Bandaríkjamanna verði bólusettar á fyrstu hundrað dögum hans í embætti. „Sum velta fyrir sér hvort við séum að teygja okkur of langt. Leyfið mér að vera alveg skýr, ég er sannfærður um að við getum gert þetta,“ sagði Biden í ræðu í gær. Í fyrradag kynnti Biden 1.900 milljarða dollara aðgerðapakka sem ætlað er að örva efnahag Bandaríkjanna og draga úr áfallinu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Faraldurinn hefur komið einna verst niður á Bandaríkjunum en í engu öðru ríki heims hafa fleiri greinst með Covid-19. Um 400 milljarðar dollara af 1.900 eiga að fara í verkefni sem ætlað er að draga úr útbreiðslu veirunnar eða minnka skaðann sem af henni hlýst. Þannig verður peningunum varið í að koma upp fjöldabólusetningarstöðvum, bæta smitrakningu og auka raðgreiningargetu, svo eitthvað sé nefnt. Sagðist Biden handviss um að mögulegt væri að ráðast í verkið af fullum krafti en ítrekaði þó að Bandaríkjaþing þyrfti að samþykkja ráðstöfunina. Demókrataflokkurinn, flokkur Bidens, er með meirihluta í báðum deildum þingsins. Þá biðlaði Biden til fólks að sýna áfram varúð og sinna persónubundnum smitvörnum, nota grímur, forðast mannamót og stunda reglulegan handþvott.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira